Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 6
OP IÐ Á SU NN UD ÖG UM Í DO RM A SM ÁR AT OR GI Florence svefnsófi Ítalskur gæðasvefnsófi. Ljósbrúnn og dökkgrár. Vönduð heilsudýna. Stærð: 198 x 93 H: 88 cm. Dýnustærð: 140x200 cm. ÁTTU VON Á GESTUM Svefnsófar Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Dormaverð 139.990 kr. Mona tungusvefnsófi Grár svefnsófi með hægri eða vinsti tungu. Breidd: 233 cm. Dýpt: 96 cm. Tunga: 155 cm. Dormaverð 99.900 kr. Slitsterkt áklæði, ljós- eða dökkgrátt. Svefnsvæði: 120 x 200 cm Memphis svefnsófi Dormaverð 289.900 kr. 6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 Skagafjörður tapar 30 milljónum á bátasmiðju Sveitarstjórnarmál Sveitarfélagið Skagafjörður átti plastbátafyrir- tæki með Kaupfélagi Skagfirðinga sem tapaði miklum peningum. Kaupfélag Skagfirðinga lánaði því um 60 milljónir króna til að borga laun starfsmanna. Oddviti Fram- sóknarflokksins segir að auðvelt sé að vera vitur eftir á en að ákvörðun um fjárfestinguna hafi verið tekin í góðri trú. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Sveitarfélagið Skagafjörður þarf að leggja 23 milljónir króna af fjár- munum sveitarfélagsins inn í plast- bátasmiðjuna Mótun ehf. vegna skulda fyrirtækisins þar sem fyrir- séð er að reksturinn stefnir í þrot. Fjárframlagið er skilgreint sem víkj- andi lán. Meðeigandi sveitarfélagsins í bátasmiðjunni er Kaupfélag Skag- firðinga (KS), stærsti atvinnurek- andinn í Skagafirði og eitt stöndugsta fyrirtæki landsins. Sveitarfélagið og kaupfélagið eiga bæði 49 pró- sent í fyrirtækinu. Fjármögnun- in var ákveðin á fundi byggðaráðs Skagafjarðar á fimmtudagsmorgun. Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í sveitarstjórn, segir að í heildina muni tap sveitar- félagsins af fjárfestingunni verða um 33 milljónir króna þar sem fyrir hafi Skagafjörður lagt tíu milljónir inn í fyrirtækið. „Auðvitað er auðvelt að vera vitur eftir á. Ef við hefðum vitað hvernig þetta myndi enda þá hefð- um við auðvitað ekki gert þetta. En við hófum þetta verkefni með góðum hug og ætluðum að styrkja atvinnulíf- ið hér. En því miður þá gekk þetta og við erum öll meðvituð um það sem tókum þessa ákvörðun,“ segir Stef- án Vagn. Tekin var ákvörðun um fjár- festinguna í plastbátasmiðjunni um sumarið 2014, skömmu eftir sveitar- stjórnarkosningar sem þá fóru fram þar sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisf lokkurinn mynduðu meirihluta. Til stóð að fyrirtækið myndi tengjast uppbyggingu á plast- bátadeild við fjölbrautaskólann á Sauðárkróki sem til stóð að byggja upp. Fjárfestingin var gagnrýnd af fulltrúa minnihlutaflokks í bæjar- stjórn, Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur úr K-listanum, sem sagði meðal annars um málið: „Undirrituð telur ekki rétt að sveitarfélagið setji meira skattfé íbúa í félag sem gerir út á margþætta starfsemi í samkeppnis- rekstri með stærsta fyrirtæki sveitar- félagsins.“ Fjárfesting sveitarfélagsins í bátasmiðjunni hefur alls ekki gengið upp síðastliðin ár en í bréfi frá endur- skoðanda sveitarfélagsins Skagafjarð- ar, KPMG, til Ástu Pálmadóttur í janú- ar sagði meðal annars að Mótun ehf. ætti 12 til 13 milljóna eignir á móti 60 milljóna króna skuldum. Kaupfélag Skagfirðinga hefur um hríð greitt laun og launatengd gjöld fyrir starfs- menn Mótunar ehf. og er félagið því búið að stofna til skuldar við kaupfé- lagið upp á tugi milljóna. Þar af leið- andi væri ljóst, eins og segir í bréf- inu, að greiða þyrfti 46 til 47 milljónir króna inn í félagið til að greiða niður þessar skuldir við kaupfélagið. Í bréfinu leggur KPMG til að Skaga- fjörður leggi Mótun til nýtt hlutafé eða þá víkjandi lán. Alveg sama hvor leiði yrði farin þá væri ljóst að hlutafé Mótunar ehf. væri einskis virði og að fjármagnið sem sett yrði inn í félag- ið væri tapað. „Sveitarfélagið Skaga- fjörður getur greitt sinn hluta með aukningu hlutafjár að hluta eða öllu leyti eða með því að veita Mótun ehf. lán. Hvor leiðin sem valin yrði er ljóst að raunvirði kröfunnar (hlutafjárins) er nánast 0 kr. þar sem engar líkur eru á að félagið gæti endurgreitt lánið eða endurgreitt hluthöfum það hluta- fé sem þeir hafa lagt inn í félagið.“ Stefán Vagn segir að reynt verði að selja eignir félagsins, meðal annars tæki og mót til að smíða báta, og sölu- andvirðið muni draga úr tapi sveitar- félagsins á Mótun ehf. Sveitarfélagið Skagafjörður þarf að leggja nær gjaldþrota bátasmiðju til 23 milljónir vegna taprekstrar. Skagafjörður fjárfesti í fyrirtækinu ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga sem Þórólfur Gíslason og Sigurjón Rúnar Rafnsson stýra. Öryggismál Sterkar vísbendingar eru um að hlutfallslega séu fleiri ökumenn af asísku bergi brotnir að lenda í umferðarslysum en önnur þjóðerni hér á landi. Af þeim sökum hefur Slysavarnafé- lagið Landsbjörg meðal annars stóraukið fræðslu gagnvart Asíubúum, meðal annars með svokölluðum stýrisspjöldum sem eru myndræn. Þá hefur Samgöngustofa gefið út bækling á kínversku þar sem umferðarör- yggi er áréttað. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Það eru vísbendingar um það að sé hærra hlutfall ökumanna af asísku bergi brotnir sem eru að lenda í um- ferðarslysum en önnur þjóðerni,“ segir Jónas Guðmundsson sem sinn- ir slysavarnamálum hjá Landsbjörg. Hann segir banaslysum almennt fara fækkandi hlutfallslega, en áréttar að undantekning hafi verið á því árið 2015, þegar margir létu- st í umferðinni. Enn á eftir að taka saman fjölda banaslysa á síðasta ári. Flest banaslys tengd ferðamönn- um eiga sér stað á þjóðveginum á milli Jökulsárslóns og Reykja- víkur, en næstalgengasti staður- inn er Silfra. Þar lést ferðamað- ur á dögunum eftir að hafa lent í vanda í gjánni. Alls hafa verið fjög- ur banaslys í gjánni síðustu ár, auk annarra alvarlegra slysa, sem tryggir gjánni þann vafasama heið- ur að vera næsthættulegasti staður- inn á Íslandi í ferðamannaþjónustu. Jónas segir hinsvegar vöntun á uppbyggingu innviða áhyggju- efni og að það hafi líklega orsak- að slys. „Þannig má nefna útskot á Suðurlandinu. Það er alveg vitað hvaða staðir þetta eru sem fólk er að stoppa helst á,“ útskýrir Jónas sem segir það eðlilegt að ferðamenn stoppi á ákveðnum stöðum til þess að mynda stórbrotna náttúru. „Við þurfum að gera betur, það er alveg ljóst, við viljum ekki sætta okkur við banaslys en við erum að ná árangri með fræðslu og þeim verkefnum sem við erum að beita,“ segir Jónas. Áhyggjur af asískum ökumönnum Mikill fjöldi ferðamanna kafar í Silfru sem er annar hættulegasti staðurinn á landinu þegar kemur að slysum á ferðamönnum. Dómsmál „Næstu skref eru líklega þau að Landsnet framkvæmir nýtt umhverfismat og í kjölfarið verður þá líklega sótt um nýtt fram- kvæmdaleyfi hjá bænum,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga á Vatnsleysuströnd, en Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að fella úr gildi umhverfismat vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Það voru eigendur jarða í ná- grenninu sem sóttu málið gegn Landsneti og Vogum. Í úrskurði Hæstaréttar segir meðal annars að mat á umhverfisáhrifum á lagningu strengs í jörðu hafi ekki verið full- nægjandi. Til stendur að leggja línuna frá frá Hamranesi í Hafnarfirði um sveitarfélagið Voga, Reykjanesbæ og Grindarvíkurbæ að tengivirki við Rauðamel norðan við Svartsengi. Ásgeir segir þörf á raforkuflutn- ingum til þessa hluta landsins, en fyrir sé aðeins ein lína. „Og að því leytinu til, hvernig sem málið verð- ur leyst, tel ég æskilegt að það mál fái sinn framgang,“ segir Ásgeir sem tekur enga afstöðu til þess hvort línan eigi að vera ofanjarðar eða neðan. | vg Þurfa að framkvæma nýtt umhverfismat Ásgeir Eiriksson er bæjarstjóri Voga.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.