Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 Söstrene Grene Biðin eftir nýjustu hillunni eða borðinu í versluninni Söstrene Grene hefur borið suma ofurliði. En fólk er til- búið að leggja á sig margra klukkutíma bið og mynda raðir út úr Kringlunni til að verða sér út um slíka gripi. Þetta er líklega ein áhuga- verðasta biðröðin og í raun ákveðið lotterí, því þú veist ekki hvort borðið verður uppselt þegar röðin kemur að þér. Hver er uppáhalds biðröðin þín? Íslendingar eru duglegir að flykkjast í biðraðir til að sækja sér ýmiskonar þjónustu, skemmtun eða vörur. Að standa í biðröð hljómar í fyrstu ekki sem skemmtileg iðja, þar getur þó skapast skemmtileg stemning. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Skemmtistaðurinn Það getur verið ansi þreytandi að þurfa að standa í biðröð fyrir utan skemmti- stað. Ekki batnar það ef allir vinir þín- ir eru inni á skemmtistaðnum og þú ein/n í röðinni. Svo er auðvitað misjafnt ástandið á fólki og alltaf hætt við rysk- ingum og jafnvel slagsmálum. En stund- um ríkir þar gleði og samkennd. Ísbúðin Á góðviðrisdögum og síðkvöld- um myndast oft langar raðir í ísbúðum bæjarins. En þessi röð er ekki kvöð.Þú færð verðlaun- in þín að lokum og getur notað biðtímann til að velja hvað þú ætlar að fá þér í bragðarefinn. Læknirinn Á læknabiðstofunni myndast ekki eiginleg röð þótt biðitíminn geti vissulega orðið langur. Þú munt standa sjálfan þig að því að velta fyrir fyrir þér hvað hinir og þessir á biðstofunni eru að vilja til læknis, og þeir hugsa eins um þig. Svo hitt- irðu einhvern sem þú þekkir og þið sneiðið algjörlega hjá því að ræða ástæður læknisheimsókna ykkar. Eins óþægilegt og það getur orðið. Bakaríið Röðin í hverfisbakaríinu getur orðið nokkuð löng á laugardags- og sunnudagsmorgnum. En líkt og í ísbúðinni þá veistu að þú færð verðlaun á endanum og biðtíminn nýtist í að ákveða hvað á að kaupa. Það eru þó auðvitað vonbrigði ef snúðar með súkkulaði eru búnir þegar röðin kemur að þér. Melabúðin Melabúðin er eins og félagsmiðstöð Vesturbæinga. Það tekur oft langan tíma að komast í gegnum búðina því það eru svo margir sem þarf að heilsa og spjalla við. Á kassanum má svo taka upp þráðinn á nýjan leik, eða jafnvel kynnast fólki. Það eru nefnilega allir vingjarnlegir í Melabúðinni, þó að raðirnar séu langar og brjálað að gera. „Ég er svo alsæl með þetta. Það er alveg þvílíkur munur,“ segir María Líndal, sem breytti algjörlega um stíl í svefnher- berginu hjá sér fyrir lítinn pening og án þess að skipta út stórum húsgögnum. En með því að mála gamlan leðurlíkis- rúmgafl og filma fataskápinn varð stórkostleg breyting á herberginu. „Ég keypti þennan gafl í Betra bak um það leyti sem dóttir mín fermdist, en hún er 25 ára í dag. Ég sá svo um daginn að þeir voru að selja alveg eins gafl, nema hvít- an, á rúmlega 50 þúsund krónur og mig langaði svo í hann,“ segir María en henni fannst orðið full- dimmt í herberginu með dökkan gafl, dökkan fataskáp og svartan hraunaðan vegg. María ákvað hins vegar að spara peninga og keypti frekar sérstaka málningu fyrir leður og leðurlíki og málaði þrjár umferð- ir yfir gaflinn. Hún segir máln- inguna hafa þornað mjög hratt og hún smiti ekkert út frá sér. Gafl- inn er því eins og nýr. „Ég þvoði hann bara vel með sápu og ed- iksblöndu áður en ég málaði. Svo keypti ég reyndar alltof mikið af málningu þannig ég er að hugsa um að mála sófann minn líka,“ segir hún hlæjandi. Fataskápinn filmaði hún svo með háglans plastfilmu eins og eru mjög vinsælar um þessar mundir. „Ég mæli algjörlega með þessu. Það er algjör óþarfi að henda eða selja það sem maður heldur að verði ekki notað meira. Frekar að prófa að flikka upp á það fyrst.“ | slr María Líndal breytti algjörlega um stíl í svefnherberginu með því að mála gamlan leðurlík- isrúmgafl og filma fataskápinn. Umturnaði herberginu fyrir lítinn pening Hinn þekkti morgunklúbbur eða Akademía í sundlauginni á Þingeyri hefur samþykkt eftir- farandi ályktun með eiginlega öllum greiddum atkvæðum: „Akademían á sundlaugarbakkan- um á Þingeyri fordæmir Brenni- vínsfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Þeir þingmenn sem að því standa, ættu að snúa sér að þarfari málum fyrir kjósendur sína. Það er grátlegt þegar dreif- býlisþingmenn telja þetta forgangs- mál fyrir landsbyggðina. Allir vita að það er auðveldara fyrir börn og unglinga að nálg- ast eiturlyf en að panta pizzu. Á það sama að gilda um áfengið? Akademían tekur undir með Birgi Jakobssyni landlækni, sem segir: „Það er talað fyrir því að gera mjög áhættusama og kostnaðar- sama tilraun með sölu á áfengi í matvöruverslunum. Þetta er stór- hættulegt. Áhrif þessarar tilraun- ar verður ekki hægt að draga til baka.“ „Niður í skúffu með Brennivíns- frumvarpið segjum við! Það getur vel verið að sú skoðun okkar sé afturhald. Það verður þá bara að hafa það og hana nú!“ | gt Akademían á Þingeyri fordæmir Brennivínsfrumvarpið FRÉTTABRÉF nR. 111 2. TBL. 24. ÁRGAnGUR SEPTEMBER 2010 Er þetta eina sundlaugin á landinu þar sem sundgestir greiða í kaffisjóð, og njóta þeirra veitinga inni á sundlaugarbakkanum? Í morgunklúbbnum í sundlauginni á Þingeyri ber margt á góma, bæði í gamni og alvöru. Þar eru samankomnir á morgnana margir spekingar af báðum kynjum. Þar eru vandamál þjóðarinnar leyst. Og græskulausar sögur og sagnir eru hafðar með í bland. Þarna er oft kátt á hjalla. FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS Sundlaugin á Þingeyri er falleg bygging A ademían á Þingeyri að störfum. Mynd | Kristján Ottósson.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.