Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Hún veit fátt skemmti-legra en að vaða í skít og drullu og brjóta eitthvað og bramla, sem er líklega eins
gott því það er einmitt það sem hún
starfar við. Svanbjörg Vilbergsdóttir
var fyrsta íslenska konan sem fékk
opinbera löggildingu sem pípulagn-
ingameistari árið 2015 og rekur nú
sitt eigið fyrirtæki, Lagnafóðrun
ehf., sem sérhæfir sig í fóðrun á
frárennsli og endurnýjun á skólpi
og dreni.
„Það var ótrúlega skemmti-
legt. Ég hefði kannski átt að gera
meira úr þessu og halda partí, en
ég gerði það ekki,“ segir Svanbjörg
hógværðin uppmáluð um þennan
merka áfanga.
Hún er oft spurð hvort pabbi
hennar sé pípari og það sé ástæð-
an fyrir starfsvalinu, en það er ekki
svo. Hann er bóndi og hefur ekkert
komið nálægt pípulögnum.
„Um daginn var ég á þorrablóti
iðnaðarmanna, þá kom einn upp
að mér og spurði hvers dóttir ég
væri, eins og ég væri ekki þarna á
mínum eigin vegum,“ segir hún og
hlær, enda ýmsu vön.
Vissi ekkert um pípulagnir
Það voru ekki endilega pípulagnirn-
ar sem slíkar sem heilluðu hana og
urðu til þess að hún ákvað að skella
sér í nám. Það var ýmislegt annað
sem kom til. „Ég var að vinna við
tamningar áður og kynntist mörg-
um pípurum í hestunum. Þeir létu
þetta hljóma rosalega vel og plöt-
uðu mig með því að segja að ég gæti
bara verið í fínum fötum, sem ég
gleypti alveg við. Ég var því svo-
lítið græn í fyrstu og vissi ekki neitt
þegar ég byrjaði,“ segir Svanbjörg
en hún vann við pípulagnir í þrjá
mánuði áður en hún byrjaði í nám-
inu. Hún segir misjafnt á hvorum
endanum fólk byrjar, en hún er
ánægð með að hafa farið þá leið
sem hún valdi.
„Annars finnst mér að fólk mætti
leggja meira upp úr því að læra
faggreinarnar. Það eru svo margir
þarna úti að vinna við löggiltar
starfsgreinar án þess að vera lærð-
ir. Mér finnst fyrirkomulagið á raun-
færnismati gott í dag og reynsla er
metin að verðleikum í menntakerf-
inu. En maður þarf auðvitað að vera
bæði skrifandi og lesandi til að út-
skrifast, þó þetta sé iðngrein. Það
þýðir ekkert að vera bara flinkur á
tönginni.“
Mest gaman að
fá að vera skítug
Svanbjörg sér ýmislegt í sínu starfi sem við
flest viljum vera laus við í umhverfi okkar, eins
og mannaskít og rottur. Hún kippir sér þó lítið
upp við það, enda kann hún vel við skítinn.
Árið 2015 varð hún fyrsta íslenska konan til að
verða löggiltur pípulagningameistari en hún
ákvað að fara út í fagið til að fá greidd laun eins
og karlmaður.
Praktískt að fara í karlastarf
Þó Svanbjörg hafi ekkert vitað um
pípulagnir þegar hún byrjaði, þá
kunni hún að möndla með ýmis
verkfæri eftir að hafa þurft að ganga
í margvísleg störf í sveitinni þar
sem hún ólst upp.
„Mér finnst best að gera hlutina
sjálf og prófa allt. Mér finnst rosa-
lega gaman að vera bara skítug. En
þetta snérist aðallega um peninga,“
segir hún hreinskilin. „Ég vildi fá
trausta vinnu. Ég var ein með tvö
börn á þessum tíma og hugsaði með
mér að ég þyrfti að fá borgað eins
og karlmaður. Og þá lá beinast við
að fara í karlastarf. Þetta var meira
praktískt, en eitthvað annað, að
fara út í þetta.“
Starfið lagðist hins vegar strax
vel í hana og hún heillaðist fljótt
af hverskyns pípulagningavinnu.
„Þetta var akkúrat eitthvað fyrir
mig, þetta er svo fjölbreytt. Núna
er ég bara í skítnum, því við sérhæf-
um okkur í skólplögnum. Við leggj-
um dren og fóðrum lagnir, sem er
mjög sérhæft.“
Hún þó vill meina að það hafi ein-
faldlega gerst óvart að hún stofn-
aði pípulagningafyrirtæki. „Ég gríp
alltaf gæsina þegar hún gefst og er
alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég
byrjaði á því að mynda skólplagnir
en það þróaðist út að ég fór að fóðra
líka.“
Fyrirtækið byrjaði smátt, með
einu liði sem í voru þrír starfsmenn,
en það hefur vaxið og nú eru liðin
orðin tvö og starfsmennirnir sjö.
„Það er búið að vera rosalega erfitt
að fá starfsfólk og því hefur verið
erfitt að halda réttu plani. Það er
alveg brjálað að gera en nú er ég
loksins komin með starfsfólk,“ seg-
ir Svanbjörg en hún er einmitt með
eina stelpu í vinnu hjá sér um þess-
ar mundir.
Skítagosbrunnur á lóðinni
Svanbjörg sinnir bæði hefðbundn-
um skrifstofustörfum fyrirtækis-
ins ásamt því að fara á vettvang.
En hún sér alltaf um að mynda og
gerir tilboð í verkin. „Ég er inn og
út af skrifstofunni, alltaf að skipta
um föt. Ég lendi alltaf í verstu að-
stæðunum, því ég mæti alltaf fyrst
á staðinn, svo mætir restin af liðinu
og hreinsar. Þá er þetta ekkert
ógeðslegt lengur,“ segir hún sposk
En finnst henni ekkert erfitt
eða ógeðslegt að vera á kafi í skít
í vinnunni, bókstaflega? „Nei, mér
finnst það ekki erfitt. Kannski ef ég
væri að vinna heima hjá einhverj-
um sem ég þekkti, þá gæti það verið
óþægilegt.“
Hún á reyndar eina góða skíta-
sögu þar sem lýsingarnar minna
helst á atriði úr grínmynd. „Ég
var að skoða hús þar sem allt var
stíflað og mig grunaði að það væri
brunnur úti. Ég fór út og sá móta
fyrir honum í grasinu, sótti skóflu
og stakk henni þar ofan í. Þá kom
skítagosbrunnur upp úr lóðinni.
Það myndaðist svo mikill þrýsting-
ur frá lögnunum.“ Svanbjörg náði
þó sem betur fer að forða sér aðeins
frá og lenti því ekki undir gusunni.
Hún hefur þó lent í því að fólk
virði ekki lokunarplön þegar verið
er að tengja lagnir og sturtar nið-
ur. „Það er ekki skemmtilegt. Þá fæ
ég allt beint í fangið. Maður heyrir
reyndar oft þegar það er að koma
og getur fært sig. Það er samt ekki
daglegt brauð, sem betur fer.“
Hún viðurkennir að maður þurfi
líklega að þola ýmislegt til að geta
starfað við að hreinsa skólplagnir,
en hún er orðin ýmsu vön. „Það
koma til dæmis stundum upp
rottur, en þær eru yfirleitt fljótar
að fara til baka,“ segir hún og hlær.
Amma hló að starfinu
Svanbjörg segir fólk yfirleitt taka
sér vel þegar hún mætir á vett-
vang í gallanum og finnst gjarnan
spennandi að fá konu í verkefnið.
„Ég held að það hafi allavega hjálp-
að okkur frekar en hitt, að það sé
kona sem reki fyrirtækið.“
Hún lenti reyndar oft í því þegar
hún var í náminu að fólk var ekki
alveg að kaupa það að hún hefði
þekkingu og reynslu af því að skipta
um klósett. En það er liðin tíð.
„Ég lendi reyndar stundum í
því þegar ég er að koma og mynda
lagnir, þá situr fólk yfir mér og spyr
mig spjörunum úr. Þá helst þessar
klassísku spurninga, af hverju mér
hafi dottið í hug að fara út í þetta
og fleira í þeim dúr. Svo tekur fólk
myndir af mér á meðan ég er að
vinna verkið.“
Svanbjörgu þykir almennt mjög
gaman í vinunni, hún er opin fyrir
nýjungum og er alltaf að leita betri
leiða til að vinna verkin. Starfinu
fylgja mikil ferðalög, sérstaklega
til Þýskalands, þar sem hún hitt-
ir birgja, og vinnudagarnir eru oft
langir.
En er eitthvað sem henni þykir
skemmtilegra en annað í vinnunni?
„Mér finnst mest gaman að fá að
vera skítug, eða kannski brjóta eitt-
hvað og leggja dren.“ Hún viður-
kennir það þó hlæjandi að kannski
finnist sér þessi störf skemmtilegust
því hún kemst ekki nógu oft í þau.
„Ég er mjög ánægð með þetta
starfsval mitt, en ég skoðaði al-
veg rafvirkjann og smiðinn. Ég er
hins vegar hrædd við rafmagn svo
það gekk ekki og viður er mjög lif-
andi efni og það getur verið erfitt
að vinna með hann. Pípurnar eru
kalt efni og því auðveldara að vinna
með þær.“
Svanbjörg segir fólki ekki finnast
það jafn skrýtið og áður að sjá kon-
ur í hinum svokölluðu hefðbundnu
karlastörfum, en starfsvalið kom þó
einhverjum í kringum hana á óvart.
„Amma hló bara og sagði að þegar
hún var barn hafi einfaldlega verið
kamar úti. Henni fannst því mjög
fyndið að ég ætlaði að verða pípari.
Það tengja allir pípara við klósett,
en þetta er svo miklu meira en það.“
Svanbjörg var einstæð
móðir með tvö börn
og þurfti að fá trausta
vinnu sem borgaði vel.
Myndir | Hari
„Ég held að það hafi alla-
vega hjálpað okkur frekar
en hitt, að það sé kona
sem reki fyrirtækið.“Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
5
1
1
0
7
2