Fréttatíminn - 04.03.2017, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 04.03.2017, Qupperneq 36
36 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Fyrst ætluðum við vinkon-urnar bara að hittast og gera það sem Beyoncé finnst gaman að gera, eins og að drekka rauðvín og borða pizzu. Svo ætluðum við auðvitað að tala um Beyoncé, horfa á Lemona- de og fara í karókí,“ segir Guðný Helga Grímsdóttir sem stendur að viðburðinum Beyoncé Appreciation Day á Loft Hostel í kvöld, ásamt vinkonu sinni Sigríði Gyðu Héðinsdóttur. Þar verður söngdívan heiðruð með viðeigandi hætti. En það er líklega óhætt að fullyrða að þær séu heitustu aðdáendur Beyoncé á Íslandi. Það sem átti að vera vinkonu- samkoma vatt því upp á sig og er nú orðið að viðburði sem allir aðdáandur Beyoncé á Íslandi geta sótt. Enda er það í anda QueenB að taka hlutina alla leið. Hugmyndin er algjörlega Guð- nýjar og Sigríðar og þær höfðu því enga fyrirmynd að við- burðinum. „Þrítugar konur verða bara að fagna ýmsu og Beyoncé er hluti af því,“ segir Guðný en hugmyndin spratt einmitt út frá fleygri setn- ingu sem Sigríður lét falla. „Sigga sagði að hún væri svo þakklát fyrir að vera uppi á sama tíma og Beyoncé.“ Guðný hafði svo samband við Loft Hostel og spurði hvort þau vildu sýna Lemona- de á tjaldi á barnum. Það var vel tekið í hugmyndina og nú er líka búið að redda karókígræjum þannig gest- ir geta brostið í söng til heiðurs söngkonunni að myndinni lok- inni. En fyrir þá örfáu sem ekki þekkja Lemonade þá er um að ræða vídjólista- verk Beyoncé sem hún gerði samhliða samnefndri plötu sem kom út á síðasta ári, en lögin á plötunni hljóma undir myndinni. „Við hitum okkur upp fyrir karókíið með myndinni. Bjóðum upp á Beyoncé köku og svo verður hægt að fá lemonade kokteila. Ég hvet alla sem hafa ekki séð myndina til að koma og berja þessa fegurð augum. Þetta gerist ekki betra.“ Fjölmargir hafa boðað komu sína á viðburðinn í gegnum Face- book og Guðný er orðin mjög spennt. „Það eru svo margir sem dýrka hana og það eru allir mjög jákvæðir gagn- vart þessu.“ Þær stöllur hafa báðar haldið mikið upp á Beyoncé síðan hún kom fyrst fram á sjón- arsviðið með hljómsveitinni Destiny’s Child. „Við erum búnar að vera með henni frá byrjun. Hún er lífsföru- nautur okkar.“ Þær hafa sjálf- sögðu fylgt henni á nokkra tón- leika, en þó ekki eins marga og þær hefðu viljað. Þetta er þó í fyrsta skipti sem Guðný og Sigríður skipuleggja við- burð til að fagna Beyoncé en hún er þeim alltaf ofarlega í huga. „Það er mikið talað um hana í vina- hópnum. Lemonade hefur verið spiluð ansi oft, sem og allar plöturnar hennar. Hún er stór partur af lífi okkar. Þegar Lemonade kom út, þá var ég mjög fegin að vera ekki í skóla, því hún kom út á próftíma. Ég hefði fallið á önninni því ég hefði ekki get- að einbeitt mér að náminu.“ Dagsetning heiðurssamkomunn- ar er að sjálfsögðu engin tilviljun, en Guðný fullyrðir að 4 sé uppáhalds tala Beyoncé og því hafi legið beinast við að halda viðburðinn 4. mars. Gleðin hefst klukkan 20. Beyoncé er lífsförunautur okkar Tvær vinkonur halda veislu til heiðurs söngdívunni, bjóða upp á Beyoncé köku og Lemonade kokteila Guðný hefur fylgst með Beyoncé síðan hún kom fyrst fram með Destiny’s Child. Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.thrif.net Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu Hefur þú þörf fyrir þrif Meðal þeirra sem skemmta eru Baggalútur, Gunnar Þórðarson, Magga Stína, Bubbi Morthens og Ellen Kristjánsdóttir. Einnig kemur fram hundrað kvenna kór und- ir stjórn Margréti Pálmadóttur og syngur Brennið þið vitar svo húsið hristist. Á tónleikunum leikur hljómsveit Eyþórs Gunnarssonar undir. Ásamt Eyþóri spilar Guðmund- ur Pétursson á gítar, Andri Ólafsson á bassa og Einar Scheving á trommur. Ragn- heiður Gröndal og Egill Olafsson munu syngja með hljómsveitinni og líka Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta og Þorsteinn Einarsson úr Hjálmum, Svavar Knútur og Pétur Ben og kvennahljómsveitin Tripola. Auk þessara munu skáldin Einar Már Guðmundsson og Linda Vil- hjálmsdóttir lesa ljóð undir trylltum djassi. Húsið opnar klukkan 15 og verð- ur boðið upp á léttar veitingar í anddyrinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Allir eru velkomnir, stofnfélagar Frjálsrar fjölmiðlun- ar og þau sem vilja styðja frjálsa og óháða blaðamennsku á Íslandi. Frjáls fjölmiðlun stofnuð 11.  mars Frjáls fjölmiðlun, samtök til stuðnings óháðri og frjálsri fjöl- miðlun verða stofnuð laugardaginn 11. mars í Háskólabíói. Við stofn- unin verður slegið upp tónleikum og skemmti- dagskrá þar sem fjöldi listamanna kemur fram til stuðnings mál- efninu. Gunnar Þórðarson og Magga Stína syngja saman dúett, Bubbi Morthens frumflytur lög af óútkominni plötu og Kvennakór Reykjavíkur syngur Brennið þið vitar ásamt þremur kvennakórum öðrum. Viltu að vinir og kunningjar geti tekið sjálfu með þér eftir að þú deyrð? Margir kannast eflaust hina geysi- vinsælu seríu Black Mirror sem framleiddir eru af Netflix. Í einum slíkum þætti kynnist syrgjandi ekkja appi sem gerir henni kleift að tala við látinn eiginmann sinn. Áhorfanda finnst þetta eflaust heldur fjarstæðukennt en nú eru vísindamenn í Suður Kóreu að þróa forrit sem mun gera fólki kleift að eiga samskipti við eftirlíkingu látinna ástvina. Forritið virkar á þann veg að þú skannar þig inn í það meðan þú lifir enn. Eftir dauða þinn getur eftirmynd þín lifað áfram á bakvið skjáinn og huggað syrgjandi sálir. Ástvinirn- ir geta líka tekið sjálfsmyndir með eftirmynd þinni og talað við hana. Eun Jin Lim, ein af frumkvöðlun- um á bakvið forritið segir það vera hugsað fyrir fjölskyldur sem hafa misst ástvini enda saknar hún sjálf látinnar ömmu sinnar og væri til í að geta tekið myndir af sér með henni. | bsp Forrit fyrir syrgjandi ástvini

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.