Fréttatíminn - 04.03.2017, Side 6

Fréttatíminn - 04.03.2017, Side 6
frettatiminn.is 6 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 Hljóðbókafyrirtæki Íslendings kaupir danskt forlag Jón Baldur Hauksson á 6 prósent í Storytel og segir hann að fyrirtækið stefni inn á nýja markaði. Viðskipti Storytel, fyrirtæki Jóns Baldurs Haukssonar, heldur áfram að stækka. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Þetta sýnir bara hvað fyrirtæk- ið er með árangursríka strategíu,“ segir Jón Baldur Hauksson, annar stofnandi alþjóðlega hljoðbókafyr- irtækisins Storytel, aðspurður um kaup fyrirtækisins á danska bóka- forlaginu People ś Press fyrir tæp- lega 1200 milljónir íslenskra króna. Danska forlagið er fjórða stærsta bókaforlag Danmerkur með 35 starfsmenn. Danska forlagið er eitt af nokkrum sem Storytel hefur keypt síðastliðin ár en frægasta og stærsta forlagið er hið sænska Norstedts sem keypt var í fyrra. Jón Bald- ur stofnaði Storytel fyrir rúm- um tíu árum ásamt félaga sín- um Jonas Tellander sem í dag er forstjóri Storytel. Í við- tali við Fréttatímann í fyrra sagði Jón Bald- ur frá því hversu mik- ið hark hefði verið að koma forlaginu á kopp- in og hversu oft þeir Jonas hafi verið að því komnir að gefast upp. Í dag er Storytel hins vegar orðið að risa á bókamarkaðnum á Norð- urlöndunum og víðar. People ś Press bætist við danska hljóðabókafor- lagið Mofido sem Storytel keypti í fyrra og eru umsvif fyrirtæk- isins því orðin talsverð í Dan- mörku. Jón Baldur, sem í dag á um 6 prósent í Storytel, segir að fyrirtækið haldi hins vegar áfram að horfa til nýrra markaða og vilji stækka meira. „Það eru bara fleiri markaðir á leiðinni og við förum inn á fleiri á þessu ári. Við segjum betur frá því þegar þar að kemur.“ Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Cébé jöklagleraugu CAT.4 kr. 32.900,- Bolle Bolt Golf kr. 26.790,- Red Bull Bullseye kr. 23.490,- Sportgleraugu Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af íþróttagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Red Bull Tane Sport kr. 14.950,- Hælisleitendur Skýrsla ECRI; nefnd Evrópuráðsins um kyn- þáttafordóma og umburðarleysi, var gerð opinber í byrjun mars, en þar eru íslensk stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir aðbúnað hælisleitenda. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Skýrsluhöfundar ECRI hafa áhyggj- ur af aðstöðumuni hælisleitenda og kvótaflóttamanna hér á landi sem hafa ólíkan aðgang að þjónustu. Skýrsluhöfundar voru hér á landi fyrir ári, en þeir segja að ríkið hafi upplýst þá um að hælisleitendur hafi aðgang að ókeypis íslenskukennslu og húsnæði. Í skýrslunni segir að í reynd hafi hinsvegar komið í ljós að hælisleitendur hefðu þurft að flytja út úr húsnæði sínu eftir tvær vikur og fengið takmarkaða aðstoð við að koma sér fyrir á dýrum húsnæð- ismarkaði hér á landi. Eins hefðu þeir haft litla möguleika á að sækja ókeypis íslenskunám. „Ísland er eina landið á Norð- urlöndunum þar sem þessi að- stöðumunur er,“ útskýrir Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands, en hún segir yfirvöld hafa sýnt í verki vilja til þess að bæta úr þessari stöðu. Þannig hafi verið gerður sér- stakur samstarfssamningur við Rauða Krossinn þessu tengdur. „Vinna við samræmingu þessara hópa hófst fyrir nokkru, og það hefur verið ljóst að stjórnvöld vilja jafna þessa stöðu,“ segir Margrét en Mannréttindaskrifstofa Íslands skilaði inn svokallaðri skugga- skýrslu um stöðu mála hér á landi þegar kemur að kynþáttafordóm- um og umburðarleysi. Margrét seg- ir helsta áhyggjuefni skrifstofunn- ar vera síaukin hatursorðræða, en Útvarp Saga og trúarstöðin Omega eru sérstaklega nefnd í skýrslu ECRI þegar kemur að hatursorðræðu. Ríkið harðlega gagnrýnt fyrir skort á stuðningi Hælisleit- endur njóta ekki sömu réttinda og kvótaflótta- menn. Eins er framboð Framsóknarflokks- ins og flugvallarvina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar nefnt til sögunnar. Margrét segir fjölmiðlalæsi al- mennings einnig áhyggjuefni. Fólk eigi erfitt með að greina á milli falskra frétta og raunverulegra fréttamiðla. „Það er þörf á því að efla fjöl- miðlalæsi sem og gagnrýna hugsun, þannig að fólk kanni staðreyndir og myndi sér svo skoðun eftir það,“ seg- ir Margrét að lokum. Stjórnmál Norðurlöndin gáfu meira en milljarð króna hvert til sérstaks fóstureyðingaátaks. Ísland gaf ekki beint til verkefnis- ins heldur þrefaldaði framlag sitt til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna. Í svari frá utanríkis- ráðuneytinu kemur fram að Ísland styðji She decides verkefnið samt heils hugar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Ísland var eina landið sem veitti ekki fé til verkefnisins She decides á ráð- stefnu sem haldin var vegna þess í Brussel í Belgíu á fimmtudaginn. Þetta kemur fram í svari frá utan- ríkisráðuneytinu sem segir að Ís- land hafi í staðinn fyrir að veita fé til She decides ákveðið að þrefalda framlag landsins til Mannfjölda- sjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA): „Ákvörðunin um að þrefalda fram- lagið til UNFPA var tekin að vel yf- irlögðu ráði, með það að markmiði að fjármagnið nýtist sem best. Ís- land styður She decides frumkvæð- ið heils hugar jafnvel þótt fjárfram- lag okkar fari í sameiginlega sjóð UNFPA.“ Framlag Íslands mun nema 300 þúsund dollurum, rúmlega 32 milljónum króna, í stað 100 þúsund, ríflega 10 milljónum íslenskra króna. Ráðstefnan var skipulögð sem andsvar við því að Donald Trump ákvað í síðasta mánuði að hætta öll- um styrkveitingum til stofnana og samtaka í heiminum sem aðstoða konur við fóstureyðingar. Mynd af Donald Trump að skrifa undir laga- setninguna, sem kallast „global gag rule“, vakti mikla athygli en einung- is karlmenn voru á myndinni. Framlög hinna Norðurlandanna fóru beint til She decides verkefnis- ins en Svíþjóð, Finnland, Noregur og Danmörk veittu öll frá 10 milljón- um evra, rúmlega 1110 milljónum, og upp í 21 milljón eva, tæplega 2400 milljónum til verkefnisins. Alls söfn- uðust 181 milljón evra á ráðstefnunni eða ríflega 20 milljarðar króna. Fjölmargir ráðherrar komu einnig á ráðstefnuna, meðal annars Lövin, aðastoðarforsætisráðherra Belgíu, Alexander de Croo, og ráðherra þróunarmála í Hollandi, Liliane Ploumen. Í svari frá utanríkisráðu- neytinu kemur fram að sendiherra Íslands í Brussel, Bergdís Ellertsdótt- ir, hafi verið fulltrúi Íslands á fund- inum. Eftir að Fréttatíminn spurð- ist fyrir um þátttöku Íslands á She decides ráðstefnunni birti utanrík- isráðuneytið fréttatilkynningu á vef sínum um aukafjárveitinguna til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra reif- aði rökin fyrir aukafjárveitingunni. Í svari frá ráðuneytinu kemur fram að Mannfjöldasjóðurinn og She decides vinni saman: „Eitt af verk- efnum She decides verður einmitt að styðja við UNFPA og það er mik- ilvægt að lítið gjafaríki eins og Ísland dreifi ekki kröftum um of. Því var ákveðið að styðja við UNFPA sem er stofnun sem íslensk stjórnvöld styðja nú þegar við, og er stærsta stofnun SÞ sem starfar á þessu sviði.“ Ráðu- neytið segir ákvörðunina um auka- fjárveitinguna hafa verið tekna í byrjun febrúar. Ísland, eitt Norðurlanda, gaf ekki fé til að bregðast við ákvörðun Trumps Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra þróunarmála í Svíþjóð, birti þessa mynd af sér eftir ákvörðun Trumps um að hætta að veita fé til að styrkja fóstureyðingar í heiminum. Þessi ákvörun leiddi til She decides ráðstefnunnar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.