Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 46
6 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2017MATARTÍMINN Bragðgóðir og hollir fiskréttir í Borgartúni Mikið líf er í nýrri verslun Fylgifiska í Borgartúni þar sem hægt er að fá heitan mat í hádeginu og gómsæta fiskrétti á leiðinni heim á kvöldin. Unnið í samstarfi við Fylgifiska. Við fengum strax rosa-lega góðar móttökur hér, þetta er verulega skemmtileg staðsetn- ing. Hér er mikið líf og við höf- um fengið mikið af nýju fólki til okkar. Gömlu kúnnarnir okkar af Suðurlandsbrautinni fylgdu okkur líka margir hingað og aðrir fóru í staðinn í verslun okkar í Kópavog- inum,“ segir Guðbjörg Glóð Loga- dóttir, einn eigenda Fylgifiska. Fylgifiskar opnuðu nýja verslun í Borgartúni 26, á milli Vínbúðar- innar og 10-11, síðasta sumar og hefur verslunin mælst mjög vel fyrir. Fylgifiskar höfðu um árabil verið til húsa við Suðurlandsbraut en Guðbjörg Glóð er ánægð með nýja staðinn. Þar er enda hlýleg stemning og frábær salur þar sem hægt er að borða í hádeginu. „Okkar mottó er eftir sem áður að létta fólki lífið með hollan mat. Við erum með mikið úrval af fisk- réttum sem fólk getur tekið með sér heim. Þeir eru allir unnir frá grunni af fólkinu okkar og eru bæði fljótlegir að elda og bragð- góðir og hollir. Það veitir ekki af að fá smá ómega í kroppinn,“ seg- ir Guðbjörg Glóð. Hver er vinsælasti rétturinn til að taka með sér heim? „Það er sesambleikjan. Hún er vinsælust ár eftir ár.“ Í Fylgifiskum er einnig hægt að kaupa hefðbundinn ferskan fisk. Þá er þar að finna ýmiskon- ar meðlæti og sælkeravörur. „Við sjáum um alla máltíðina kjósi fólk það. Við erum með kartöflur og grænmeti og mikið af gúrmet-vör- um eins og krydd, sultur, balsamic og fleira. Við flytjum inn megnið af þessum vörum sjálf og leggj- um mikið upp úr því að þetta séu gæðavörur.“ Hádegisverðurinn á Fylgifisk- um er rómaður og í Borgartún- inu er jafnan þétt setið í salnum. „Við erum með fiskrétti dagsins og rjúkandi góðar fiskisúpur. Við erum alltaf með eitthvað nýtt og spennandi á boðstólum,“ segir Guðbjörg Glóð. Auk verslananna í Borgartúni og Kópavogi reka Fylgifiskar líka fyrirtækjaþjónustu. „Þá panta fyrirtæki mat frá okkur sem ann- að hvort er heitur og tilbúinn á borðið eða kaldur og fólk eldar hann sjálft. Það eru margir sem vilja gera vel við starfsfólkið sitt og gefa þeim fisk í hádeginu. Svo- kallaðan „brain food“. Við höfum verið að þjónusta alls konar hópa, bæði stóra sem smáa.“ Í verslun Fylgifiska í Borgartúni er mikið úrval af ferskum fiski og tilbúnum fiskréttum. Þar er einnig hægt að fá allskonar meðlæti og sælkeravörur. Íslenskur matur að hætti Ísafold Restaurant Veitingastaðurinn Ísafold Restaurant á Centerhotel Þingholti býður ekki aðeins upp á mat sem er einstaklega bragðgóður og borinn fallega fram, heldur einnig mat sem búinn er til úr íslensku gæða hráefni, beint frá býli. Unnið í samstarfi við Centerhotel Þingholt Ísafold er einnig staður til að dreypa á ljúffengum kokteil-um áður en haldið er út á lífið, smakka á nýjungum og njóta sín í fallegu umhverfi hvort sem það er í hádeginu eða að kvöldi til. Íslenska hráefnið er í fyrirrúmi á Ísafold og segir Björn Ágúst Hann- esson, yfirmatreiðslumaður Ísa- foldar að það skeri sig úr. „Græn- metið er bragðmeira því það fær að vaxa lengur á plöntunni og bragðið á íslenska lambinu er til komið af fjallaröltinu og kryddjurtunum sem það nærist á. Við notum sousvide eldunaraðferðina til að halda í sem mest af bragðinu af þessu einstaka hráefni.“ Ísafold býður upp á úrval rétta á hádegis-, og kvöldverðarseðlinum sínum sem einnig er á einstaklega góðu verði. „Við viljum að fólk geti notið þess að fá góðan íslensk- an mat á viðráðanlegu verði,“ segi Jökull Alexander Egilsson, hótel- stjóri Centerhotel Þingholt. „Við erum sífellt að gera eitthvað nýtt,“ segir Jökull. Í hverri viku er til dæmis nýr réttur á matseðli sem er kokkaréttur vikunnar. „Í eldhúsinu keppist fólk við að koma með nýja rétti og hljóta heiðurinn af því að eiga þennan rétt vikunnar. Bæði er þetta skemmtilegt fyrir kokkana að fá að spreyta sig á þennan máta og þá sem borða hjá okkur reglulega og fá þá sífellt eitthvað nýtt að smakka á,“ segir Jökull. Aukin eftirspurn er eftir vegan- réttum og glúten- og laktósfríum mat sem Ísafold mætir með aukinni fjölbreytni á matseðli. Má þar nefna spagettírétt þar sem spagettíið er ekki hið hefðbundna pasta heldur sætkartöflur rifnar í langa strimla. Útkoman er ferskur og bragðmikill réttur. Ef til stendur að drekka vín með matnum þá er hægt að stóla á starfsfólk Ísafoldar sem af einstakri fagmennsku mælir með hvaða vín fer best með hverjum rétti. Ísafold er þar að auki staðurinn til smakka og fræðast um viskí. „Við höfum sérhæft okkur í viskíi og á Ísafoldar barnum er hægt að panta Whiskey- -flight sem er smökkun á mismun- andi viskítegundum sem eru bornar fram á sérhönnuðum viðarplött- um. Hvaða tegundir þetta eru fer eftir því hvaða tegund af smakki er valin. Til dæmis samanstendur alþjóðleg viskísmökkun af tegund- um frá Bandaríkjunum, Íslandi og Írlandi,“ segir Jökull. Til viðbótar við veitingastað- inn er salur þar sem fólki stendur til boða að halda einkasamkvæmi, fundi eða ýmiskonar viðburði sem tilvalið er fyrir gesti sem vilja njóta gæða matseldar og góðra þjónustu en þó fjarri skarkalanum á sjálfum veitingastaðnum. Svínasíða að hætti Ísafoldar 1/2 stk Svínasíða 2 stk gulrætur 1 stk blaðlaukur 2 stk laukur 2 msk svört piparkorn 1 stk lárviðarlauf 250 g rauðvín 1/2 l nautasoð salt pipar Aðferð • Hreinsið síðuna og skerið í fituna. • Kryddið með salti og pipar og steikið á pönnu þar til gullin brún. • Skerið grænmetið í jafnar stærðir og setjið í steikarfat, svo síðuna ofan á grænmetið. • Hellið víninu og soðinu yfir síðuna og hyljið með álpappír. • Setjið í ofninn við 160°c í 2 ½ tíma. • Þegar hún er klár setjið hana á grunnan bakka með bökunarpappír undir og yfir og setjið þyngd á síðuna til að fletja hana út þangað til hún kólnar. • Skerið í skammta og steikið á pönnu með smjöri og kryddið til eftir ósk- um. • Við á Ísafold berum síðuna okkar fram með kartöflumús, grænkáli, sveppum og rauðvínssósu. Hægt er að nota soðið frá elduninni fyrir sósuna. Jökull Alexander Egilsson, hótelstjóri Centerhotel Þingholt, og Björn Ágúst Hannesson, yfirmatreiðslumaður veitingastaðarins Ísafoldar, bjóða góðan íslenskan mat á viðráðanlegu verði. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.