Fréttatíminn - 04.03.2017, Side 38

Fréttatíminn - 04.03.2017, Side 38
38 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 FERMINGAR RÚM Verð miðast við hvítt eða svart leðurlíki og án höfðagafls Verð frá: 84.675* Verð áður frá: 112.900 Síðumúla 30 - Reykjavík | Hofsbót 4 - Akureyri Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Íshokkí heimurinn er frekar þéttur, maður fær tækifæri til að kynnast öðru fólki og spila hokkí á nýju leveli,’’ segir Guð- laug Ingibjörg Þorsteinsdótt- ir annar af markmönnum í landsliði kvenna í íshokkí. En Guðlaug kynntist til dæmis markmanni tyrkneska liðsins á námskeiði í Finnlandi og keppti svo á móti henni á fimmtudags- kvöldið. Á heimsmeistara- mótinu eru nefnilega samankomin á Ak- ureyri lið frá ýmsum löndum. „Þetta mót er í annarri deild og B-riðill hér á Akur- eyri,’’ segir Guðlaug, en það lið sem kræk- ir í gullið færist upp í A-riðil annarrar deildar. Íslenska liðið hefur staðið sig vel og unnið leikina á móti Tyrklandi og Rúmeníu en laut í lægra haldi á móti Mexíkó í jöfnum leik. Stelpurnar æfa stíft á hverj- um degi, en eru heppnar því allir leikir þeirra eru á sama tíma. Í fyrra keppti íslenska liðið á Spáni og er að sögn Guðlaugar betra að keppa á Íslandi. „Það getur verið rosalega „töff“ að ferðast svona og munar miklu að spila á heimavelli. Það hefur verið mjög vel mætt á leikina og stuðningurinn úr stúkunni munar ofboðslega miklu og gefur manni extra power,“ segir hún ánægð með ár- angurinn. Búningur Guð- laugar er vígalegur en hann samanstendur af hlífum sem hylja líkamann og eru legghlífarnar þykkari en á búningum annarra leik- manna. Til að kóróna hann er svo stærðarinnar hjálmur á höfðinu. Leikmenn eru því vel varðir fyrir hverskonar meiðslum. En er þessi íþrótt fyrir alla? „Það er alltaf pláss fyrir nýja iðkendur og við vilj- um efla kvennahokkíið sem hefur verið í sókn síðustu árin,“ segir Guðlaug sem segir yngsta keppandann sem mætti á æfingu hjá henni hafa verið tveggja ára. „Það er aldrei of seint að byrja en ég held að fjögurra ára sé góð- ur aldur til að byrja. Þetta er líka svolítið skemmtilegt af því það þú ert aldrei of gamall í þetta.’’ Íslenska liðið keppti á móti hinu tyrkneska á fimmtu- dagskvöld og gerði sér lítið fyrir og malaði Tyrki 6-0. Guðlaug var svo kosin maður leiksins enda seg- ir Guðlaug að markið sé alltaf sett á gullið. „Markmiðið er alltaf sett á gullið“ Guðlaug ver skot í leik Íslands gegn Tyrkjum. Mynd | Elvar Freyr Pálsson. Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí er haldið á Akureyri þessa dagana. Guðlaug Ingibjörg, annar af markvörðum liðsins, segir að íshokkí sé fyrir alla og yngsta barn sem hún hefur tekið á móti á æfingu hafi verið tveggja ára. Elsa Marie og Guðlaug Ingibjörg markmenn íslenska liðslins. „Ef nemandi er mjög áhugasamur um að verða plötusnúður eigum við að hugsa hvernig við getum notað það í skólanum?“ Segir Sinéad McCarron sem stýrir stærð- fræðismiðju í Listaháskólanum í dag. Sinéad er lærður hönnuður og nemi í kennaradeild háskólans. Hún hefur þróað nýstárlega leið til þess að vinna með stærðfræði en hún er mjög hlynnt því að börn læri stærðfræði og rúmfræði í gegnum umhverfið. „Ég nefnilega lesblind og hef alltaf haft áhuga á því að sameina námsgreinar. Ég hef til dæmis alltaf átt erfitt með stærðfræði einum ákveðnum kennara tókst að kenna mér stærð- fræði í gegnum listsköpun.“ Hugmyndir Sinéad snúa því að því að stærðfræði- kennsla, hönnun eða tónlist komi saman til þess að vekja áhuga barnsins, eða einstak- lingsins á efninu. „Sem hönnuður þá felst vinna mín í því að leysa vanda. Með því að leysa vanda í hönnun verður mað- ur ómeðvitað stærðfræðingur eða vísindamaður,“ segir hún. Sinéad er ákveðin í því að með því að blanda saman sviðum þá færumst við líka nær því að vera umhverfisvæn. Þess vegna vinnur hún mikið með svokallaða þrí- víddarprentara og það er einmitt einn slíkur sem hún ætlar að sýna í dag. Með því að nota þrívíddar- prentara eða einfaldlega umhverf- ið er nefnilega auðveldlega hægt að kenna börnum og vekja áhuga á rúmfræði. „Ég lærði rúmfræði í skóla upp úr bók og svoleiðis kennsla vekur ekki endilega áhuga hjá skapandi börnum. Ég vil að nemendur læri stærðfræði í umhverfinu og getur skoð- að formin á nærliggjandi strönd, eins og Gróttu.“ Áhugasamir um þrí- víddarprentara Sinéad og stærðfræði í náttúr- unni geta því lagt leið sína upp í Listahá- skólann í dag þar sem Sinéad verður að kenna. Í dag er Háskóladag urinn og því líf og fjör í LHÍ, HÍ og HR. Í Listaháskólanum ætlar hönnuður- inn Sinéad að kynna nýstárlega leið til að læra stærðfræði, enda er vel hægt að læra stærðfræði í gegnum list. Sinéad stýrir smiðju um nýjar leiðir til að læra stærðfræði. Mynd | Hari. Vill blanda stærðfræði í umhverfið Kristjana hvetur fólk til að segja túrsögur og semja túrljóð í tilefni Túrdaga HÍ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is „Við eigum ekki að skammast okkar fyrir að fara á túr, frekar að nota túr valdeflingar og njóta þess að hafa tilfinningar og horm- óna. Þetta er hluti af lífinu og af hverju ekki bara að njóta þess?“ segir Kristjana Björk Barðdal, ritari Femínistafélags Háskóla Ís- lands, sem stendur fyrir Túrdög- um 14. til 16. mars næstkomandi. „Tilgangurinn er opna og styrkja umræðuna um túr því það er svo mikið tabú. Við viljum aðeins ögra því að þetta sé eitt- hvert leyndarmál,“ út- skýrir hún. Hugmyndin er að taka marga ólíka vinkla á mál- efnið og reyna að höfða til sem flestra. Krist- jönu finnst nefni- lega líka mikil- vægt að fræða karlmenn um túr, því þeim kemur þetta líka við ef þeir eru í einhverjum samskipt- um við konur. „Við tökum fyrir stjórnmálapæl- ingar, hvernig konum líður þegar þær eru á túr og fá þær athugasemdir þegar þær eru á túr. Svo tökum við orðræðuna í kringum túr og ég kom með þá hugmynd að fá konur til að deila sögum, ljóðum eða ráðum um eitthvað sem tengist túr.“ Það hafa strax nokkrar sögur borist en Kristjana er spennt að sjá hvað úr verður. „Fólk má í raun gera hvað sem er. Það hafa margir leitað til okkar og það er gaman að sjá hvað tekið er vel í þetta. Þetta geta verið fyndnar sögur, eða sögur af aðstæðum sem fólk tengir við. Þetta snýst um að sýna fram á að þú getir verið á túr hvar sem er, hvenær sem er.“ Aðspurð segist Kristjana sjálf vera frekar opin og að hún eigi auðvelt með að tala um margt sem öðrum þykir óþægilegt. „Ég er rosalega opin týpa og þori að segja allt sem mér dettur í hug varðandi túr og kynlíf við vinkonur mínar. Mér hefur oft fundist það áhuga- vert þegar ég er að ræða þessa hluti hvað þeir eru mikið tabú. Það er sérstaklega leiðinlegt að hvað eldra fólki finnst þetta mikið tabú. En kannski vil ég ræða um þetta við þá sem eldri eru til að fá góð ráð. Það skiptir miklu máli að geta rætt hlutina, þetta kemur okkur öllum við.“ Fögnum hormónum og njótum þess að fara á túr Kristjana vill fræða konur og karla um túr og fá fólk til að deila sögum um málefnið. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.