Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Arðgreiðslur einkarekna lækningafyrirtækisins Stoðkerfa ehf. í Orku-húsinu á Suðurlands-braut nema samtals
327 milljónum króna á árunum
2008 til 2015. Fyrirtækið er í eigu
tuttugu lækna, aðallega bæklunar-
lækna, og sérhæfir sig í bæklunar-
skurðaðgerðum sem ekki krefjast
innlagnar á legudeild yfir nótt eða
lengri tíma. Arðgreiðsla til hvers
læknis - allir eiga 5 prósent í fyr-
Klíníkurmálið snýst um það grundvallaratriði
hvort einkafyrirtæki eigi að reka sjúkrahús
á Íslandi og hvort einkaaðilar eigi að geta
hagnast á slíkri sjúkrahúsþjónustu sem
fjármögnuð er með skattfé. Óttarr Proppé
hefur ekki enn gert upp hug sinn um hvort
hann heimili opnun fyrsta einkarekna
sjúkrahússins. Forstjóri Sjúkratrygginga
Íslands gefur hins vegar sterklega í skyn að
Óttarr hafi í hyggju að samþykkja beiðnina.
irtækinu - yfir umrætt tímabil er
því rúmlega sextán milljónir króna
eða um tvær milljónir á ári. Á sama
tímabili hefur hagnaður Stoðkerfa
ehf. numið 348 milljónum. Stór
hluti hagnaðarins er því tekinn út
sem arður. Þjónusta Stoðkerfa ehf.
er því arðsöm og skilar hagnaði og
dálitlum arði til hvers hluthafa ár
eftir ár.
Arðgreiðslur af ríkisfjármagnaðri
þjónustu
Þjónusta Stoðkerfa ehf. er að
stærstu leyti kostuð af samning-
um sem læknar stofunnar eru með
við Sjúkratryggingar Íslands og þar
með íslenska ríkið. Þess konar að-
gerðir sem Stoðkerfi ehf. gera voru
áður gerðar á Landspítalanum og
tekur fyrirtækið, sem er stærsta
einkarekna bæklunarskurðað-
gerðafyrirtæki landsins, því við
fólki sem ellegar hefði á sínum
tíma þurft að leita til Landspítal-
ans. Fyrirtækið hefur verið starf-
andi í 20 ár og gerir um 4500
aðgerðir á ári, mest krossbanda-
aðgerðir og handa- og fótaaðgerðir
ýmis konar.
Engar reglur gilda um það á Ís-
landi hversu mikinn arð einkarek-
in heilbrigðisfyrirtæki, sem fjár-
mögnuð eru með skattfé, mega
greiða út sem arð og sýnir rekstr-
arsaga Stoðkerfa ehf. að rekstur
slíkra fyrirtækja getur verið góð-
ur og arðbær. Arðgreiðslur út úr
einkareknum heilsugæslustöðv-
um á höfuðborgarsvæðinu eru
hins vegar bannaðar samkvæmt
ákvörðun sem Kristján Þór Júlíus-
son heilbrigðisráðherra tók á síð-
asta kjörtímabili.
Í Svíþjóð hefur síðastliðin ár
farið fram mikil umræða um það
hvort setja eigi reglur á arðgreiðsl-
ur út úr einkareknum heilbrigðis-
fyrirtækjum og skólum sem fjár-
magnaðir eru með skattfél. Engin
niðurstaða er komin um það og
er alls ekki víst að slíkt þak verði
sett á þessa starfsemi. Sambæri-
leg umræða hefur ekki farið fram
á Íslandi nema um einkareknu
heilsugæslustöðvarnar.
Ólíkt starfsemi Klíníkurinnar
Fyrirtækið Stoðkerfi ehf. gerir
ekki þess konar bæklunarskurð-
aðgerðir sem einkafyrirtækið
Klíníkin vill nú fá samninga við
Sjúkratryggingar Íslands, og þar
með ríkið, til að gera. Þar er meðal
annars um að ræða aðgerðir eins
og mjaðmaskiptaaðgerðir sem
krefjast innlagnar á legudeild og
þar með veitingu sjúkrahússþjón-
ustu sem fyrirtæki eins og Stoð-
kerfi ehf. veita ekki. Því má segja
að um eðlisólíka starfsemi sé að
ræða þar sem þjónusta Stoðkerfa
er ekki sjúkrahússþjónusta.
Óttarr Proppé heilbrigðisráð-
herra þarf að taka ákvörðun
um hvort hann telji að Sjúkra-
tryggingar Íslands eigi að gera
samning við Klíníkina um að rík-
ið greiði fyrir aðgerðir á sjúkra-
tryggðum einstaklingum hjá
Klíníkinni. Óttarr liggur enn undir
feldi og ræður ráðum sínum í mál-
inu. Birgir Jakobsson landlæknir
segir aðspurður að embætti hans
vinni að því að taka saman upp-
lýsingar um hver biðtíminn er nú
eftir einstaka aðgerðum í heil-
brigðiskerfinu og hver árangur af
biðlistaátakinu í heilbrigðiskerf-
inu er. Ráðist var í slíkt átak til að
reyna að stytta biðtíma eftir að-
gerðum en forsvarsmenn Klíník-
urinnar hafa meðal annars sagt að
með opnun legudeildar muni bið-
tími eftir bæklunarskurðaðgerð-
um sem krefjast innlagnar minnka.
Birgir segir að þar til niðurstaða úr
þeirri skoðun liggi fyrir, og þar til
hann hefur rætt málið við ráðherra
heilbrigðismála, vilji hann ekki tjá
sig um Klíníkurmálið.
Hagnaður og arðgreiðslur
Stoðkerfa ehf. frá 2008 til 2015
Hagnaður Arður
2015 46 60
2014 46 40
2013 42 40
2012 40 43
2011 32 43
2010 54 35
2009 46 42
2008 42 24
Samtals 348 327
*Hluthafar fyrirtækisins eru 20 talsins,
aðallega bæklunarlæknar
Engar reglur gilda um það
á Íslandi hversu mikinn
arð einkarekin heilbrigð-
isfyrirtæki, sem fjármögn-
uð eru með skattfé, mega
greiða út sem arð og sýnir
rekstrarsaga Stoðkerfa
ehf. að rekstur slíkra fyr-
irtækja getur verið góður
og arðbær.
327 milljóna arður frá
2008 út úr einkareknu
bæklunarlæknafyrirtæki
Forstjóri Sjúkra-
trygginga Íslands,
Steingrímur Ari Ara-
son, gefur sterklega
í skyn að hann telji
að Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra
samþykki að stofn-
unin geri samning
við Sjúkratryggingar
Íslands um opnun
þess sem Klíníkin,
Landspítalinn og
Embætti Landlæknis
telja fyrsta einka-
rekna sjúkrahúsið á
Íslandi.