Fréttatíminn - 04.03.2017, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 04.03.2017, Qupperneq 18
Huntsville Alabama minnir mig reyndar mikið á Ísland, nema veðr- ið.“ Spilar bridds alla daga Hjördís gerir lítið annað en að spila bridds í New York. Eftir að hafa far- ið út með hundinn sinn á morgn- ana mætir hún í klúbbinn og spilar. Stundum tvisvar á dag og þá jafnvel til tíu á kvöldin. „Það hef svo rosalega gaman að þessu. Ég hef enga atvinnu, ég spila bara bridds,“ segir Hjördís kímin. En þannig nær hún árangri og vinn- ur titla. „Til að verða góður þá þarf maður að leggja mikla vinnu í þetta. Maður þarf að vinna með makkern- um sínum. Ég er með marga mis- munandi makkera og þarf að vinna með þeim öllum til að ná árangri,“ segir Hjördís, en fyrir þá sem ekki vita er makker félagi í bridds. 18 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 á orði, að sögn Hjördísar, að það ætti ekki að vera senda þetta kvennalandslið út, það væri þjóð- inni bara til skammar, það væri svo lélegt. „Þetta var mjög sterkt mót, en við gerðum okkur lítið fyrir og unnum. Við náðum gullinu og það kom öllum á óvart. Ekki læknaði það bakteríuna hjá mér,“ segir Hjördís hlæjandi. En fljótlega eft- ir þetta mót lagði Anna Þóra spil- in á hilluna og Hjördís fór að spila við mentorinn sinn Ásmund Páls- son, fyrst á minni mótum en svo á opnum mótum. „Við hófum þá okkar sigurför saman og unnum hvert mótið á fætur öðru. Við unn- um Kauphallarmótið annað árið sem það var haldið, en það var sterkasta mótið á Íslandi. Þetta voru 26 pör, 51 karlmaður og ég.“ Hjördís var þá einnig að keppa á mótum erlendis með íslenska kvennalandsliðinu og þegar hún var stödd á einu Evrópumótinu tók bandarískur útsendari eftir henni. Í kjölfarið var henni boðið að koma út til Bandaríkjanna að spila til reynslu. „Þetta var það skemmti- legasta sem ég gerði þannig að ég var nú aldeilis til. Ég spilaði þar við flesta af bestu spilurunum Banda- ríkjanna í eitt ár og hélt að ég færi bara aftur heim til Íslands eftir það, í byrjun árs 1995. En ég ákvað að láta að reyna á það að vera áfram úti og gerðist atvinnumað- ur í bridds. Giftist besta briddsspilara í heimi Sama ár og Hjördís gerðist atvinnu- maður kynntist hún fyrrverandi manninum sínum til fjórtán ára, eldflaugafræðingnum Curtis Cheek, sem að hennar sögn er einn albesti briddsspilari sem uppi hefur verið. En þau spiluðu mikið saman á sín- um tíma. Curtis er frá Huntsville Alabama og þau bjuggu þar sín hjú- skaparár. Hjördís er ennþá með annan fótinn í Alabama og á þar hús, þó að hún dveljist að mestu leyti í New York vegna spilamennsk- unnar. Hjördís á einn son sem flutti út til hennar þegar hann fór í háskóla og hún segir stolt frá því að hann hafi verið búinn að klára tvær meistara- gráður aðeins 21 árs að aldri. Hann býr líka í New York þar sem hann rekur sitt eigið fyrirtæki. Og eftir 23 ára búsetu í Bandaríkj- unum er Hjördís ekkert á leiðinni aftur til Íslands, þó að henni lítist nú ekki á stjórnmálaástandið úti. „Ég elska að búa í Bandaríkjunum og vil helst ekki búa neins staðar annars staðar. En ég elska Ísland og Íslendinga líka voðalega mikið. Hjördís fer í klúbbinn alla daga og spilar bridds, enda er það skemmtilegasta sem hún gerir. „Það er aldrei leiðinleg mínúta í þessu. Það er allt skemmtilegt við þetta, sérstaklega hvernig maður notar heilabúið til að finna út hvað er í gangi við borðið. Þetta snýst um að sigra alla hina sem eru að gera nákvæmlega það sama. Maður þarf bara að vera klárari en þeir.“ Áhugaverðar staðreyndir um bridds ○ Bridds snýst fyrst og fremst um hæfni og sá sem leggur mikla vinnu í spilamennskunna er líklegri til að vinna en aðrir. Til að ná langt í bridds er nauðsynlegt að búa yfir góðri rökhugsun, hafa minnið í lagi og eiga auðvelt með að skipuleggja sig. Það geta þó allir lært að spila bridds og það er ekki nauðsynlegt vera sérfræðingur til að njóta. ○ Það er alveg hægt að vera heppinn í bridds í ljósi þess að spilin geta dreifst misvel til spilamanna. Stundum færðu frábær spil að vinna úr en stundum er andstæðingurinn heppnari. Þá er enn mikilvægara að búa yfir hæfni til að vinna með það sem maður hefur og spila vel úr því. Þegar öllu er á botnin hvolft snýst þetta ekki um góð spil, heldur hæfileika til að vinna með spilin sem þú hefur. ○ Ólíkt skák er ekki hægt að forrita tölvu til að spila leikinn á móti. Tölvan brynni líklega yfir ef hún reyndi að læra bridds, enda gæti hún aldrei náð persónulega þættinum sem er svo mikilvægur í spilinu. Andstæðingurinn getur átt það til að van- eða ofmeta spilin sín og það verður að taka með í dæmið. Þá ertu alltaf með félaga til að aðstoða þig í bridds. ○ Samskipti á milli meðspilara geta verið mjög skemmtileg í bridds. Hver spilari er með þrettán spil á hendi og það eru skýrar reglur um hvaða upp- lýsingar þú mátt gefa félaga þínum. Bundnir af þessum takmörkunum verða spilarar að finna leiðir til að skiptast á upplýsingum til að ná sem bestum árangri. ○ Í bridds er næstum því öruggt að sömu aðstæðurnar koma aldrei upp tvisvar. Ástæðan fyrir því er sú að mögulegar gjafir eru hvorki fleiri né færri en 53,644,737,765,488,792,839,237,440,000. Þó þú spilir bridds á hverjum degi lífs þíns, jafnvel oft á dag, þá er ólíklegt að þú lendir tvisvar með sömu spil á hendi. Í hverju spili er hins vegar hægt að læra ýmislegt sem nýtist í mismunandi aðstæðum. Aðspurð hvað sé skemmtilegast við bridds er svarið einfalt: allt. „Það er aldrei leiðinleg mínúta í þessu. Það er allt skemmtilegt við þetta, sérstaklega hvernig maður notar heilabúið til að finna út hvað er í gangi við borðið. Þetta snýst um að sigra alla hina sem eru að gera nákvæmlega það sama. Mað- ur þarf bara að vera klárari en þeir. Svo er mikill félagsskapur í þessu og keppnin gríðarleg. Það sem er líka svo skemmtilegt við bridds, er að maður er aldrei búinn að læra það. Maður getur lært eitthvað nýtt á hverjum degi og verður að þyrsta í meiri þekkingu.“ Almennt eru ekki peningaverðlaun í bridds, að sögn Hjördísar, nema kannski í einu móti á ári, og því snýst þetta aðallega um að vinna titla. Samheldið samfélag Þrátt fyrir að Hjördís sé löngu kom- in í hóp bestu briddsspilara heims vill hún ekki meina að hún kunni leikinn upp á tíu. „Því meira sem maður lærir því betur veit maður að maður veit ekki neitt. Og þegar maður er ungur þá veit maður aldrei hvað maður er vitlaus.“ Briddssamfélagið í Bandaríkjum er mjög stórt og virt að sögn Hjör- dísar og hún hefur myndað góðan vinskap við fólk víða um Banda- ríkin. „Briddsheimurinn er eins og mafía. Það þekkja allir alla og ef það kemur eitthvað upp á hjá ein- hverjum þá þekkir einhver lækni, lögfræðing eða bifvélavirkja sem getur komið til bjargar. Þetta er mjög samheldinn hópur. Mikið af góðu fólki.“ Það eru margir sem tengja bridds við eldra fólk og sjá fyrir sér hóp af ellilífeyrisþegum að spila þegar þeir heyra á það minnst. En í briddsheiminum er það svo sannarlega ekki þannig og margir þeirra sem hafa náð hvað lengst hafa byrjað að spila mjög ungir. Að sögn Hjördísar er hins vegar mjög hollt fyrir eldra fólk að spila bridds, enda dregur það úr líkum á elliglöpum eins og hún minnt- ist á í upphafi. Þá eru mörgt þekkt nöfn sem spila bridds. „Ég hef hitt Bill Gates og Warren Buffet. Þeir spila báðir. Ég þekki þá báða, ekki voða vel, en Bill Gates heilsa ég úti á götu.“ Hjördís fær hláturskast þegar blaðmaður spyr hvort það hafi hvarflað að henni föstudagskvöldið þegar hún spilaði bridds í fyrsta skipti, ásamt föður sínum og vin- um hans í Sandgerði, að það yrðu örlög hennar að verða atvinnu- maður í bridds. Hún nær að svara á milli hláturgusanna. „Nei, það hvarflaði sko ekki að mér. Þetta var bara eitthvað sem ég datt inn í fyr- ir algjöra tilviljun og gjörsamlega heltók mig.“www.kinahofid.is FRÁBÆR KÍNVERSKU R VEITINGAST AÐUR Í MEIRA EN 25 ÁR HLAÐBORÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11:00 - 14:00 Verð kr. 2.100 Veglegt hlaðborð með miklu úrvali af fjölbreyttum réttum Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Tilboð - Taka með gildir föstudag, laugardag og sunnudag Kaupir tvo rétti af matseðli og 2 ltr. af gosi fylgja frítt með Tilboðið gildir aðeins þessa helgi NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Höfum opnað á ný eftir mikla stækkun og endurbætur á veitingasal NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 8 rétt hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l kinahofid@kinahofid.is l Sími 554 5022

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.