Fréttatíminn - 04.03.2017, Side 14
Óskar Pétursson Þóra Einarsdóttir
Stórtónleikar í Hörpu 25. mars
Karlakórinn Heimir í Skagafirði í samstarfi við
Vesturfarasetrið á Hofsósi efnir til stórtónleika
í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 25. mars. Kórstjóri
er Stefán Gíslason. Strengjasveit ásamt Thomas Higgerson
píanóleikara annast undirleik. Einsöngvarar eru Þóra Einarsdóttir,
Óskar Pétursson og Birgir Björnsson. Gestakór er Hljómfélagið,
kórstjóri Fjóla Kristín Nikulásdóttir.
Miðasala og nánari upplýsingar má finna
á harpa.is og í síma 528 5050.
Karlakórinn Heimir í Skagafirði í samstarfi við
Vesturfarasetrið á Hofsósi efnir til stórtónleika
í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 25. mars.
Kórstjóri er Stefán Gíslason. Strengjasveit
ásamt Thomas Higgerson píanóleikara
annast undirleik. Einsöngvarar eru Þóra
Einarsdóttir, Óskar Pétursson og Birgir
Björnsson. Gestakór er Hljómfélagið,
kórstjóri Fjóla Kristín Nikulásdóttir.
Miðasala og nánari upplýsingar
má finna á harpa.is og í síma
528 5050.
Óskar Pétursson Þóra Einarsdóttir
Stórtónleikar í Hörpu 25. mars
14 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017
Hliðverðirnir
Einu sendiskrifstofur Íslands sem veita vegabréfsáritanir eru í dag í Beijing
og Moskvu. Annars fara sendiskrifstofur annarra ríkja með fyrirsvar fyrir Ís-
land í þeim efnum. Í Sri Lanka er það sendiráð Noregs sem veitir áritun eða
synjar umsækjanda fyrir Íslands hönd. Mat á umsóknum er bundið regluverki
Schengen-bandalagsins, skjali sem innan stjórnsýslunnar er nefnt visa-kóði.
Kóðinn virðist hins vegar veita nokkurt svigrúm til túlkunar fyrir hvert land,
sendiskrifstofu eða embættismann. Í tilfelli konunnar frá Sri Lanka spurðist
að fasteign eða verulegir fjármunir hefðu dugað sem vísbending um að hún
myndi snúa aftur til Sri Lanka eftir heimsókn til Íslands.
Með öðrum orðum getur eignafólk verið nokkuð öruggt um vegabréfsárit-
anir til Schengen-svæðisins og landa þess, en eignalausir ekki. Þeir eru háðir
duttlungum embættismanna, ýtni aðstandenda og öðru tilfallandi. Konan
frá Sri Lanka fékk að lokum vegabréfsáritun. „Ég þurfti að toga í alla spotta
sem ég gat. Það þurfti tvo sendiherra, lögreglu hjá Interpol og dómara hér
heima svo þetta gengi upp en já, hún fékk átta daga visa,“ – hafði Vísir þá eftir
systur hennar.
Schengen-samkomulagið snýst um að fella niður landamæravörslu milli
þeirra ríkja sem taka þátt í því, en efla eftirlit á ytri landamærum Schengen-
-svæðisins, það er landamæravörslu gagnvart ríkjunum utan þess. Samkomu-
lagið tók gildi árið 1995. Ísland varð fullur aðili að sáttmálanum 25. mars 2001.
Þar með geta íbúar Ísland ferðast um 25 önnur Evrópulönd sem sín eigin – og
íbúar þeirra sömuleiðis um Ísland. Þá hefur bandalagið gert tvíhliða samninga
um undanþágu frá vegabréfsáritun við 61 annað ríki.
Formleg skilyrði Schengen-svæðisins til slíkrar undanþágu snúast um burði
landamæravörslu ríkjanna, réttarvernd innan þeirra, og baráttu þeirra við
skipulagða glæpastarfsemi og spillingu. Úr verður aftur á móti skýr fylgni milli
auðlegðar ríkja og greiðra ferða gegnum hliðin. Ríkisborgarar Bandaríkjanna,
Bretlands, Japan og Singapúr þurfa ekki visa-áritun. Það þurfa aftur á móti
íbúar Eþíópíu, Haíti, Afganistan og Mali, svo dæmi séu tekin.
Ef við skiptum löndum heims (þeim 185 löndum sem Alþjóðabankinn hef-
ur með í hagtölum síðasta árs) í fimm jafnstór bandalög og röðum þeim eftir
þjóðarframleiðslu á mann á síðasta ári, í flokkana mjög fátæk, frekar fátæk,
meðalefnuð, nokkuð rík og mjög rík lönd, þá eru meðal hinna fátækustu 37
landa, frá Mið-Afríku-lýðveldinu til Kamerún aðeins tvö Kyrrahafsríki undan-
skilin visa-áritun til Schengen-svæðisins en lokað á öll fátækustu lönd Afríku.
Í næsta flokki, sem við köllum hin frekar fátæku, frá Sao Tome og Principe
til Belize, fá íbúar fimm landa undanþágu frá vegabréfsáritun til Schengen
– enn ekkert Afríkuríki. Meðal meðalefnaða fimmtungsins, frá El Salvador til
Botswana, er rúmur þriðjungur undanþeginn visa-áritun – en áfram ekkert
Afríkuríki. Um leið og við erum komin til efnaðri landa heims komast fleiri inn
12
11
10
9
6 87
54
3 2 1
Um það hvernig Evrópa girðir sig nú af hafa samtökin Amnesty
International, meðal annarra, notað hugtakið „virkið Evrópa“.
1. Tyrkland-Sýrland: 290 km
(511 km fyrirhugaðir)
2. Melilla, Spáni-Marokkó: 11 km
3. Ceuta, Spáni-Marokkó: 8.4 km
4. Grikkland-Tyrkland: 10 km
5. Búlgaría-Tyrkland: 150 km
6. Slóvenía-Króatía: 166 km (gaddavír)
7. Ungverjaland-Króatía: 348 km
8. Ungverjaland-Serbía: 175 km
9. Austurríki-Ungverjaland: 100 km
(til taks)
10. Makedónía-Grikkland: 30 km
(300 km fyrirhugaðir)
11. Bretland-Frakkland (í Calais):
veggur um mynni Ermasundsganga
12. Noregur-Rússland:
veggur milli sjávar og skógar
Múrarnir í Evrópu
Afríkumegin Gíbraltarsunds eru
hafnarborgirnar Melilla og Ceuta
sem tilheyra Spáni og eru því girt-
ar af frá Marokkó sem umkringir
þær. Árið 2005 drápu landamæra-
verðir Spánar sex manns af nokk-
ur hundruð á leið yfir vegginn í
Melilla. Í kjölfarið var bætt við
þriðju girðingunni um borgina.
Hún er 11 km löng, þriggja metra
há og toppuð með gaddavír.
Siglingar yfir Miðjarðarhaf færð-
ust í aukana eftir að Grikkland
reisti 10 km langan vegg á landa-
mærunum við Tyrkland, árið 2012,
þar sem áður var greiðfærasta
leiðin milli landanna.
Árið 2015 komu 1,8 milljón
manns án vegabréfsáritunar
til Evrópu, samanborið við um
300.000 árið áður og um 100.000
árið 2013. Aukningin var að mestu
leyti til komin vegna styrjaldarinn-
ar í Sýrlandi. Rúm milljón manns
sigldi yfir Miðjarðarhaf, en um 800
þúsund komu landleiðina, þá helst
frá Tyrklandi gegnum Búlgaríu og
Serbíu til Ungverjalands. Það ár
reisti Ungverjaland alls yfir 500
km langa girðingu meðfram landa-
mærum landsins að Króatíu og
Serbíu, til að loka þeirri leið.
Í sama augnamiði reisti Búlgaría
um 150 kílómetra langa girðingu
á landamærunum að Tyrklandi.
Slóvenía hóf framkvæmdir við
girðingu meðfram landamærum
landsins að Króatíu vorið 2016. Um
svipað leyti samþykkti austurríska
þingið áætlun um 100 km langa
girðingu sem á að verða til taks og
hægt að reisa í flýti eftir landamær-
um Austurríkis að Ungverjalandi,
ef fólki í leit að vernd í Evrópu
fjölgar á ný. Lýðveldið Makedónía
reisti 30 km langa girðingu á landa-
mærum sínum að Grikklandi og
hefur tilkynnt að veggurinn skuli
en ekki: af íbúum þess fimmtungs landa sem við köllum hér nokkuð efnuð, frá
Svartfjallalandi til Trinidad og Tobago, þurfa aðeins níu vegabréfsáritun til að
komast á Schengen-svæðið. Tíu lönd innan Schengen-svæðisins tilheyra líka
þessu ímyndaða bandalagi hinna frekar efnuðu, en flest teljast Schengen-löndin
auðvitað, frá Tékklandi til Lúxembúrgar, til ríkustu landa heims. Meðal 37 ríku-
stu landa heims á síðasta ári eru aðeins fimm þaðan sem íbúar þurfa vegabréfs-
áritun til Schengen-svæðisins.
Með öðrum orðum er Evrópa, og þar með talið Ísland, umlukin múrum sem
halda íbúum fátækra landa frá álfunni, ásamt fátækum íbúum annarra landa.
Um leið er lokað á ferðir íbúa langflestra Afríkuríkja til álfunnar, fjölmargra Suð-
austur-Asíulanda og ríkja Mið-Austurlanda – líka þeirra sterkefnuðu.
lengdur um 300 km. Nú í vetur
hófst vinna að vegg sem Bretland
fjármagnar, í Calais í Frakklandi,
til að hindra ferðir flóttafólks gegn-
um Ermasundsgöngin.
Loks reisti Noregur á síðasta ári
vegg á landamærunum að Rúss-
landi þar sem 150 f lóttamenn
höfðu þá hjólað gegnum glufu í
skrifræðinu: yfir landamærin má,
samkvæmt samkomulagi ríkjanna,
ekki fara í bíl án tilskildra papp-
íra, og ekki fótgangandi, en þar var
hvergi minnst á reiðhjól. Þannig
höfðu ferðamenn áður komist
milli landanna, en þegar flótta-
menn tóku upp sama ferðamáta
var leiðinni snarhendis lokað með
vegg.