Fréttatíminn - 03.03.2017, Side 12

Fréttatíminn - 03.03.2017, Side 12
12 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Upptaka vegatolla inn í ýmsar borgir í Evrópu leiddi til þess að umferð bíla sem keyrt er inn á svæðin þar sem gjald- takan er, minnkar um 20 til 30 pró- sent almennt séð. Þetta átti til dæm- is við um London þar sem umferð minnkaði um 21 prósent, Mílanó þar sem 28,5 prósent færri bílar fóru til borgarinnar og 29,5 prósent í Stokk- hólmi. Því má fullyrða, út frá reynslu í öðrum borgum sem tekið hafa upp vegatolla, að gjaldtakan leiði til minni notkunar á einkabílum. Vinna fer nú fram í samgöngu- ráðuneyti Jóns Gunnarssonar um hvort og hvernig eigi að taka upp vegatolla í umferðinni til og frá Reykjavík, og eins á völdum leiðum utan Reykjavíkur, og hefur Jón sagt Verður Reykjavík minnsta höfuðborg Evrópu til að taka upp vegatolla? Sænskur umferðarsérfræðingur segir að umferðarþrengsli séu yfirleitt mikilvægasta skilyrðið fyrir upptöku vegatolla. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur lýst yfir pólitískum vilja sínum að innheimta vegatolla á leiðum inn og út úr Reykjavík. Reynsla annarra þjóða sýnir að vegatollar virka sem tæki til að minnka bílaumferð, draga úr umhverfisáhrifum og mengun og auka notkun fólks á almenningssamgöngum. að hægt sé að nota fjármunina sem fást með slíkri gjaldtöku til að bæta vega- og samgöngukerfið á Íslandi. Í máli Jóns hefur komið fram að fyrst og fremst sé horft til þess að ferða- menn sem komi til Íslands borgi fyr- ir aðgang að vegakerfinu í landinu og að þeir sem keyra mikið inn og út úr Reykjavík muni borga mjög lága upphæð í hvert skipti sem farið er inn eða út úr borginni. Þessi orð Jóns má skilja sem svo að stórnotendur á vegakerfinu, þeir sem keyra mikið, borgi minna fyrir hvert skipti en þeir sem keyra meira. Samanburðurinn við Valletta Ef slík vegagjöld verða innheimt í og við Reykjavík verður borgin næst- minnsta höfuðborg Evrópu til að innleiða slíka tolla á eftir Valletta á Möltu. Einungis rúmlega 6000 manns búa í Vallettu sjálfri en höf- uðborgarsvæðið telur tæplega 400 þúsund íbúa á meðan höfuðborgar- svæðið á Íslandi telur 200 þúsund íbúa. Þegar litið er til höfuðborgar- svæðsins í löndunum tveimur er Reykjavík því umtalsvert minni. Í Valletta er vandamálið hins vegar meðal annars skortur á bílastæðum eins og maltverski diplómatinn Ge- orge Grech, sem vinnur í borginni en býr utan hennar eins og langflestir sem koma til Valletta á hverjum degi, segir við Fréttatímann: „Valletta er mjög lítil. Þannig að þeir nokkur þúsund íbúar sem búa innan borg- armarkanna nota öll bílastæðin sem þar er að finna og rúmlega það. Það eru bílageymslur utan við borgina og strætóar ferja fólk þangað á 15 mín- útna fresti. Einungis íbúar í Valletta geta lagt bílunum sínum þar án þess að borga. Ef þú keyrir inn í Valetta þarftu að borga gjald fyrir hvern klukkutíma. Bílastæði eru stórt vandamál í Valleta og á Möltu. Þrátt fyri tiltölulega lág laun eiga nánast allir bíl þannig að það að leggja er martröð fyrir alla - meira að segja í litla þorpinu þar sem ég bý.“ Aðstæður í Valletta eru því talsvert öðruvísi en í Reykjavík. Umferðarþrengsli fyrsta skilyrðið En hvaða skilyrði þarf borg eða bær að uppfylla til að innheimta vegatolla sé æskileg og réttlætan- leg? Fréttatíminn leitaði til sænska umferðarsérfræðingsins Jonas Eli- asson, prófessors við Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi, eftir mati hans á því og nefndi hann tvö meginskilyrði. „Mikilvægasta skilyrðið fyrir upptöku vegatolla eða þrengslaskatts í borg er að það séu miklar umferðarteppur eða um- ferðarþrengsli á götunum og þetta tengist auðvitað yfirleitt mannfjöld- Nokkrar borgir og bæir í heiminum sem hafa tekið upp vegatolla: Bergen (Noregur) 250.420 Durham (England) 87.656 Gautaborg (Svíþjóð) 905.729 Haugasund (Noregur) 43.909 Lundúnir (England) 13.842.667 Mílanó (Ítalía) 1.353.882 Namsos (Noregur) 13.010 Ósló (Noregur) 1.323.244 Singapúr (Borgríki) 5.469.700 Stavangur (Noregur) 210.874 Stokkhólmur (Svíþjóð) 2.269.060 Tønsberg (Noregur) 50.806 Valletta (Malta) 393.938 Nafn Íbúafjöldi (nærliggjandi sveitarfélög meðtalin í nokkrum tilfellum) Jonas Eliasson segir að mikilvægt sé að kanna hagkvæmni vegatollanna áður en ákveðið er byrja að innheimta þá, þar sem kerfin sem not- uð eru, séu afar dýr. anum sem býr í borginni. En þetta snýst ekki bara um íbúafjölda heldur landafræði borgarinnar. Umferðin í Stokkhólmi er til dæmis mjög mikil miðað við hvað borgin er í raun lítil - þetta er meðalstór borg á alþjóð- legan mælikvarða - en ástæðan fyrir þessu er hversu mikið vatn umlyk- ur borgina sem þarf að taka tillit til við byggingu vega. Nú veit ég ekki hversu mikil umferð er í Reykjavík og hvernig landafræði borgarinnar er en það getur vel verið svo að um- ferðarteppur séu mjög miklar jafnvel í litlum borgum.“ Jonas nefnir annað skilyrði sem er landfræðileg lega borgar. „Hitt skil- yrðið er að það sé mögulegt land- fræðilega að búa til greiðslu- eða tollahlið inn í borginna eða miðbæ- inn. Stokkhólmur er vel til þess gerð landfræðilega að að innheimta vega- gjöld þannig að það sé hagkvæmt að byggja innheimtukerfið upp. Frekar fáar leiðir eru inn í Stokkhólm þannig að það eru frekar fá greiðslu- hlið sem bílarnir sem keyra inn í borgina fara um. Þessu er öðruvísi farið í Gautaborg. Svo er mjög mik- ilvægt að rannsaka vel hversu stórt innheimtukerfi maður þarf að byggja því svona kerfi geta orðið mjög dýr,“ segir Jonas en hann fjallar um það í skrifum sínum að kostnaðurinn við að koma upp tollahliðunum í Stokk- hólmi hafi numið um tveimur millj- örðum sænskra króna, rúmlega 25 milljörðum íslenskra króna. Mynd | Shutterstock

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.