Fréttatíminn - 10.03.2017, Page 54

Fréttatíminn - 10.03.2017, Page 54
Unnið í samstarfi við Curvy. Það er algengur misskiln-ingur að svart grenni og klæði af aukakíló,“ segir Fríða Guðmundsdóttir, eigandi verslunarinn- ar Curvy. „Þetta snýst allt um að finna snið sem hæfa vaxtarlaginu og klæðast litum eða munstrum sem að vinna vel með okkar lín- um.“ Curvy dásamar mjúkar línur og er með puttann á púlsinum þegar kemur að því hvað er að gerast í tískuheiminum. „Á Íslandi hefur lengi gerst að stelpur með mjúkar línur gleym- ist þegar kemur að tískufatn- aði í stærri stærðum. Því rætt- ist ósk þeirra þegar Curvy fann frábær vörumerki sem framleiða tískufatnað í stærri númerum svo allar konur geti notið þess að klæða sig fallega, óháð aldri,“ segir Fríða sem einnig á glæsilega kjóla á mæður fermingarstúlkna sem hún segir oft vilja líka „skvísa sig upp“ fyrir fermingardaginn. „Það sem hefur verið áberandi vinsælast fyrir fermingardaginn eru blúndur, hvíti liturinn er mjög vinsæll í ár og aðrir mjúkir pasteltón- ar. Ég hvet stelpurn- ar til að vera óhræddar við að máta því útkoman kem- ur oft ánægju- lega á óvart. Litir geta til dæmis gjör- breytt út- litinu, frískað upp litaraftið, gert augun bjartari og um leið fer fólk að taka eftir öðru en holdafarinu,“ segir Fríða. „Okkur finnst ekkert eins skemmtilegt og að aðstoða stelpurnar við að finna á sig réttu sniðin og fötin sem henta þeim best.“ Fríða segir fermingarkjóllinn ekki eiga að vera málamiðlun og að stelpur eigi ekki að sætta sig við að klæðast því skásta sem þær finna. „Sjálf átti ég í miklum erfið- leikum með að finna ferm- ingarkjól á sín- um tíma því lítið var í boði fyrir stelpur í stærð- um 14 og yfir. Því var farið búð úr búð en ekkert fannst í hefðbundnum tískuverslunum og það hjálpaði ekki sjálfstraustinu.“ Fríðu finnst miklu skipta að stelpum sem koma í Curvy líði vel í fötum sínum, séu ánægðar með sig og fari sáttar út. „Það er einstaklega gefandi að sjá stelpurnar ljóma þegar þær loks finna föt á sig. Jafnvel þótt maður sé með einhver aukakíló þýðir það ekki að maður geti ekki verið flottur. Ég finn það bara sjálf þegar ég hef tekið mig aðeins til og er komin í föt sem klæða mig vel. Þá líður manni svo miklu betur með sjálfan sig. Það er öfundsvert að líða vel í eigin skinni, burtséð frá holdafari, og slíkt sjálfstraust er aðlaðandi og skín í gegn.“ Verslun Curvy er staðsett í Fákafeni 9 og einnig er hægt að skoða og panta í gegnum net- verslun www.curvy.is Fríða Guðmundsdóttir, eigandi Curvy, segir að fermingarkjóllinn eigi ekki að vera málamiðlun. Fríða, til vinstri, er hér með Völu starfsmanni verslunarinnar. Mynd | Hari Mikilvægt að líða vel í fermingarkjólnum Í Curvy fást föt fyrir fermingarstúlkur af öllum stærðum. FERMINGARDAGURINN MINN Veiktist af kransakökunni Jón Atli Jónasson beið þess að fermingadagurinn liði svo hann kæmist út á vídeóleigu. Jón Atli Jón- asson átti eft- irminnilegan fermingardag árið 1984. Hvar og hvenær fermdist þú? „Ég fermdist árið 1984 í Dómkirkjunni.“ Hvað fékkstu í fermingargjöf? „Ég fékk Ajungilak svefnpoka í fermingargjöf sem ég ældi svo yfir seinna um kvöldið.“ Í hverju varstu á fermingardaginn? „Ég var með appelsínugult bindi og hálsklút í ferm- ingarfötum úr Karnabæ.“ Er eitthvað sérstaklega eftirminnilegt við ferminguna þína? „Ég man að dagurinn snerist meira og minna um að bíða eftir því að komast út á vídeóleigu. Ég hafði pant- að Eraserhead og endaði fermingardaginn stútfullur af kransaköku fyrir framan sjónvarpið og kastaði upp yfir nýja svefnpokann.“ 18 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017FERMINGAR

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.