Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017
my style
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
Netverslun á tiskuhus.is
My Style - Tískuhús
Stærðir 38-52
Flott föt, fyrir flottar konur
kr. 4.990
kr 7.990
Það er mikill metnaður í liðinu og þær eru byrjaðar að æfa klappstýrupíramýda.
Mynd | Hari
Ósk Tryggvadóttir safnaði saman stelpum
í íslenskt klappstýrulið sem hefur fengið
nafnið Valkyrjur. Þær hafa verið í stífum
æfingum síðustu vikur en fyrsta sýningin er
á laugardag.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Á Íslandi hefur verið starf-rækt amerískt fótboltalið um nokkurt skeið, sem kallast Einherjar. Og þar sem ekkert almennilegt
fótboltalið getur verið án klapp-
stýra, þá tók Ósk Tryggvadóttir sig
til í byrjun árs og stofnaði klapp-
stýruliðið Valkyrjur. Fyrsta giggið er
á laugardaginn og spenningurinn er
orðinn mikill.
Nokkrir strákar úr vinahóp Óskar
eru í Einherjum og hún stakk einu
sinni upp á því við þá að hún myndi
hóa saman í klappstýrulið eins og í
Ameríku. Það varð hins vegar ekk-
ert úr því fyrr en hún fór að hitta
strák úr liðinu sem hvatti hana til að
hrinda hugmyndinni í framkvæmd.
„Ég lét vaða í byrjun janúar og
byrjaði að safna saman stelpum.
Það gekk miklu betur en ég bjóst
við. Við ákváðum að nefna okkur
Valkyrjur og erum búnar að æfa
saman dans frá því í byrjun febrúar
til að sýna í hálfleik 11. mars á leik
Einherja og þýska liðsins Starnberg
Argonauts,“ segir Ósk sem er stolt af
væntanlegri sýningu, enda hafa æf-
ingar gengið framar vonum. „Þetta
eru allt fyrrverandi dansarar eða
fimleikaskvísur svo við höfum allar
góðan bakgrunn. Ég var til dæmis í
fimleikum í átta ár.“
Stelpurnar í Valkyrjum eru á aldr-
inum 18 til 20 ára og æfa saman þrjá
til fjóra daga í viku, stundum tvisvar
á dag, svo þetta er nokkuð mikil
vinna, en algjörlega þess virði, að
sögn Óskar.
Ráðgert er að þær dansi við fjögur
lög meðan á leikhléi stendur. Ósk
samdi einn dansinn sjálf, en hinir
dansarnir fæddust í samvinnu.
Og auðvitað verða þær í viðeig-
andi klappstýrubúningum, sem
eru að detta í hús. „Við fengum sér-
hannaða búninga frá Henson, en
fyrirmyndin er búningar hjá NFL
klappstýrunum. Pils sem sveiflast
og síðerma magabolir. Við erum
með númerin hjá strákunum aftan á
bolunum. Svo bjuggum við sjálfar til
pompoms sem kom mjög vel út.“
Aðspurð hvort stelpurnar séu að
slá sér upp með strákunum í liðinu,
eins og við þekkjum úr bandarísk-
um bíómyndum, segir Ósk það ekki
enn farið að gerast. En hver veit
hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það
gæti vel gerst,“ segir hún sposk,
enda góð stemning í hópnum og
vinskapur á milli klappstýra og liðs-
manna.
En það er ekki auðvelt að vera
klappstýra og stelpurnar leggja hart
að sér. „Þetta er rosa erfitt en góð
hreyfing. Á laugardaginn var feng-
um við fimleikadansþjálfara til að
fínpússa dansinn hjá okkur og það
var alveg fjögurra tíma danskeyrsla.
Við vorum allar dauðar eftir það, en
stelpurnar eru mjög metnaðarfullar
og ég er ótrúlega ánægð með þær.“
Á sýningunni á laugardag munu
Valkyrjur sýna allskonar listir, en
hinn klassíski klappstýrupíramýdi
þar sem þær fara upp á axlirnar
hver á annarri, bíður betri tíma.
„Við erum byrjaðar að æfa hann,
en erum ekki komnar alveg nógu
langt. Okkur gengur samt mjög vel
með það.“
Ósk segir áhugann á klappstýru-
liðinu vera töluverðan og liðið verð-
ur með prufur fyrir nýja meðlimi
eftir leikinn á laugardaginn.
„Við fengum sér-
hannaða búninga frá
Henson, en fyrirmyndin
er búningar hjá NFL
klappstýrunum.“
Frítt er inn á allar sýningarnar og
eru þær með enskum texta fyrir þá
sem eru ekki nægilega sleipir í Norð-
urlandatungumálunum. Dagskrána
má finna á vefsíðu Norræna hússins
og þar er líka hægt að bóka miða.
Hér eru fimm forvitnilegar myndir
sem sýndar eru á hátíðinni.
Underdog
„Við hugsum
um Noreg sem
þroskahamlaða
frænda okkar
sem vann lottó-
ið.“ Segir hin
sænska Dino í
kvikmyndinni
Underdog. Kvik-
myndin fjallar um sænska innflytj-
endur í Noregi en eftir efnahag-
skreppuna í Svíþjóð á 10. áratug
síðustu aldar, hafa ótal Svíar farið
yfir landamærin til Noregs og
unnið þar við ýmis þjónustustörf
og þrif.
The Perfect Selfie
Þekkjum við raunverulega fólk-
ið hinumegin við skjáinn? Hin
fullkomna sjálfa er góð
sunnudagsmynd enda er
hún sýnd kl. 5 á sunnu-
daginn. Kvikmyndin sem
er finnsk er nútímaleg
uppvaxtarsaga finnsku
instagram stjörnunnar
Olivia Oras. Áhorfandi
fylgist með
lífi Oli-
viu í eitt ár og sýnir
augnablikin sem hún
deilir ekki með aðdá-
endum sínum á ver-
aldarvefnum. Góð
ádeila á öld ljósvaka.
The Human Scale
Hér er um að ræða
heimildarmynd eftir
leikstjórann Andr-
eas Møl Dalsgaard.
Kvikmyndin er
ádeila á líf manns-
ins í borgarsam-
félaginu. Danski
arkitektinn Jan
Gehl hefur nefni-
lega rannsakað líf
mannsins
í borgum
í 40 ár og
skjalfest
hvernig nú-
tíma borgin
hindrar mannleg samskipti.
Raunveruleikinn ber á dyr.
Pétur og úlfurinn
Hér er þessi sígilda saga
sögð í teiknimynd eftir leik-
stjórann Suzie Templeton.
Ljúfir tónar sem allir
þekkja fá áhorfandann til
þess að lifa sig enn frekar
inn í teiknimyndina.
Myndin er sýnd kl. 2 á
sunnudaginn og því er til-
valið að mæta með yngri
kynslóðina. Hinsvegar er
7 ára aldurstakmark þar
sem úlfurinn getur verið
örlítið ógnandi.
Dugma: The Button
Hér er um að ræða
norska heimildarmynd sem frum-
sýnd var á síðasta ári. Kvikmyndin
er nokkuð umdeild en margverð-
launuð en hún byggir á viðtölum
við ólíkan hóp einstaklinga sem
eiga það sameiginlegt að vinna
fyrir Al Qaeda í Sýrlandi. | bsp
Frítt í bíó
Norræn kvikmynda
hátíð stendur í
Norræna húsinu til
15. mars og því tilvalið
að skella sér á eina
kvikmynd um helgina.
The Human Scale.
Underdog.
Pétur og úlfurinn.
Þvottadagar
Tekur 7 kg af þvotti.
1200 sn. Öll hugsanleg
þvottakerfi. Íslensk
notendahandbók.
Verð áður: 89.900,-
Verð nú: 71.920,-
914913404
Topplaus gerð
undir borðplötu.
Áður: 109.900,-
Nú: 87.920,-
911444363
Tekur 7 kg
af þvotti.
Áður: 99.900,-
Nú: 79.920,-
916097949
20%
þurrkari uppþvottavélþvottavél
LÁGMÚLA 8 - SÍMI 530 2800ORMSSON.IS & UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
20% 20%
Íslenskar
klappstýrur
með metnað