Fréttatíminn - 10.02.2017, Page 6

Fréttatíminn - 10.02.2017, Page 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017 Heilbrigðismál Tíu sprautufíklar greindust með HIV í fyrra þar af nokkrir með alnæmi. Þetta er tölu- vert stökk uppávið og það mesta í sjö ár. Yfirlæknir á smitsjúkdóma- deild telur tímabært að skoða hvort koma þurfi upp lokaðri deild fyrir þennan hóp þar sem sérfræðingar í fíknlækningum og smitsjúkdómalækningum starfi hlið við hlið. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Eftir HIV faraldurinn meðal sprautufíkla sem var kringum 2010 róaðist ástandið, að hluta til vegna þess hversu vel gekk að meðhöndla þessa einstaklinga með HIV lyfjum sem minnkaði smithættu mikið,“ segir Bergþóra Karlsdóttir hjúkr- unarfræðingur á göngudeild smit- sjúkdóma á LSH. Í fyrra hafi ný- smit aftur tekið stökk en 10 nýsmit hafi greinst meðal sprautufíkla og þar af voru nokkrir komnir með alnæmi, eða lokastig sjúkdómsins. Sprautufíklar á Íslandi skipta hund- ruðum og margir búa við mjög bágar félagslegar aðstæður sem gæti hrað- að útbreiðslu sjúkdómsins. Í fréttum í síðustu viku var talað um að nýsmit væru mest meðal homma en reyndin er sú að þau voru þrjú. Sjö hommar fluttust hins- vegar til landsins en þeir höfðu ver- ið greindir annars staðar og sumir hverjir fyrir löngu. Bergþóra segir að þetta sé ekki mikið áhyggjuefni enda séu þetta menn sem sæki sér heilbrigðisþjónustu og taki lyfin sín. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdóma segir að smitsjúk- dómadeildina skorti úrræði til að meðhöndla fíknsjúkdóma í stærra samhengi. „Margir fíklar eiga hrikalega sögu að baki, sumir hafa alist upp við neyslu, orðið fyrir of- beldi í bernsku, verið misnotaðir kynferðislega, sætt vanrækslu og áfallastreituröskun er algengari en ekki. Ég veit að geðkerfið reynir að hjálpa þessu fólki en starfsfólk- ið þar hefur engin úrræði til að fást við líkamlega sjúkdóma. Að sama skapi getum við ekki tekist á við erf- iða geðsjúkdóma og ráðum ekki yfir neinum lokuðum deildum. Stund- um liggur þetta fólk inni á almenn- um deildum og er að stelast til að sprauta sig án þess að við getum brugðist við. Hann segir að skoða verði hvort hægt sé að koma upp lokaðri deild fyrir þennan hóp þar sem fíknlæknar og smitsjúkdóma- læknar vinni hlið við hlið en í dag séu ekki næg úrræði til að mæta vanda þessara einstaklinga. Bergþóra bendir á að félagsleg úr- ræði skorti, sérhæfða geðheilbrigðis- þjónustu og almenna árvekni í heil- brigðisþjonustu, til að mynda fleiri HIV-próf. Hvert smit kosti samfélag- ið milljónir á ári fyrir utan þær þján- ingar sem það getur leitt af sér. Það sé því síst ódýrara að láta undir höf- uð leggjast að gera eitthvað. „Fíkniefnaneytendur á götunni eru í mikilli hættu að smitast, enda ýta slíkar aðstæður undir óábyrga hegðun. Það er mest um vert að koma smituðum einstaklingum á lyf svo þeir hætti að smita. En hvar á húsnæðislaust fólk að geyma lyfin sín. Það skiptir líka öllu máli að kon- ur í harðri fíkniefnaneyslu séu ekki í vændi eða uppá einhverja karla komnar með þak yfir höfuðið, karla sem eru annað hvort að nota þær eða selja að þeim aðgang.“ Bergþóra segir að Rauði krossinn eigi hrós skilið fyrir, Frú Ragnheiði og nála- og sprautuþjónustu. Borgin standi sig líka best af öllum sveitar- félögum. Það þurfi hinsvegar að gera betur, ekki síst eftir að þrengd- ist jafn mikið um á húsnæðismark- aði og raun ber vitni. „Allir sem eiga lítið af peningum finna fyrir því en þessi hópur á minna en ekki neitt,“ segir Bergþóra. „Hann er settur fyrst út á götu. Við eigum eftir að sjá tölu- vert meira af nýsmitum í þessum hópi, því miður.“ Vill lokaða deild fyrir fíkniefnasjúklinga HIV veiran breiðist nú hratt út meðal sprautufíkla. 10 greindust í fyrra, þar af nokkrir með alnæmi á lokastigi. „Hvar á húsnæð- islausa fólkið að geyma lyfin sín?“ spyr Bergþóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild. Már Kristjánsson yfir- læknir segir smitsjúk- dómadeildina skorta úrræði til að fást við fíkla. Margir þeirra stelist til að sprauta sig meðan þeir liggi á opnum sjúkrastofum á LSH. Sakamál Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Sigríður Á. Andersen, dómsmála- ráðherra, deila hart um greiningu á lífsýnum. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is Fyrirsögn pistils Kára var „Ráð- herrabull“ og gagnrýndi hann bæði orð Sigríðar um að fjarlægð skapaði öryggi þegar kæmi að rannsókn lífsýna, sem nú fer fram í Svíþjóð, sem og að kostnaðar- greining hafi leitt í ljós að það væri hagkvæmara að mati lögreglu og ráðuneytis að halda áfram viðskiptum við sænska fyrirtæk- ið. Umræðan fór af stað í kring- um morðrannsóknina á Birnu Brjánsdóttur en þá vöknuðu upp spurningar um það hversvegna lífsýni væru ekki greind hér á landi. Ráðherrann svaraði fullum hálsi á fimmtudaginn og sagði að Kári hefði ýjað að því í grein sinni að fyrirtækið færi út fyrir sam- þykkt Persónuverndar um umsjón lífsýna sem fyrirtækið býr yfir. Þannig skrifaði hún: „Svo virðist sem hann hugsi sér að nota í þessa vinnslu þau gögn sem honum hafa verið lögð til af og um þátt- takendur í vísindarannsóknum sem stundaðar eru af fyrirtæki hans.“ Hún bætti svo við: „Þeirra upplýsinga á að hafa verið aflað í samræmi við skilyrði í leyfum frá Persónuvernd, áður tölvunefnd og á grundvelli upplýsts samþykkis þátttakenda sem hafa tekið þátt í rannsóknum hans í góðri trú um að sú þátttaka myndi ekki hafa neikvæð áhrif á réttindi þeirra eða ættmenna þeirra í framtíð- inni.“ Deila hart um greiningu á lífsýnum Kári Stefánsson gagnrýndi dómsmála- ráðherra í vikunni. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Norski hönnuðurinn og innan húss - arkitekt inn Jahn Aamodt er maðurinn á bak við Timeout hæg inda stól inn. Hann hefur unn ið til fjölda verð launa fyrir hönn un sína en við stönd um fast á því að Timeout hæginda stóllinn sé hans 9. sinfónía. Stóllinn er nútíma - legur en um leið alveg tímalaus. T I M E O U T HÆ G I N D A S T Ó L L I N N TIMEOUT stóll, verð: 299.990 kr. TIMEOUT skemill, verð: 79.990 kr. J a h n A a m o d t TIMEOUT ER FÁANLEGUR Í MÖRGUM LITUM Í LEÐRI OG ÁKL ÆÐI. T I M E O U T H Æ G I N D A S T Ó L L I N N t r a u s t u r h e i m i l i s v i n u r Nýsköpun Fyrstu skóflustugurnar voru teknar að nýju húsnæði sem á að hýsa nýsköpun. Skóflustunga var tekin að nýju hug- myndahúsi í Vatnsmýri á fimmtu- dag, en húsið hefur verið nefnt Gróska. Meðal fyrirtækja sem flytja í húsið er tölvuleikjafyrirtækið CCP sem leggur undir sig heila hæð í húsinu. Húsið verður alls 17.500 fermetr- ar og verður við hlið Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Húsið verður á fjórum hæðum auk bílakjallara. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri, Jón Atli Benediktsson, rekt- or Háskóla Íslands og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP tóku fyrstu skóflustungurnar. Framkvæmdir við nýbygginguna hefjast á næstu dögum og sam- kvæmt verkáætlun er gert ráð fyr- ir að húsið verði fullbúið í lok árs 2018. „Það er bæði fagnaðarefni að jafnöflugt fyrirtæki og CCP flytjist í Vatnsmýrina en ekki síður að til við- bótar eigi að reisa stærsta nýsköp- unarsetur landsins, með rými fyrir fjölda smárra og stórra sprotafyrir- tækja. Það er sérstakt fagnaðarefni fyrir borgina að efla þekkingarstarf- semi og það mun Gróska sannarlega gera,“ sagði Dagur meðal annars í tilefni þess að framkvæmdir fara að hefjast. | vg Teikningar af húsinu eins og stefnt er að því að það líti út fullklárað. CCP flytur í hugmyndahús í Vatnsmýri

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.