Fréttatíminn - 04.03.2017, Qupperneq 41

Fréttatíminn - 04.03.2017, Qupperneq 41
HLJÓÐ OG FORM Á HÖNNUNARMARS HEIMILI&HÖNNUNARMARS Laugardagur | 4. mars | 2017 HönnunarMars verður haldinn í níunda sinn dagana 23.-26. mars næstkomandi. Meira en 130 viðburðir verða á HönnunarMars að þessu sinni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Dagskráin er afar fjölbreytt og meira en 400 íslenskir hönnuðir og arkitektar láta til sín taka. Meðal þeirra sem sýna er Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður. Þórunn hefur fyrir löngu getið sér gott orð fyrir hönnun sína, til að mynda Sasa- klukkuna og PyroPet kertin. Að undanförnu hefur Þórunn unnið með gömul, ónýt plastleikföng með rafmagnshljóðum sem framleidd voru í Kína. Hún hefur hannað nýjar umgjarðir úr íslenskum efnivið utan um hljóðkortin úr leikföngunum. „Það er gott að geta endurnýtt það sem hefur þegar verið framleitt. Það er gott að auka virði þeirra hluta sem fólk telur svo ómerkilega að þeim er hent,“ segir Þórunn. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.