Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 2
Skattamál Skattrannsóknarstjóri athugaði skattaskil 30 einstak- linga úr Panamaskjölunum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Embætti skattrannsóknarstjóra hef- ur lokið rannsókn á þremur mál- um af þrjátíu sem embættið hóf athugun á úr Panamanskjölunum. Rannsóknirnar snúast um við- skipti Íslendinga í skattaskjólum og meint lögbrot í tengslum við þau. Um er ræða athugunina á gögnun- um sem keypt voru af óþekktum aðila fyrir 37 milljónir. Þetta kem- ur fram í máli skattrannsóknar- stjóra, Bryndísar Kristjánsdóttur, þegar hún er spurð um stöðu rann- sókna á viðskiptum Íslendinga í Panamaskjölunum. Skattrannsóknarstjóri er við það að ljúka rannsókn á fleiri málum en þessum þremur, eins og segir í svari Bryndísar. „Af þessum fyrrnefndu um 30 málum er rannsókn lok- ið í þremur og nokkur önnur eru á lokastigi rannsóknar. Einu af fyrrnefndum þremur málum hef- ur verið vísað til héraðssaksóknara vegna gruns um peningaþvætti auk skattalagabrots. Þá liggur fyrir að taka ákvörðun um refsimeðferð í hinum tveimur.“ Bryndís undirstrikar að í ein- hverjum tilfellum kunni rannsókn sem upphaflega snerist um aflands- félög og skattaskjól að leiða eft- irlitsaðila að öðrum brotum. „Hér er ástæða til að taka fram að rann- sókn kann að taka breytingum eftir því sem henni vindur fram og eft- ir atvikum kann niðurstaða rann- sóknar að leiða í ljós önnur brota- andlög en upphaflegur grunur stóð um. Þannig kann mál sem upphaf- lega laut að ætluðum brotum tengd- um aflandsfélögum að leiða rann- sóknaraðila á aðrar brautir.“ Rannsókn lokið á 3 málum af 30 úr Panamaskjölunum Þrjú af málunum þrjátíu úr Panamaskjölunum er nú þegar búið að rannsaka og nokkur önnur eru langt komin. Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri. Mynd | Hari Ballett Gunnlaugur Egilsson fer með stærsta hlutverk á dansferli sínum í verki sem frumsýnt verður á stóra sviði Óperuhússins í Stokkhólmi í kvöld. Mynd af honum í búningi fyrir verkið, að hrella börnin sín, hefur vakið athygli á Instagrammi Konung- lega ballettsins. Gunnlaugur leggur dansskóna á hilluna í vor. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Konunglegi ballettinn í Svíþjóð birti ljósmynd af ballettdansaranum Gunnlaugi Egilssyni á Instagram- -síðu sinni í gær, sem vakið hefur þó nokkra athygli. Á myndinni er Gunnlaugur í búning fyrir dans- verk eftir Olivier Dubois, sem frum- sýnt er á stóra sviði Óperuhússins í Stokkhólmi í kvöld, föstudag. Gunnlaugur fer með stærsta hlut- verk sem hann hefur fengið á sín- um dansferli í sýningunni en hann hyggst leggja dansskóna á hilluna í vor. Höfundurinn, Olivier Dubois, er franskur og verkið heitir l’origin. „Oliver er þekktur fyrir að ögra og í þessum rúmlega 30 mínútna tvíd- ansi gefum við meðdansari minn, Jonna Savioja, okkur öll í verkið. Myndin sýnir hinsvegar hvernig vinnan hættir ekki endilega þegar sviðið er yfirgefið. Börnin mín, Þór og Tinna Vigdís, vita ekki hvaðan á þau stendur veðrið í þessu uppá- tæki föður síns og ýmist hlæja eða gráta á víxl,“ segir Gunnlaugur. Hann hefur verið búsettur í Sví- þjóð í rúman áratug og dansað í fjöl- mörgum uppsetningum Konung- lega ballettsins. Danshópurinn frumsýnir á sama tíma verk eftir Sharon Eyal en þau Dubois eru talin með framsækn- ustu danshöfundum Evrópu um þessar mundir. Konunglegi ballettinn í Stokk- hólmi var stofnaður af Gústav kon- ungi þriðja árið 1173 og er því einn elsti ballettdanshópur í Evrópu. Ballettinn hefur unnið náið með óperunni og sænska þjóðleikhús- inu í gegnum tíðina og er gríðarlega hörð samkeppni um að komast að í hópnum. Gunnlaugur ryksugar í búningi úr verkinu l’origin sem Konunglegi ballettinn í Svíþjóð frumsýnir í Óperuhúsinu í Stokkhólmi í kvöld. Börn Gunnlaugs voru lítt hrifinn af uppátækinu. Mynd af Gunnlaugi að hræða börnin sín vekur athygli Dómsmál Rekstrarfélag Hrafn- istu, Naustavör ehf., er gert að endurgreiða sjö eldri borgurum á Hrafnistu í Kópavogi samtals 1,3 milljónir króna, með drátt- arvöxtum, vegna hússjóðs sem stóð meðal annars straum af skrifstofukostnaði, púttvelli og eftirlitskerfa í sameign. Málið gæti haft fordæmisgildi, en um hundrað íbúðir eru í Hrafnistu í Kópavogi. Hundruð íbúða til viðbótar eru í Hafnarfirði og Reykjavík. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Það var Jón G. Þórðarson, fyrrver- andi byggingameistari, sem átt- aði sig á því að pottur væri brot- inn varðandi hússjóðinn fyrir sjö árum. Hann, Guðlaug Gunnarsdótt- ir, Hörður Guðmundsson og Hall- dór Gíslason eru öll stjórnarmenn í íbúafélagi Boðaþings í Kópavogi þar sem íbúðir Hrafnistu eru. Jón segist hafa reynt að vekja athygli á málinu árið 2010 en enginn hafi haft áhuga á sjónarmiðum hans. Hann gafst þó ekki upp, heldur hélt áfram með málið ásamt félögum sínum í stjórn íbúafélagsins, og úr varð að þau sigruðu fyrir úr- skurðarnefnd húsnæðismála sem sagði gjaldtökuna, sem taldi um 14 þúsund krónur á mánuði, ólög- mæta. Hrafnista hunsaði þann úr- skurð. „Það var reynt að semja við þá oft, en þeir þvældu þessu máli á milli,“ segir Jón og Guðlaug tek- ur af honum orðið. „Það var bara beðið eftir því að við dræpumst,“ segir hún. Deilt var um það hvort eðli- legt væri að íbúar stæðu straum af stjórnunarkostnaði félagsins, kostnaði vegna húsvörslu, vegna eftirlitskerfa í sameign og kostn- aði vegna reksturs púttvallar. Um stjórnunarkostnaðinn sagði í dómi: „Umrætt frávik á kostnaðarskipt- ingu verður hins vegar að teljast óvenjulegt, enda verður skrifstofu- kostnaður með tilheyrandi launa- kostnaði, seint talinn til venjulegs kostnaðar í húsfélögum og enn óvenjulegra er að sá kostn- aður sé færður yfir á leigutaka.“ Jón og félagar telja að málið snerti með skýrum hætti á vanda eldri borgara. Það hafi verið þeim dýrt og tímafrekt að sækja rétt sinn og að ekki sé á þau hlustað. „Á hreinni íslensku, heitir þetta bara svindl. Þegar fólk er komið á þennan aldur þá á það ekki að standa í svona löguðu,“ segir Guð- laug. Jón segist vonast til þess að fleiri láti reyna á rétt sinn hvað þetta varðar. Sjálfur býst hann við endur- greiðslu upp á rúmlega milljón þegar dráttarvextir eru taldir með. Sigurður Garðarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Sjómannadags- ráði, sem heldur utan um starf- semina segir enn óljóst hvaða afleiðingar málið hefur. Hann seg- ist ekki trúa því að það muni hafa alvarleg efnahagsleg áhrif á starf- semina. „Dómurinn segir að það sé ekki heimilt að innheimta þetta utan húsaleigu. Það kemur okkur verulega á óvart og mun hafa áhrif á það sem við erum að gera. Það er hinsvegar erfitt að segja eitthvað til um afleiðingarnar. Við erum að skoða hvað þetta þýðir með tilliti til þess þjónustustigs sem við höfum verið að veita.“ Dæmdir til þess að endurgreiða íbúum á Hrafnistu Frá vinstri, Guðlaug Gunnarsdóttir, Halldór Gíslason, Hörður Guðmundson og Jón G. Þórðarson. Mynd | Hari CURCUMIN Gullkryddið Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í með liðagigt. „Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.” LIÐIR – BÓLGUR – GIGT Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni balsam.is 2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.