Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 14
Halla Harðardóttir halla@frettatimin.is Það sem er skemmtilegt við að starfa í sjónvarpi er fjölbreytnin. Maður er alltaf að gera allskonar,“ segir Eggert Gunnarsson en hann hefur unnið við dagskrár- gerð og framleiðslu sjónvarpsefn- is í áratugi. Eggert hefur framleitt mikið af efni fyrir RÚV, nú síðast hina margverðlaunuðu þætti um Ævar vísindamann. Þrátt fyrir að hafa komið sér vel fyrir í starfi hér heima var hann ekki lengi að slá til þegar honum bauðst að sækja um starf sjónvarpsstjóra á Papúa Nýju- Gíneu. „Þetta byrjaði með tölvupósti frá gömlum vini sem ég hef ekki hitt í mörg ár, Gísla Snæ Erlingssyni leikstjóra,“ segir Eggert. „Þar var eitt skjal þar sem þetta starf var út- listað og svo var þar ein spurning; viltu verða sjónvarpsstjóri í Papúa Nýju-Gíneu. Ég hef alltaf verið til í að prófa nýja hluti svo ég svaraði bara um hæl; já, því ekki það.“ Magnað ferðalag Papúa Nýja-Gínea er eystri hluti eyjunnar Nýju-Gíneu í Suður- Kyrrahafi. Á eyjunni, sem fékk sjálfstæði frá Ástralíu árið 1975, búa um 7 milljónir manna af mörg- um ættbálkum sem tala yfir 800 tungumál. Um 80% eyjaskeggja býr utan þéttbýlis með lítinn að- gang að nútímatækni og eyjan er þakin háum fjöllum þar sem ætt- bálkar lifa við afar frumstæðar að- stæður og rafmagn nær alls ekki til allra. Landið telst til þróunarlanda en er á hraðri leið til nýrra lífshátta eins og rekstur nýrra sjónvarps- stöðva ber vitni um. Það má gefa 14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 Stjórnar sjónvarpsstöð á Papúa Nýju-Gíneu Eggert Gunnarsson var ekki lengi að hugsa sig um þegar honum bauðst að sækja um stöðu sjónvarpsstjóra á Papúa Nýju-Gíneu fyrir rúmu ári. Eftir ár á stöðinni er hann gjörsamlega heillaður af landi og þjóð. Papúa Nýja-Gínea er eyríki í Suðvest- ur-Kyrrahafi fyrir norðan Ástralíu sem tekur yfir eystri helming eyjunnar Nýju-Gíneu. Indónesía ræður yfir vestari helmingnum. Norðan við Papúu eru fjölmargar eldfjallaeyjar sem eru kallaðar Nýja-Gínea. Landið varð til við sameiningu nokkurra svæða undir tímabundinni stjórn Ástralíu og hlaut síðan sjálfstæði árið 1975. Hvergi í heim- inum eru töluð jafn mörg tungumál og í landinu, eða yfir 800 tungumál. Sing Sing hátíðin. Í Paúa Nýju-Gíneu búa um 7 milljónir manna af mörgum ættbálkum sem margir hverjir eru afar frumstæðir. Sing sing hátíðin er haldin einu sinni á ári en þá koma ættbálkar saman og deila arfleifð sinni með söng og dansi og tilheyrandi viðhöfn. Hér má sjá Chimbu beinagrindadansara, hinn svokallaða Leðjumann og vel skreyttan höfðingja. sér að rekstur heillar fréttadeildar og framleiðsla á innlendri dagskrár- gerð hljóti að vera mikið ævintýri við slíkar aðstæður. Eggert segir allt við þetta ár sem nú er liðið hafa ver- ið magnað ferðalag sem hófst með atvinnuviðtali í 13 tíma flugfjarlægð frá Íslandi. „Fyrsta starfsviðtalið fór fram í gegnum síma en það næsta fór fram á miðri leið milli Íslands og Nýju-Gíneu, í Dúbai. Eftir viðtalið hófst svo bið eftir svari og á þeim tíma hlóum við fjölskyldan bara að þessu og gerðum grín að því að kannski væri ég að fara í þetta fjar- læga land sem við vissum svo lítið 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins omn r aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loks ns komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komna aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglegaost.tiskufataverslun ost.c_tiska Skór kr. 9.900,- Gallabuxur kr. 10.900,- Peysa kr. 3.900,- Ný föt og skór

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.