Fréttatíminn - 10.02.2017, Page 32
Gott að hjálpa öðrum
Farðu inn á
heimasíðu Rauða
krossins, raudikross-
inn.is, og skráðu
þig sem sjálfboða-
liða. Auktu þannig
þekkingu þína og víkkaðu sjóndeildar-
hringinn með því að hjálpa öðrum.
Gott að lesa bók
Slepptu því að kveikja
á sjónvarpinu í kvöld
og hafðu snjallsíma og
spjaldtölvur utan seilingar.
Komdu þér svo vel fyrir
uppi í sófa með góða bók,
hlýtt teppi og kannski eitt-
hvað til að narta í. Sýndu jafnvel fyrir-
hyggjusemi og komdu við á bókasafninu.
Gott að borða
Bjóddu fjölskyldu eða
vinum upp á matarmikla
og bragðsterka súpu. Ef
þú átt stóran pott þá er
lítið mál að elda súpu fyrir
fjölda manns. Hráefnið
þarf alls ekki að vera dýrt
eða eldamennskan flókin. Tómatsúpa
með góðu brauði klikkar aldrei.
GOTT
Á
FÖSTUDEGI
Með eða á móti…
Sölu áfengis í búðum
Díana Sjöfn
Jóhannsdóttir
„Að mínu mati er fáránlegt
að þetta sé hita- og forgangs-
mál hjá ríkisstjórninni miðað við
hversu margt situr á hakanum í
öðrum mikilvægari málum. Það að
Íslendingum sé svo umhugað um
aukinn aðgang að áfengi sýnir að
við erum alkóhólista-þjóð sem þarf
að læra að hugsa um stærra sam-
hengi hlutanna. Það að áfengi sé
einungis fáanlegt á vissum tímum
og vissum stöðum er ekki vandamál
í okkar samfélagi.“
Hanna María
Alfreðsdóttir
„Ég er á móti áfengi í verslun-
um, finnst að í nútímasam-
félagi þar sem hraðinn er mikill
eigi frekar að auka forvarnir gegn
áfengi en aðgengi að því.“
Grétar Áss Sigursson
„Ég er almennt hlynntur því
og sáttur með þá umgjörð sem
hefur verið sett utan um þetta, lok-
að rými til hliðar og aukið framlag
til forvarnarstarfsemi. Ég væri hins-
vegar til í að heyra meira um sektir
fyrir að selja einstaklingum undir
lögaldri.“
Náttúrulegt
Þörunga magnesíum
ENGIN
MAGAÓNOT
Mikil virkni
Bragðlaust duft í kalt vatn
5 mán. skammtur
Nýjar
umbúðir
sömu gæði