Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 48
8 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2017MATARTÍMINN Rokkaður veitingastaður slær í gegn Hard Rock opnaði aftur á Íslandi í vetur og er á örskömmum tíma orðinn ein af vinsælli veitingastöðum borgarinnar. Forsvarsmenn staðarins segja góðan mat og þjónustu vera lykilinn að velgengninni. Unnið í samstarfi við Hard Rock Reykjavík Við erum sífellt að leita leiða til að koma til móts við viðskiptavinina og þeir kunna bara að meta það,“ segir Styrmir Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Hard Rock Reykjavík, spurður út í þessar góðu viðtökur. Ein þeirra nýjunga sem staður- inn býður upp á í febrúar og mars er girnilegur hádegisverðarmat- seðill þar sem viðskiptavinir geta valið á milli hamborgara, samloku eða fisks dagsins ásamt súpu á tilboðsverði, 1.790 krónur. „Þetta er aðallega hugsað fyrir náms- menn, starfsmenn fyrirtækja og aðra sem eru í bænum á þessum tíma, það er að segja í hádeg- inu og til klukkan 15 á daginn,“ útskýrir Styrmir og bætir við að staðurinn komi til með að bjóða upp á nýjan matseðil í hverri viku út febrúar og mars. Þú nefnir fisk dagsins, það er nú kannski ekki það fyrsta sem fólk hugsar þegar Hard Rock berst í tal. „Jú jú, við bjóðum upp á ofsalega góðan fisk og reynd- ar grænmetisborgara líka fyrir þá sem vilja. Það er auðvitað um að gera að bjóða upp á fisk í ljósi þess hversu gott aðgengi við Ís- lendingar höfum að ferskum fiski, og bara fersku hráefni yfirleitt. Þess vegna erum við ekkert að nota innflutt hráefni heldur búum allt til á staðnum. Það er einmitt ein sérstaða Hard Rock Reykja- vík, þessi áhersla á allt íslenskt.“ Að sögn Styrmis gildir það ekki aðeins um matseldina því viku- lega treður fjöldi íslenskra tón- listarmanna upp á staðnum. „Við höfum verið með svona „back to back“ tónleika í samstarfi við nágranna okkar, Græna herbergið. Tilgangurinn er að búa til vettvang fyrir innlenda tónlist og innlenda tónlistarmenn til að koma sér á framfæri, en það hef- ur lengi vantað hérna í Reykjavík stað sem tekur 250 standandi tónlistargesti. Tónleikarnir fara fram í kjallaranum, en er sjónvarp- að um allt hús og því óhætt að segja að listafólkið fái fína athygli. Auk þess þarf það ekki að leigja græjur því hér er allt fyrir hendi; flott svið og fullkomið hljóð- og ljósakerfi með kösturum og LED tölvustýrðum ljósum. Til dæmis voru Dimmu tónleikar hjá okkur í byrjun febrúar og þeir voru frá- bærir,“ bendir hann á. Veitingastaðurinn er þremur á hæðum og í töluvert bjartari lit- um en Hard Rock staðir yfirleitt. Óhætt er að fullyrða að kjallari hússins gegni fjölþættu hlutverki því Styrmir segir hann líka hugs- aðan sem „lounge“ þar sem gestir geta sest niður, slakað á og pant- að drykk á meðan beðið er eftir borði og eins sem veislusal undir árshátíðir, afmæli og hvers kyns einkaviðburði. „Já það er hægt að leigja hann með þjónum og fullbúnu hljóðkerfi, en við rukkum ekki sérstaklega fyrir salinn, bara fyrir mat og drykk.“ Og hvað er þá í boði? „Afskap- lega flottir hópmatseðlar (www. hardrock.com/cafes/reykjavik) sem hafa mælst vel fyrir, en við getum tekið á móti 30 til 150 gestum í einu niðri í Kjallaranum og haft opinn bar sé þess óskað.“ Eins og fyrr segir hafa lands- menn tekið Hard Rock Café opn- um örmum og viðurkennir Styrmir að viðtökurnar hafi farið fram úr væntingum. „Það er búið að vera brjálað að gera frá opnun í október, stundum 250 matar- gestir í einu. Samt höfum við nánast ekkert auglýst. Og auð- vitað er það afrek út af fyrir sig. Að ná að fylla þúsund fermetra stað og fara þannig úr núlli yfir í það að vera skyndilega orðinn stærsti veitingastaður Reykjavík- ur. Fólk er greinilega ánægt með að Hard Rock skuli hafa opnað aftur eftir 15 ár og margir hissa á þeim stakkaskiptum sem stað- urinn hefur tekið undir stjórn nýrra eigenda vörumerkisins í Bandaríkjunum. Vörumerki þróast eins og hvað annað.“ Með því segist hann eiga við gæðastefnu staðarins. „Já, fólk kann augljóslega að meta hvað við leggjum mikla áherslu á ferskt hráefni, góðan mat, þjónustu og stemningu og það er bara virki- lega ánægjulegt.“ Veitingastaðurinn er í ljósari litum en Hard Rock Café staðir yfirleitt. Hann er á þremur hæðum og gegnir kjallarinn ýmist hlutverki „lounge“, tónleikastaðar eða veislusals undir alls kyns viðburði. Á miðhæðinni eru svo til sýnis búningar úr safni heimsþekktra tónlistarmanna og alls konar varningur til sölu. „Auðvitað er það afrek út fyrir sig. Að ná að fylla þúsund fermetra stað og fara þannig úr núlli yfir í það að vera skyndilega orðinn stærsti veitingastaður Reykjavíkur,“ segir Styrmir Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Hard Rock Café Reykjavík, sem opnaði í nýuppgerðu húsnæði við Lækjargötu í fyrra. Fjöldi girnilegra rétta er á matseðli, þar á meðal grísasíðusamlokan góða. „Við erum eini Hard Rock staðurinn sem eldar hana í sinni upprunalegu mynd. Og ég vil meina að hún sé best hjá okkur,“ segir Styrmir. Hard Rock Reykjavík tekur allt að 250 manns í sæti en yfir 40 stöðugildi eru á veitingastaðnum.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.