Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 40
Gott að dansa Hin árlega dansbylting UN Women, Milljarð- ur rís, verður haldin í Hörpu klukkan 12 í dag. Skelltu þér í dansskóna, hristu skankana og svitn- aðu aðeins fyrir góðan málstað. Í ár verður minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð. Gott að gefa Nú þegar Valentínusar- dagurinn er nýliðinn og konudagurinn á næsta leiti þá býst enginn við gjöf í dag. Þess vegna er um að gera að vera frum- legur og kaupa fallega gjöf eða blóm handa makanum. Bara af því það er föstudagur. Gott að prófa nýjan stað Nýir veitingastaðir spretta upp hér og þar um borgina og það er fátt betra en að borða góðan mat með góð- um vinum. Skelltu þér á nýj- an stað í kvöld, án þess að skoða matseðilinn á netinu. Láttu koma þér á óvart. GOTT Á FÖSTUDEGI Segðu frá … Drauma konudagsgjöfinni Þórhildur Ólafsdóttir „Draumakonudagsgjöfin mín er að konur fái laun og völd til jafns á við karla. Svo væri ég til í að sofa út.“ Auður Húnfjörð „Draumkonudagsgjöfin mín er nýr kjóll og boð í nautasteik og rauð­ vín!“ Tobba Marinós „Draumakonudagsgjöfin er klass­ ísk. Rauðvín, súkkulaði og blóm. Maðurinn minn gaf mér spinning­ skó á Valentínusardaginn og ég get vel hugsað mér að drekka rauðvín að lokinni góðri æfingu í skónum. Allt er gott í jafnvægi er það ekki?“ Náttúrulegt Þörungamagnesíum ENGIN MAGAÓNOT Mikil virkni Bragðlaust duft í kalt vatn 5 mán. skammtur Nýjar umbúðir

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.