Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 4
hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur 4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 Hælisleitendur „Lögreglan gaf honum engar leiðbeiningar þegar hann kom á flugvöllinn. Hann fékk bara skjal þar sem honum var sagt að hann þyrfti að ferðast til Bari til þess að fá dvalarleyfi,“ segir ítalska fréttakonan Marta Cioncoloni sem hefur skotið skjólshúsi yfir Amir Shokrogoza í Mílanó. Eins og fram hefur komið var Amir vísað frá Íslandi til Ítalíu í byrjun febrúar, en hann sótti um hæli eftir að hafa flúið Íran sökum kynhneigðar sinnar. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Útlendingastofnun vísaði Amir frá landi á grundvelli Dyflinnarreglu- gerðarinnar þar sem hann fékk dvalarleyfi á Ítalíu þegar hann kom þangað árið 2010. Þar dvaldi hann í um ellefu mánuði, eða skemur en hann bjó hér á landi. Dvalarleyfi hans er útrunnið á Ítalíu, en það breytti því ekki að Útlendingastofn- un taldi að hann þyrfti að ljúka um- sóknarferlinu þar í landi. Amir hefur myndað sterk tengsl hér á landi en hann hyggst giftast ís- lenskum unnusta sínum þegar tæki- færi gefst, en þeir fengu ekki leyfi til þess að giftast áður en honum var vísað úr landi. Þá var hann hand- tekinn óvænt fyrir utan geðdeild Landspítalans í byrjun febrúar þar sem hann hafði dvalið í tvo daga vegna mikils þunglyndis, og í kjöl- farið vísað úr landi í lögreglufylgd. „Ég hitti Amir í gegnum vinnuna mína í Mílanó,“ útskýrir Marta sem starfar hjá ítölsku sjónvarpsstöðinni La7. Hún segir að það hafi slegið sig hversu ráðvilltur og óttasleginn hann var en þá var hann heimilis- laus og skildi ekki hvers var ætlast til af honum. „Hann var mjög líklegur til þess að enda á götunni áður en hann áttaði sig á því að hann þyrfti að finna flóttamannamiðstöð,“ segir Marta. Marta segir málefni flóttamanna á Ítalíu vera í ólestri. „Margir hæl- isleitendur þurfa að sofa á götun- um vegna þess að flóttamannamið- stöðvar eru að hruni komnar vegna mikils álags,“ segir Marta. „Svo eru ítök ítölsku mafíunnar sterk og mik- il spilling sem henni fylgir varðandi flóttamannamál. Þá hafa margir hælisleitendur framið sjálfsmorð undanfarið,“ útskýrir hún en maf- ían hefur hagnast gífurlega á flótta- mannavandanum og smygli á fólki til Ítalíu. Hún segir ítalska kerfið hægvirkt, en Amir þarf líklega að bíða í 6-9 mánuði eftir dvalarleyfi. Á þeim tíma má hann ekki vinna. „Svo er það óbærilegt að fá ekki að aðlagast samfélaginu. Það kemur því ekki á óvart að hælisleitendur detti í djúpt þunglyndi, enda er komið fram við þá eins og hvert annað rusl,“ segir hún ómyrk í máli. Amir var brotinn þegar blaða- maður ræddi við hann símleiðis. Hann segist eiga erfitt með að sofa og að hann fái enga læknishjálp þar sem hann sé ekki skráður inni í kerfið. Eins og fram hefur kom- ið var hann handtekinn fyrir utan geðdeild Landspítalans eftir tveggja daga dvöl þar. Honum var svo vísað úr landi morguninn eftir með nán- ast engan farangur og nokkrar upp- áskrifaðar töflur frá geðlækni sem hann fékk við útskriftina. Þá lýsir Andri Snær Magnason rit- höfundur, sem hitti Amir úti á Ítal- íu, að hann hefði verið með áverka eftir átök við lögregluna á Íslandi, en hann mun hafa streist á móti handtökunni. Hann mátti svo dúsa berstrípaður í fangaklefa vegna ótta um að hann myndi skaða sig sjálfan. Hann hafi verið allslaus og með raf- magnslausan síma. Amir segist ekki vilja fara í flótta- mannabúðirnar í Abir, sem er syðst á Ítalíu, en Mílanó er nyrsta borgin. Hann var beittur hrikalegu kyn- ferðislegu ofbeldi í flóttamannabúð- um á Ítalíu árið 2010 en þá var hon- um hópnauðgað. Hann tilkynnti um árásina til lögreglu, en málið var aldrei rannsakað. Nú leitar Amir að nýju húsnæði þar sem hann getur ekki dvalið hjá Mörtu til lengri tíma. Hann segist ekki vongóður, enda þarf hann að bíða í nokkra mánuði eftir að kom- ast inn í ítalska kerfið. „Ég er bara verulega illa haldinn. Ég sakna unnusta míns og þrái bara að sameinast honum aftur,“ segir Amir. Jafnrétti Þrátt fyrir að Sigríð- ur Margrét Oddsdóttir, fram- kvæmdastjóri Já, hafi langa reynslu af stjórnun, starfar hún eftir samskiptaáætlun fyrirtæk- isins, sem miðar að því að hún sé minna í forsvari fyrir fyrirtækið í fjölmiðlun. Viðskiptaleg ákvörðun, segir hún. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sigríður Margrét Oddsdóttir komst ung í ábyrgðarstöður í atvinnulífinu og varð fyrsti kvenkyns sjónvarps- stjóri á Íslandi, aðeins 31 árs. Þrátt fyrir langa reynslu hennar er það mat stjórnar Já, að best sé að fleiri en hún tali fyrir hönd fyrirtækisins í fjölmiðlum. „Við höfum tekið ákvörðun um að sýna breidd og fjölbreytileika enda ekki æskilegt að ein mann- eskja verði táknmynd fyrirtækisins. Það eru megin ástæður þess að fleiri en ég koma fram opinberlega fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess á fólk erfiðara með að meðtaka það þegar konur eru í forsvari fyrir erfið mál í rekstrinum. Rótgrónar staðalímynd- ir kvenna gera það að verkum að við- brögð fólks verða harkalegri ef kona ver umdeildar ákvarðanir, svo sem hagræðingu.“ Hún viðraði skoðun- ina í viðtalsbókinni Forystuþjóð sem fjallar um jafnréttismál. Þar segir hún meðal annars; „Þessi rótgróna staðalmynd konunnar um að hún sé mjúk, móðurleg og blíð gerir kon- um erfiðara fyrir í sumum málum. Þegar við heyr- um neikvæðar fréttir af fyrirtækjum, eins og til dæmis umfjöll- un um uppsagnir, þá meðtökum við þær á annan hátt ef það er kona sem stendur fyr- ir þeim en karl.... Það er hreinlega ekkert móðurlegt við það að segja upp fólki.“ Sigríður Margrét nefnir nærtækt dæmi þegar fyrirtæki henn- ar, Já, ákvað að loka starfsstöð sinni á Ak- ureyri og þurfti að útskýra aðgerðirn- ar opinberlega. Í kjölfarið fylgdu upp- sagnir og neikvæð fjölmiðlaumfjöll- un. „Ég bjó sjálf á Akureyri og mér þykir mjög vænt um bæinn. Þetta var erfið ákvörðun sem var tekin að vel ígrunduðu máli. Þessu fylgdi ályktun frá bæjaryfirvöldum og greinaskrif þar sem meðal annars Félag kvenna í atvinnurekstri var skammað fyrir að veita fyrirtæki okkar viðurkenningu. Það fór í illa í fólk að kona væri að segja upp konum. Ég man ekki eftir svona viðbrögðum við sambærileg- um fréttum. Það er óhjákvæmilegur hluti af fyrirtækjarekstri að hagræða þegar þarfir viðskiptavina og mark- aðir breytast.“ Þykja ómóðurlegar í umdeildum málum „Það er hreinlega ekkert móðurlegt við það að segja upp fólki,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir. Mynd | Íris Dögg Einarsdóttir Ítölsk fjölmiðlakona hýsir allslausan Amir „Við erum nefnilega líka Trump“ „Hann bar sig illa og var aum- ur í öllum skrokknum, svo var hann sár og niðurbrotinn,“ sagði rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem var staddur í Mílanó í byrjun febrúar þegar neyðarkall barst þar sem óskað var eftir því að einhver á svæð- inu var beðinn um að koma Amir til aðstoðar eftir að hon- um hafði verið vísað úr landi í lögreglufylgd. Andri Snær var staddur í borginni vegna nor- rænnar menningarviku, þegar hann sá neyðarkallið, og ákvað að bregðast við því. „Ég hitti hann á kaffihúsi og bauð honum í hádegismat,“ sagði Andri Snær sem bætir við að Amir hafi verið afar ráðvilltur þegar þeir hittust. Andri var honum innan handar og kom honum í samband við ítalskan mannréttindalögmann. Andra er misboðið yfir með- ferðinni á Amir og hælisleitend- um og sagði í færslu á Facebook að hann myndi ekki gagnrýna Donald Trump og fasískar tilhneigingar hans fyrr en Ís- lendingar væru búnir að taka til í sínum eigin ranni. Þannig skrifaði hann: „Í hörðum heimi eigum við ekki að vera aflið sem brýtur niður fólk með járnhnefa. Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefni- lega líka Trump.“ Söfnun er hafin fyrir Amir en það er unnusti hans og að- standendur sem standa fyrir henni. Hægt er að leggja inn á reikninginn 0370  26  163. Kennitalan er 01 05 70  3449. Andri Snær og Amir hittust í byrjun febrúar. Amir er allslaus úti í Mílanó og þarf að koma sér syðst til Abir á eigin vegum. Marta Cioncoloni er ítölsk fjölmiðla- kona sem hefur aðstoðað Amir. Eldar fyrir lávarða Matarpólitík Garðar Agnarsson matreiðslumeistari eldar mat í breska þinginu. Kúnnarnir eru meðlimir og starfsfólk við bresku lávarðadeildina. „Nú veit ég hvað stéttskipting þýð- ir,“ segir Garðar Agnarsson mat- reiðslumeistari sem nú eldar mat við lávarðadeildina bresku. „Hér verða starfsstúlkurnar að kalla viðskiptavinina „my lord“ eða „my lady.““ Garðar, sem hefur verið bú- settur í London síðustu ár, hóf störf í þinghúsinu í fyrra. Fljótlega var hann beðinn um að sækja um stöðu yfirmanns. Við tók langt og strangt umsóknarferli þar sem farið var vandlega yfir öryggis- mál, enda mikið lagt upp úr þeim í þinginu. Garðar segir að þingmönnum lávarðadeildarinnar standi ýmis matur til boða, en salir þeirra eru algjörlega aðskildir frá neðri deild þingsins. „Hér eru margir í eldri kantinum þannig að ég þarf að sér- hæfa mig í hefðbundnum breskum mat, bökum, kássum og búðing- um.“ | gt Garðar Agnarsson ber fram Haggis á Burns-hátíð á dögunum.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.