Fréttatíminn - 10.02.2017, Page 1

Fréttatíminn - 10.02.2017, Page 1
Snæfellsbær á ekki fyrir launum um næstu mánaðamót og þarf á fyrirgreiðslu að halda til þess að standa við skuldbindingar sínar sökum sjómannaverkfallsins. Búist er við 40% minni tekjum til bæjarins sökum verkfallsins. Bæj- arstjórinn segist ekki búast við því að bærinn hljóti fjárhagslegan skaða af til lengdar og segir stöðu Snæfellsbæjar ekkert einsdæmi. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Við erum að búa okkur undir að það verði 40% tekjutap, það þýðir þá að við eigum ekki fyrir launum,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, en bæjarfélagið, sem samanstendur meðal annars af Ólafsvík, Hellisandi og Rifi, treyst- ir að stórum hluta á sjávarútveginn þegar kemur að tekjum. Kristinn segist búast við 40% af- föllum varðandi tekjur vegna verk- fallsins. Þannig nefnir hann að í jan- úar í fyrra hafi verði landað 4200 tonnum af fiski. „Núna var landað 1400 tonnum,“ bætir hann við Kristinn, sem hefur verið bæj- arstjóri frá árinu 1998, segist ekki hafa séð það svona svart áður, í það minnsta síðan hann hóf störf sem bæjarstjóri. „Við höfum ekki staðið frammi fyrir svona vanda áður, allavega ekki síðan ég tók við árið 1998,“ seg- ir Kristinn sem er þó vongóður um að tekjurnar jafnist út þegar verk- fallinu lýkur. Hann býst því ekki við að málið muni draga dilk á eftir sér varðandi fjárhag sveitarfélagsins. Hann segir hinsvegar áhrifin víð- tækari, og jafnvel alvarlegri, bæði fyrir fjölskyldufólk sem verður af tekjum, og eins minni fyrirtæki sem treysta á sjávarútveginn. „Svo má ekki vanmeta andlega þáttinn og áhrifin á einstaklingana,“ segir Kristinn og segir verkfallið hafa slæm áhrif á fjárhag heimila. „Fólk er að koma út úr jólamánuðin- um, sem er sá dýrasti, og það get- ur verði þungt,“ segir Kristinn sem segist vita til þess að bankastofnan- ir séu hjálpfúsar og hafi komið til móts við fólk sem eigi í tímabundn- um vanda vegna verkfallsins. Kristinn segist ekki telja að verk- fallið muni hafa alvarleg áhrif á fjárhag bæjarins, enda tímabundið ástand. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 11. tölublað 8. árgangur Föstudagur 10.02.2017 Hörður Erlingsson segir verktakafyrirtækið Prima ehf. brjóta deiliskipulag með framkvæmdum við Laugaveg 4-6. M yn d | H ar i Sjómannaverkfall Snæfellsbær á ekki fyrir launum vegna verkfallsins 8 ÞJÓNUSTA Í ALMANNAÞÁGU KRINGLUNNI ISTORE.IS iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreingaraðili DJI á Íslandi Sérverslun með Apple vörur Phantom 4 Lækkað verð 149.990 kr. Phantom 4 Pro Frá 229.990 kr. Inspire 2 Frá 449.990 kr. Aftur hafa skapast deilur um framkvæmdir sem mennirn- ir á bakvið verktakafyrirtækið Prima ehf standa að í miðbæn- um, nú vegna Laugavegar 4-6. Þeir tengdust áður Brotafli ehf. hvers starfsemi var stöðvuð af yfirvöldum í fyrra. Reykjavíkurborg hefur nýlega hafnað tilboðum frá Prima ehf. í risaframkvæmd í Úlfarsárdal, þrátt fyrir að tilboðin hafi verið þau langlægstu í útboðunum. Boðin þóttu grunsamlega lág og fyrirtækið veitti, að mati borg- arstarfsmanna, ekki fullnægj- andi upplýsingar um stöðu sína. Samkeppnisaðilar saka menn- ina um óeðlileg undirboð. Prima ehf. er undir smásjá skattayfirvalda, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Menn því tengdir voru hneppt- ir í gæsluvarðhald í fyrra og sæta enn rannsókn Héraðssak- sóknara. VERKTAKAR LIFA ÍSLENSKA DRAUMINN Umdeildar framkvæmdir 10 „Við höfum ekki staðið frammi fyrir svona vanda áður, allavega ekki síðan ég tók við árið 1998.“ Fyrirgaf sjálfri sér Elma Karen gerir upp andleg veikindi og kynferðis ofbeldi í ljósmyndum Okkur vantar pólitíkusa með réttlætiskennd Ásthildur Lóa og Hafþór hafa barist í dómskerfinu árum saman22 1830 Engiferöl loksins komið í tísku 4 Vill opinbera afsökunarbeiðni Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar vill að miklu fleiri fái sanngirnisbætur 6 HIV breiðist út meðal fíkla Már Kristjánsson vill sérstaka deild fyrir sprautfíkla Foreldrar syngja bak- raddir og róta fyrir bjór Stelpnahljómsveitin RuGL slær í gegn 28

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.