Fréttatíminn - 10.02.2017, Side 39

Fréttatíminn - 10.02.2017, Side 39
7 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2017 NETVERSLANIR Fólk geti notað tímann í annað en að fara í búðina Matvörurnar beint heim að dyrum Unnið í samstarfi við Boxið Boxið býður upp á heimsendingu á matvöru á höfuðborgarsvæðinu á vefsíðunni boxid.is. Hægt er að kaupa alla almenna matvöru; kjöt, fisk, mjólkurvör- ur, þurrvöru, grænmeti, ávexti og hreinlætisvörur. „Vörunum er ekið upp að dyrum og þú velur hvenær þær koma. Við erum með tveggja klukkutíma afhendingarglugga og ef þú pantar klukkan 10 geta vörurnar verið að koma milli 12 og 2. Þegar við leggjum af stað sendum við sms með áætluðum komutíma og það fylgir linkur sms-inu sem vísar inn á rauntíma- kort,“ segir Sigurður Pálmi Sigur- björnsson, annar eigandi Boxins en félagi hans er Haukur Hrafn Þorsteinsson. Heimsendingin er gjaldfrí ef verslað er fyrir meira en 10.000 en að sögn Sigurðar eru flestir að kaupa inn fyrir vikuna svo upphæðin fer vanalega upp fyrir það mark og heimsendingin því vanalega frí. 158 sinnum í búðina á ári Mest er það fjölskyldufólk sem nýtir sér þjónustuna. „Fólk er að eyða ótrúlega miklum tíma úti í búð. Tölur frá Meniga í fyrra sýndu að meðalneytandi er að fara um 158 sinnum í búðina á ári. Ef meðalbúðarferð með akstri fram og til bara er klukkutími er fólk að eyða sex og hálfum sólar- hring á ári í búð. Fólk kann mjög vel að meta að spara þennan tíma og margir fagna því að losna við að fara með þreytt börn í búðina,“ segir Sigurður og segir þjón- ustuna miða að því að fólk geti notað tímann í eitthvað annað en að fara í búðina. Þegar búið er að velja þær vörur sem fólk vill fá heimsendar verður til síða sem heitir „mínar vörur“, þar safnast saman allar þær vörur sem viðkomandi hef- ur pantað sem auðveldar næstu pantanir til muna. Alltaf ferskar vörur Vöruúrvalið í Boxinu eykst dag frá degi, í þessari viku hafa bæst við um 50 vörunúmer og síðan vefverslunin opnaði í október hefur úrvalið þrefaldast. „Við leggjum áherslu á að vera með ferska vöru, við fáum til dæmis ávexti og grænmeti til okkar einu sinni á dag til þess að tryggja að slíkt sé alltaf eins ferskt og hægt er og við látum aldrei neina vöru með dagsetningu frá okkur nema það sé meira en tveir dagar eftir af notkun, yfirleitt meira,“ segir Sigurður. „Við tökum líka glaðir á móti ábendingum og gerum það sem við getum til þess að aðlaga okkur að viðskiptavinum okkar. Við höfum notað tímann frá því við fórum af stað til þess að reka okkur á enda hefur enginn gert þetta áður, opnað verslun með mat sem er eingöngu vefverslun.“ Versla í vinnunni Nú þegar eru fastakúnnarn- ir orðnir fjölmargir og á hverjum degi bætir í. „Flestir vilja fara bara beint heim eftir vinnu, klára bara að versla í vinnunni og fá borgað fyrir það í leiðinni,“ segir Sigurður og hlær. „Fólk er að nýta hádeg- ismatinn eða þrjúkaffið til þess að ljúka þessu af til þess að sleppa við að þurfa að fara með þreytt og svöng börn í búð.“ Fyrsta afhendingarhólfið er á milli 10 og 12 og síðasta milli 20 og 22 á kvöldin. Einnig er opið um helgar og segir Sigurður sunnu- daga vanalega vera afar stóra enda vilji fólk gjarnan vera búið að versla fyrir vikuna. Ýmsar nýjungar eru í pípunum hjá Boxinu, til að mynda er verið að þróa uppskriftavef þannig að fólk nálgast uppskriftir og hráefni í máltíðir annað hvort hluta vik- unnar eða alla dagana. Með þessu heyrir höfuðverkurinn yfir því hvað á að vera í matinn sögunni til! Sigurður og Vilhjálmur fyrir framan bílana sem einfalda lífið fyrir fjölda viðskipta- vina á höfuðborgarsvæðinu. Mynd | Hari Sænskar netverslanir fyrir íslenska netverja Á nýrri vefsíðu á vegum sænska sendiráðsins má tengjast tugum sænskra verslana sem selja fjölbreyttar vörur á góðu verði. Unnið í samstarfi við sænska sendiráðið. Allir Íslendingar þekkja sænsk vörumerki eins og H&M, IKEA og Polarn & Pyret. Þetta eru þó ekki einu sænsku verslanirnar sem selja vandaðar og fallegar vörur úr fyrsta flokks hráefnum, eins og Íslendingar í Svíþjóð hafa kynnst. Sænska sendiráðið á Íslandi hefur opnað vefgátt sem gerir íslenskum kaupendum auðveldara að kaupa vörur gegnum sænskar netversl- anir. Vefgáttin www.saenskarnet- verslanir.is er fyrst og fremst þjónusta fyrir Íslendinga sem vilja versla við sænskar netverslan- ir en einnig er hún mikilvæg fyrir verslanir og hönnuði í Svíþjóð sem vilja koma vörum sínum og úrvali á framfæri við Íslendinga. Vefur- inn er í boði sænska sendiráðsins á Íslandi og er frí þjónusta fyrir kaupendur og seljendur. Liselotte Widing er sérfræðingur sem starfar í sendiráðinu og hún hafði frumkvæðið að þessu verkefni. „Íslendingar eru afskaplega óhræddir að gera innkaup gegnum netið, en því miður er ekki óal- gengt að erfiðlega gangi að panta til Íslands. Þar sem okkar markmið í sendiráðinu er meðal annars að kynna sænskar vörur og sænska framleiðslu fannst okkur kjörið að benda sænskum fyrirtækjum á ís- lenska markaðinn og gera íslensk- um neytendum það kleift að kaupa sænskar vörur gegnum netið,“ segir Liselotte um tilurð vefsins og bætir við: „Á vefgáttinni getur þú tengst tugum sænskra verslana sem selja heimsfræga hönnun, föt fyrir börn og fullorðna, snyrtivörur, hestavörur á góðu verði, skartgripi og margt, margt annað.“ Meðal verslana má nefna skemmtilegu sokkabúðina Happy Socks, en einnig sígild fyrirtæki eins og Klässbols linneväveri sem býr yfir langri hefð í að vefa lín- vörur í hæsta gæðaflokki, meðal annars til sendiráða Svíþjóðar víðs vegar um heiminn og fyrir hina glæsilegu Nóbelsverðlaunahátíð, og Skultuna, eitt elsta fyrirtæki í heimi sem hefur hannað og fram- leitt vörur úr látúni í hæsta gæða- flokki í 400 ár en verksmiðja fyrir- tækisins í Skultuna er meðal mest sóttu ferðamannastaða Svíþjóðar. Á saenskarnetverslanir.is er einnig að finna tískuhönnuði eins og Ann Louise Landelius og Gudrun Sjög- ren og fyrirtæki sem bjóða upp á þekkt alþjóðleg vörumerki eins og Armani, Givenchy, Hugo Boss og Missoni. Flestar selja vörur sínar án virðisaukaskatts til Íslands. Athugið þó að sum fyrirtæki birta ekki verð án virðisaukaskatts fyrr en í greiðsluferlinu. Önnur fyrir- tæki veita Íslendingum þess í stað 20% afslátt. Víst er að margir Íslendingar munu taka þessari vefgátt opnum örmum og eyða drjúgum stundum í að vafra um á saenskarnetversl- anir.is. Liselotte bendir á að ekki skemmir fyrir að verðlagið í Sví- þjóð er það lægsta í Skandinavíu! Liselotte Widing er sérfræðingur hjá sænska sendiráðinu og hefur veg og vanda af vefgáttinni. Myndir | Hari Nokkur dæmi um vandaðar og fallegar vörur sem fást á saenskarnetverslanir.is Dalahesturinn og sænska landsliðið eru stolt frænda okkar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.