Fréttatíminn - 03.03.2017, Qupperneq 26
Alda Lóa Leifsdóttir
aldaloa@frettatiminn.is
Lea María Lemarquis er fyrir hönd MFÍK; Menn-ingar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, að undirbúa dagskrána á
alþjóðlegum baráttudegi kvenna
fyrir friði og jafnrétti. Fundurinn
verður haldinn í Iðnó kl. 17, 8. mars,
og á mælendaskrá eru þær Justyna
Grosel, pólsk blaðakona, Elín Björg
Jónsdóttir frá BSRB og Una Torfa-
dóttir menntaskólanemi. „Við ætl-
um að skoða hvernig og hvað sé að
gerast í heiminum þar sem þjóðern-
isfasismi sem fer vaxandi. En hætt-
an er sú að minnihlutahópar missi
réttindi í þannig umhverfi. Við ætl-
um að velta upp spurningunni um
það hvernig femínisminn getur
brugðist við þessari þróun.“ segir
Lea.
Skilnaðir og fóstureyðingar
Lea bendir á að 8. mars, alþjóðleg-
ur baráttudagur kvenna fyrir friði
og jafnrétti, eigi rætur sínar í rúss-
nesku byltingunni. „Í ár eru 100
ár liðin frá rússnesku byltingunni
1917. Konur áttu mjög stóran og
mikilvægan þátt í byltingunni. 1918
voru skilnaðir og fóstureyðingar
leyfðar í Rússlandi en þetta voru
réttindamál kvenna. Samkyn-
hneigð var líka viðurkennd. Þetta
var þvílikt stökk í réttindum frá því
að vera undir keisaranum.“ segir
Lea og útskýrir að mikið hafi ver-
ið í gangi í mannréttindabaráttu á
þeim tíma. Byltingarkenndar hug-
myndir um samfélagsgerð urðu til
en iðnbyltingin og þéttbýlið ól af
sér kröfur um mannréttindi. Þarna
hófust stéttaátök sem fæddu af sér
róttækar hugmyndir og kröfur um
betra líf.
„Ég held að þáttur kvenna í
byltingunni 1917 hafi verið stór-
merkilegur og áhugavert að varpa
ljósi á hann nú 100 árum síðar. Karl-
arnir voru sendir í stríðið, og kon-
urnar vildu að þessu linnti, sem-
sagt stríðinu,“ bætir hún við. „Það
voru langar biðraðir eftir brauði og
þær vildu fá synina heim. Friður
og brauð, um það snérist þetta hjá
konunum. Til að byrja með voru
þetta sósíalískar konur. Þær ákváðu
að velja sunnudag til þess að mót-
mæla, og bera upp kröfur sínar um
frið og jafnrétti. En sunnudagur-
inn var eini frídagur verkakvenna
á þeim tíma. Þess vegna var dagur-
inn á reiki til þess að byrja með.“
segir Lea.
Mæðradagur hjá nasistunum
En dagurinn kemur úr febrúar-
byltingunni sem
er aftur miðuð
við rússneska
tímatalið en í
okkar tímatali
ber daginn upp
á 8. mars. „Þegar
nasistarnir tóku
Þýskaland þá
brey t tu þeir
þessum baráttu-
degi kvenna í
mæðradag,“ seg-
ir Lea og hristir
hausinn.
Lea segir að
þrátt fyrir að
það megi deila um Sovétrikin og
hvernig þetta þróaðist hjá þeim
þá megi hinsvegar ekki að horfa
framhjá því að konur fengu svo
mikið af sínum réttindum í gegn
í byltingunni. En afþví að sagan
er skrifuð af körlum um karla
þá fer minna fyrir þessum hlut
kvenna. Maður man bara karlana
í byltingunni, en kvennasagan er
jaðarsaga sem vill gleymast, og Lea
tekur fram að þess vegna sé alltaf
gaman að rifja upp kvennasöguna.
Konur gegn afturför
„Það er að vissu leyti sorglegt að
100 árum síðar séum við enn að
berjast fyrir þessum grunnréttind-
um og að fóstureyðingar til dæm-
is skuli enn vera ástæða fyrir mót-
mælum eins og til dæmis í Póllandi
um daginn,“ tekur Lea fram.
„Við erum með þema, Konur
gegn afturför.“ Lea segir þau í
undirbúningnefndinni vera að
bregðast við því sem er að gerast
í Bandaríkjunum. „Konur eru þær
fyrstu til þess að finna fyrir aftur-
för. Þær finna fyrst fyrir fátæktinni,
af því að þær geta ekki gefið börn-
unum að borða. Þegar ofbeldi eykst
þá eru það þær sem verða fyrir því.
Í stríði eru það konurnar sem finna
fyrst fyrir ofbeldinu.“
Lea telur réttindi kvenna standa
höllum fæti. „Hlustaðu á Trump og
sjáðu það sem gerðist í Póllandi um
daginn. Þetta eru skelfilegir tímar.
Hægriöflin hér á Íslandi eru líka
hættuleg réttindum kvenna. Það er
kannski ekki eins augljóst ennþá,
en um leið og það verður farið
26 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017
Ótrúlegt hvað við erum lítið
vakandi yfir óréttlætinu
Hún er með hrokkið
hár og frekjuskarð,
hún er ekki í dragt
heldur heimaprjón-
uðu vesti. Hún er
aktífisti en ekki karrí-
eristi. Hún heitir Lea,
22 ára gömul og nemi
í jarðeðlisfræði. Hún
er eins og sunnudags-
útgáfan af Línu Lang-
sokk að undirbúa 8.
mars, alþjóðlegan
baráttudag kvenna.
„Aðalmálið er ekki hvort það sé kona eða karl sem stjórnar heldur það hvort við höfum samkennd með þeim sem þurfa á
okkur að halda,“ segir Lea María Lemarquis.
Í ár eru 100 ár liðin frá rússnesku
byltingunni 1917. Alþjóðlegur baráttu-
dagur kvenna fyrir friði og jafnrétti á
rætur sínar í rússnesku byltingunni.
Við ætlum að skoða
hvernig og hvað sé að
gerast í heiminum þar
sem þjóðernisfasismi sem
fer vaxandi. En hættan er
sú að minnihlutahópar
missi réttindi í þannig
umhverfi.