Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 Nekt var aldrei feimnismál á heimili Röggu Eiríks í æsku og hún telur það eflaust hafa ýtt undir áhuga sinn á kynlífi að einhverju leyti. Hún er búin að vera að fjalla um kynlíf í 18 ár og ætlar að halda því áfram í þættinum Rauði sófinn. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, eða Ragga Eiríks, eins og hún oftast kölluð, er mörgum kunn fyrir opinskáar umræð- ur og skrif um kynlíf, en hún hefur verið að tala um kynlíf í 18 ár eða svo. En hvers vegna í ósköpunum? Flest höfum við nú áhuga á kynlífi, en öllu má nú ofgera, eða hvað? „Þetta byrjaði allt með því að ég skrifaði lokaverkefni í hjúkrunarfræði sem tengd- ist kynfræðslu unglinga. En löngu fyrir þann tíma hafði ég samt áhuga á kynlífi. Ég get þó ekki sagt að kyn- fræðslu hafi verið sérstak- lega haldið að mér í upp- eldinu, en ég kem frá mjög afslöppuðu heimili. Nekt var aldrei feimnismál. Það var afslappað andrúmsloft hvað varðar líkamann. Það hefur kannski haft einhver áhrif,“ segir Ragga, eins og hún er alltaf kölluð, um hvaðan þessi mikli áhugi á kynlífi gæti hafa sprottið. Hún hefur þó ekkert eigin- legt svar við spurningunni þó hún hafi stundum velt þessu fyrir sér sjálf. „Einhvern tíma áttaði ég mig á því að tvö uppáhaldsmyndböndin mín þegar ég var algjörlega óharðnaður unglingur voru Girls on film og The chauf- feur. Fólk getur flett þeim upp og séð hvaða pælingum ég var í á mótunarárunum,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég man reyndar ekki eftir að hafa orðið brjálæðislega æst yfir þeim, en mér fannst þau sjúklega flott og áhugaverð. Það er svolítið fyndin stað- reynd.“ Árið 1999 tók Ragga svo við margfrægum kynlífspistli sem birtist í dagblaðinu Degi, en á undan henni höfðu með- al annars Halldóra Bjarna- dóttir hjúkrunarfræðingur og Stefán Jón Hafstein ritað hann. Í kjölfarið fór boltinn af rúlla af stað hjá henni. Ragga segist alltaf reyna að vera samkvæm sjálfri sér og telur það skipta miklu máli vegna þess hve viðkvæmt og vandmeðfarið kynlíf getur verið sem umfjöllunarefni. „Ég held ég hafi alltaf haldið mig við þennan sama tón í skrifunum. Það er ákveðin hlýja, kannski smá húmor undirliggjandi, ég leyfi fólki að spyrja spurninga og reyni að dæma aldrei eða hneyksl- ast. Fyrir vikið hef ég kannski gert sjálfa mig svolítið að- gengilega. Fólk þorir að koma til mín og spyrja mig og trúa mér fyrir ótrúlegum sögum. Þetta er örugglega svipað og hjá ljósmæðrum sem mæta í partí og fá sjö fæðingarsögur fyrsta korterið. Fólk á það til að hrynja á trúnó á örskömm- um tíma,“ segir Ragga og hlær. En hún er alltaf tilbúin að hlusta. Það er alltaf stutt í hlátur- inn og grínið hjá henni, en að hennar mati er húmor mjög nauðsynlegur í kynlífi, enda um nátengd fyrirbæri að ræða. „Það sem gerist í líkamanum við hlátur, gleði og fullnægingu er mjög svip- að. Þegar við erum glöð og hlæjum þá getum við eig- inlega ekki látið stress ná yfirhöndinni. Og forsenda þess að njóta kynlífs er slök- un, tenging og sátt, og að upplifa sig tryggan. Ég held að það megi því alveg segja að húmor sé mikilvægur í kynlífi. En fær hún aldrei ógeð á kynlífi, af því að lifa og hrær- ast í skrifum og tali um það alla daga, allan ársins hring? „Nei, ég get ekki sagt að ég fái ógeð. Ég hef aldrei upplifað það að fá ógeð á einhverju. Það koma auðvitað tímabil þar sem ég er minna á kafi í þessu, eins og þegar ég var með yngsta barnið mitt lítið, þá var ég minna að skrifa, ég átti erfiða meðgöngu og svona. En annars er ég er alltaf að læra eitthvað nýtt sjálf, eins og bara íslensk ný- yrði eða nýtt blæti sem ég hef aldrei heyrt um. Þannig þetta verður aldrei leiðinlegt.“ Sem er eins gott, því Ragga er hvergi nærri hætt að tala um kynlíf. Í næstu viku hefjast nefnilega sýningar á þættinum Rauði sófinn á sjónvarpsstöðinni ÍNN, en um er að ræða spjallþátt þar sem fjallað verður um kynlíf, tilfinningar og sambönd í um- sjón Röggu. Hún mun fá til sín viðmælendur sem miðla þekkingu sinni eða reynslu af hinu og þessu sem tengist áðurnefndum málaflokkum, áhorfendum til fróðleiks og skemmtunar. Aldrei fengið ógeð á kynlífi Ragga segir húmor vera mjög nauðsynlegan í kynlífi, enda um nátengd fyrirbæri að ræða. Mynd | Hari „Við skrifuðum forrit sem grein- ir tónlistina og breytir henni í ljós. Þannig að það sem gerist á sviðinu stýrir því sem gerist utan á Hörpu,“ segir Atli Bollason listamaður um sína aðkomu að breytingum sem gerðar verða á ljósahjúpi Hörpu næstu daga. Atli og félagi hans, Owen Hindley, hafa frá árinu 2014 gert tilraunir með ljósahjúpinn. Á Sónar gera þeir gestum hátíðarinn- ar kleift að eignast hlutdeild í hjúpn- um. „Sónar á heimsmælikvarða snýst líka um alla framsækna list, þá sérstaklega list sem hefur að gera með tækni og vélar. Forritið okkar greinir það sem er að gerast á sviðinu, hraða, mikinn eða lítinn bassa, hvort tónlistin er sterk eða veik o.s.frv. Ljósin utan á Hörpu stýrast svo af þessum þáttum,“ seg- ir Atli. Í fyrra buðu þeir félagar upp á svokallað ljósaorgel, sem gerði gestum hátíðarinnar kleift að spila á ljósahjúpinn og ári áður gátu gestir og gangandi spilað tölvuleikinn PONG utan á Hörpu. Í ár hafa þeir sett upp takka sem gestir geta snúið eða ýtt á til þess að hafa áhrif á ljósin sem stýrast þó enn af tónlist hátíðarinnar. „Setjum sem svo að það sé ákveðið mynstur í gangi í takt við tónlistina, þú ýtir á takk- ann og þá snýst mynstrið á haus. Eða þú getur ýtt á takka og breytt litnum. Þannig verður þetta eins og samstarfsverkefni listamanna og gestanna.“ En markmið fram- taksins snýst einnig um samband fólks við stóra byggingu eins og Hörpu. „Með þessu eignast maður hlutdeild í byggingunni,“ segir Atli. Ljósin munu svo smita hátíðina út í borgina þannig að gangandi vegfar- endur geta fylgst með samstarfi tón- listarmanna og gesta í dansandi ljós- um utan á Hörpu yfir helgina. | bsp Ljósin smita Sónar út í borgina Hin rafmagnaða tónlistarhátíð Sónar er orðin árlegur viðburður í Reykjavík og er haldin nú um helgina. Á meðan fjölbreyttur hópur tónlistarmanna spilar fyrir gesti mun tónlist þeirra endurspeglast í ljósahjúpi utan á Hörpu sem gestir geta líka stjórnað. Gestir Sónar geta stýrt ljósahjúpi utan á Hörpu með tökkum yfir helgina. Þannig eignast þeir svolitla hlutdeild í byggingunni. Mynd | Hari Nýjasta ávaxtatískan Tískuávöxtur ársins 2017 mun væntanlega verða jackfruit. Vinsældir jackfruit aukast jafnt og þétt enda hann mikið notaður í stað kjöts. Það eru tískubylgjur í mataræði líkt og flestu öðru, en tískuávöxtur ársins 2017 mun væntanlega verða jackfruit ef marka má vaxandi áhuga á hinum ýmsu samfélags- miðlum og matarbloggum. En um er að ræða ber af móberjatrjám sem geta vegið allt að 40 kíló og vaxa í Suður- og Suð- austur-Asíu. Eins og nafnið gefur til kynna er um ávöxt að ræða en hann er þó þekkt- ur fyrir sérs- taka áferð sem minnir einna helst á kjöt og er gjarnan notaður af græn- metisætum í staðinn fyrir „pulled pork“. Jackfruit er ekki bara hlaðinn af próteini, vítamínum og steinefn- um, heldur er hann einstaklega ljúffengur. Það er hægt að nota hann matargerð lítið þroskað- an, þá einna helst í staðinn fyrir kjöt, til dæmis í karrí, á samlok- ur, mexíkóskan mat og í raun á þann hátt sem þér dettur í hug. Þroskaðri ávöxt þarf bara að fræ- hreinsa og afhýða og borða eins og hann kemur fyrir. Hann er líka hægt að nota til að bragðbæta hrísgrjón og jafnvel búa til ís. Það er tilvalið að verða sér út um þennan framandi og áhugaverða ávöxt og prófa sig áfram með hann í matargerð, svona til að tolla í tísk- unni og jafnvel gefa avókadóinu sí- vinsæla smá frí. | slr Endurvinnsludagar 13. - 18. febrúar Þú kemur með gamla/ónýta flík í endurvinnslu til okkar í Belladonna og færð greiðslu fyrir hana upp í nýja flík frá NO SECRET, óháð því frá hvaða merki gamla flíkin er. Buxur 15 EUR ( 1.850 ísl. ) upp í buxur. Bolur 10 EUR ( 1.230 ísl. ) upp í bol. Flíkur, sem skilað er inn í endurvinnslu til okkar, þurfa að vera hreinar. Við sendum þær síðan í endurvinnslu hjá Rauða krossi Íslands.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.