Fréttatíminn - 04.03.2017, Side 42

Fréttatíminn - 04.03.2017, Side 42
2 LAUGARDAGUR 4. MARS 2017HEIMILI&HÖNNUNARMARS Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 Á Hönnunarmars sam-einast allar greinar hönnunar. Hátíðin setur svip sinn á mið-borgina og Reykjavík iðar af lífi meðan á hátíðinni stend- ur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er sýning, fyrirlestur, innsetning eða önnur uppákoma. Dagskráin er þétt þetta árið eins og undanfarin ár. Á hátíðinni í ár verða meira en 130 viðburðir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Fyrirlestradagurinn DesignTalks markar upphaf hátíðarinnar hinn 23. mars og síðan verður fólk að velja og hafna, slíkt er úrvalið. Í Hörpu verða til að mynda hús- gagnaframleiðendur með allt það nýjasta í íslenskri húsgagna- hönnun. Þar verður líka sýning og hönnunarsamkeppni gullsmiða auk þess sem Íslenska óperan verður með sýningu á búningum sínum. Arkitektarnir hjá hinni kunnu stofu Studio Granda eru sýningar- stjórar á sýningunni Hamskipti þar sem fjallað er um uppbyggingu í miðbæ Reykjavíkur. Líkani af götureitum í miðborg Reykjavík- ur, svæði innan Hringbrautar, í kvarðanum 1:200 verður komið fyrir í Tjarnarsalnum. Hægt verð- ur að ganga milli líkana af upp- byggingarreitum og fyrirhuguðum byggingum. Í Þjóðminjasafninu verður Sig- urður Oddsson grafískur hönnuð- ur. Í verkefninu er því velt upp í einskonar hliðstæðum veruleika hvernig þekktustu og fallegustu merki Íslandssögunnar myndu líta út, ef við hefðum aldrei tekið upp rómverska stafrófið sem við notum í dag, og notuðumst enn við rúna- letur eins og þekktist fyrir um árið 1000. Þannig lærum við að lesa og skrifa í rúnaletri út frá okkar ást- sælustu vörumerkjum, og heiðrum þennan menningararf sem hefur að mestu leyti dottið úr almennri þekkingu. Aldrei fleiri viðburðir á Um 400 íslenskir hönnuðir og arkitek- tar láta til sín taka á HönnunarMars sem verður haldinn í níunda sinn dagana 23.— 26. mars. Meira en 130 viðburðir verða á HönnunarMars í ár. Um 400 íslenskir hönnuðir og arkitektar láta til sín taka á HönnunarMars. HönnunarMars

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.