Fréttatíminn - 10.02.2017, Page 18

Fréttatíminn - 10.02.2017, Page 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017 Lýsa eftir pólitíkusum með réttlætiskennd Hjónin Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Hafþór Ólafsson, eða Ásta og Haffi eins og þau eru kölluð, hafa staðið í miklu stappi í kerfinu undanfarin níu ár vegna geng- istryggðs láns sem þau tóku á sínum tíma. Húsið þeirra hefur þrisvar sinnum verið sett í upp- boðsferli og krafa bankans vaxið og vaxið. Þau telja aðgerðir stjórn- valda, dóms- og fjármálakerfis er varðar gengistryggð lán í engu hafa snúist um hag neytenda. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is „Eftir allt þetta stapp verður að segjast að við höfum misst alla trú á því að Ísland sé réttarríki,“ segir Ásta. „Það er alveg sama hvar mað- ur reynir að benda á óréttinn sem við teljum okkur hafa verið beitt, alls staðar rekst maður á sama við- mótið og sér brátt það mynstur að stjórnkerfið, löggjafinn og réttar- kerfið verja bara hagsmuni fjár- málakerfisins.“ Vandræði þeirra hjóna eru til komin vegna hrunsins og geng- istryggðs láns sem þau tóku árið 2007 fyrir 55 prósentum af kaup- verði heimilis síns. Lánið var tekið hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum en er nú í kröfusafni Arionbanka. Umdeild lög Segja má að fá lög sem sett hafi ver- ið á Íslandi á undanförnum árum hafi verið eins umdeild og svokölluð „Árna Páls lög“ frá árinu 2010 sem snéru að breytingum á lögum um vexti og verðtryggingu eða það sem kallað var í titli laganna: „aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyr- irtækja vegna banka- og gjaldeyris- hrunsins.“ Ásta og Hafþór telja laga- heitið hin mestu öfugmæli og álíta, eins og fleiri, að lögin hafi algjör- lega verið sett fram eftir forskrift fjármálakerfisins og til að vernda hagsmuni bankanna. „Framsetning frumvarpsins fyr- ir þinginu var blekkjandi og engan veginn í takt við þann veruleika sem blasti við þeim sem sátu þá fastir með þessi lán. Dæmi í greinar- gerð frumvarpsins litu til dæm- is mjög sakleysislega út. Tekið var dæmi af milljón króna láni sem átti að hafa verið tekið fyrir þremur mánuðum og niðurstaðan var ekki svo slæm. Hins vegar velti enginn fyrir sér hvaða áhrif lögin höfðu í raun og veru á eldri lán og stærri, sem langflest lánin voru vitanlega,“ segir Hafþór. Þau hjónin eru á því að með lög- unum hafi „mulningsvélar bank- anna“ verið ræstar gegn þeim sem sátu uppi með gengistryggð lán. Fjöldinn allur af neikvæð- um athugasemdum kom fram við vinnslu frumvarpsins þar sem bent var á að þau stæðust ekki skoðun, meðal annars ítarlegt álit frá um- boðsmanni skuldara. „Lögin segja í grunninn að frá stofndegi þessara samninga eigi að breyta vöxtunum á þeim yfir í seðla- bankavexti. Þannig ákveður ríkið, þvert á eignaréttarákvæði stjórn- arskrárinnar og neytendarétt, að grípa inn í samninga, bakreikna vexti og breyta í rauninni hlutn- um sem við eigum í húsinu okkar og hirða þannig af okkur peninga. Þýðir þetta þá að hægt sé að breyta hvaða ákvæðum sem er í hvaða lánasamningi sem er? Er þetta for- dæmi ef hér dynur yfir annað hrun í framtíðinni? Eru lánasamningar pappírsins virði?“ spyr Hafþór. „Ríkið gefur þarna út veiðileyfi á ákveðinn hóp skuldara. Í kjölfarið hafa margir misst eignir sínar en við berjumst enn.“ Ákvæðum breytt einhliða Eftir hrun var lán þeirra hjóna upp- reiknað af bankanum. Greiðslurnar hækkuðu upp úr öllu valdi og árið 2009 var svo komið að þau sáu ekki fram á ráða við greiðslubyrðina. Allt stefndi í gjaldþrot en þá voru jafn- framt komnar fram í samfélaginu efasemdir um að gengistyggðu lán- in stæðust lög sem síðan reyndist rétt vera, lánin voru dæmd ólögleg um mitt ár 2010. Í kjölfarið, þá um haustið, fylgdi síðan annar dómur Hæstaréttar sem hlotið hefur mikla gagnrýni en hann snérist um gengistryggð bílalán og þar voru samningvext- ir sagðir ógildir og mun óhag- stæðari vaxtakjör látin koma í stað- inn í skjóli vaxtalaga. Þannig var varnarsigri þeirra sem höfðu tekið gengislán snúið upp í martröð en dómurinn var grundvöllur laga- setningarinnar sem á eftir fylgdi fyrir jólin 2010, „Árna Páls lögun- um“ áðurnefndu þar sem stjórn- völd gerðu bönkunum kleift að nota seðlabankavexti á lánunum. „Þetta teljum við vera ólöglegan gjörning því að neytendaréttur gerir ráð fyrir að ekki megi breyta neinu í samningi við neytanda, eft- ir að búið er að skrifa undir, hon- um í óhag,“ segir Hafþór og bendir á að neytendaréttur hafi í öllu ver- ið hundsaður við meðferð þessara mála í dómskerfinu. „Þú átt aldrei séns. Réttur þinn er enginn og neytendalögin aftengd fyrir dómi. Hæstiréttur lét þarna eins og hann væri ekki læs.“ Ásta og Hafþór eru á því að dómskerfið hafi algjörlega stjórnast af hagsmunum fjármagnseigenda og kröfuhafa á síðustu árum. Þar líta þau til dæmis til eignarrétt- arákvæðis stjórnarskrárinnar og laga um samningsgerð, umboð og ólögmæta löggerninga. Þar segir til dæmis að ef komi upp vafi um merkingu samnings skuli túlka samninginn neytanda í hag og jafn- framt að ef ákvæði samnings séu felld út megi ekkert annað koma Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Hafþór Ólafsson gera kröfu um réttlæti til handa þeim sem voru með gengistryggð lán sem tek- in voru fram að hruni 2008. Þau telja stjórnmálalífið, stjórnkerfið og dómskerfið fyrst og fremst þjóna fjármagnseigendum á meðan lántakar sem brotið er á megi sín lítils. Myndir | Hari „Þegar maður ber upp umkvörtunarefni sín við lögfróða einstaklinga og embættismenn er okkur oft sagt að það sé ekkert hægt að gera í þessu því það brjóti gegn jafnræðis- reglunni. Jafnræðið sem okkur er þá sagt standa til boða er að fara í mál gegn bankanum og það sjá nú allir jöfnuðinn í því.“ FORDRYKKUR – Glas af Codorníu Cava Surf‘n turf – 4 bitar Avókadó, humar tempura, nauta-carpaccio, teriyaki, spicy mayo, chili crumble Nigiri – 3 bitar Laxa nigiri – Jalapeno mayo, wakame Túnfisk nigiri – Jalapeno mayo, kimchee Gullsporða nigiri Nautalund Lauksulta, sellerýrótarmayo, kardimommugljái EFTIRRÉTTIR Súkkulaði fudge með blönduðum ávöxtum, karamellusósu og mjólkursorbet Eftirréttur ársins 2016 Kirsuberja og súkkulaði mús með súkkulaði og hnetubotni, súkkulaði makkarónu, súkkulaði og hindberja ís, kirsu- berja sykurpúðum og ferskum hindberjum FORDRYKKUR OG 5 RÉTTIR FYRIR ÁSTINA Sushi Social Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík Sími 568 6600 • sushisocial.is VALENTÍNUSAR DAGURINN Aðeins framreitt fyrir allt borðið. 6.900 kr.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.