Fréttatíminn - 25.02.2017, Síða 2

Fréttatíminn - 25.02.2017, Síða 2
Sakamál „Mér fannst þetta liggja nokkuð ljóst fyrir,“ segir Einar Bollason, bróðir Erlu Bolladóttur um þá niðurstöðu endurupp- tökunefndar að taka upp mál allra sakborninga nema Erlu Bolladóttur og allar sakargiftir nema þær sem snúa að röngum áburði. „Hún laug upp á fjóra menn og rústaði fjölskyldulífi þeirra. Ég veit ekki af hverju niðurstaðan hefði átt að vera önnur.“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatimin.is „Mér finnst sem fjölmiðlar geri stundum lítið úr þessu máli. Það er ekki léttvægt að rústa fjölskyldum með lygum og fráleitum áburði. En auðvitað hefði þurft sérstaka rann- sókn á því hvernig lögreglan og ákæruvaldið trúðu þessum lygum,“ segir Einar Bollason. „Fyrir mér er þetta sagan endalausa, fjölskyldan fær aldrei frið.“ En nú var hún mjög ung og ráð- villt og haldið frá kornabarni eft- ir að hún var handtekin. Er ekki margt sem bendir til að hún hafi ekki verið með sjálfri sér? „Myndir þú hafa samúð með manneskju sem lygi upp á þig þátt- töku í tvöföldu morði og hefði orðið þess valdandi að þú sast 102 daga í einangrun,“ segir Einar. Hann seg- ist þó kominn yfir hatur og reiði, en þau systkinin hafa einungis ræðst tvisvar við í síma eftir að málið kom upp og hist einu sinni, en það var við jarðarför systur þeirra. „Ég er sammála þessari niðurstöðu en er þó kominn nógu langt í minni endurhæfingu til að geta óskað henni alls hins besta,“ segir hann. Í sama streng tekur Magnús Leó- poldsson. „Það hefði komið mér mjög á óvart ef það ætti að fara að hreyfa við máli Erlu Bolladóttur,“ segir Magnús. „Það hefði verið vægast sagt sérstakt. Hún bar mig röngum sökum og ég sat saklaus í fangelsi í fjóra mánuði, hennar vegna. Það er bara ekki flóknara en það,“ segir Magnús. lögregla Ráðist var á þrjú ung- menni í miðbænum aðfaranótt sunnudags. Árásin var tilefnislaus og þekktist fólkið ekkert. Einn slasaðist alvarlega og er nýkominn til meðvitundar eftir alvarlega heilablæðingu. Faðir hans segir að hann hafi útskrifast af spítala í gær. Enginn hefur verið handtekinn. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Ég ætla ekki að lýsa þeirri angist, þeim ótta og því varnarleysi sem við fjölskyldan upplifðum við sjúkrabeð sonar meðan við biðum milli vonar og ótta um hverjar afleiðingar þessa hroðalega verknaðar yrðu,“ segir Runólfur Ágústsson, íbúi í miðbæn- um, en sonur hans, kærasta hans og vinur þeirra urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um helgina, aðfaranótt sunnudags. Kvöldið áður höfðu Runólfur og Áslaug Guðrúnardóttir, sambýl- iskona hans, haft matarboð fyrir börnin sín en þau eldri fóru út á lífið seinna um kvöldið. „Þegar þau komu út af skemmti- stað réðist hópur fólks sem þau þekktu ekki á þau í Hafnarstræti og misþyrmdi þeim. „Karen og vinur- inn sluppu með mar og skrámur en Eyvindur var ekki svo heppinn. Hann fékk heilablæðingu,“ segir Runólfur. Sonur Runólfs er kominn til með- vitundar og var að útskrifast í gær. Runólfur segist sjaldan hafa upplif- að verri daga. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en það er til rannsóknar hjá lögreglunni. Run- ólfur segir ekki flókið að bæta veru- lega öryggi íbúa í borginni „Börnin okkar eiga rétt á því að þeim sé ekki misþyrmt, að þeim sé ekki nauðg- að eða að þau séu ekki drepin. Þetta gildir um okkur hin líka.“ 2 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Runólfur Ágústsson segist hafa lifað erfiðustu daga lífsins meðan hann beið eft- ir að sonurinn kæmist til meðvitundar. Tjöldin dregin frá. (Trumbusláttur) Kjararáð ætlar að lækka laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslands- banka, um 40 prósent. Úrskurður kjararáðs um gríðarlegar hækkanir til þingmanna og ráð- herra hefur sett vinnumarkaðinn á annan endann og því kemur þessi snaggaralega afgreiðsla á launum bankastýrunnar á óvart. (Lúðrar þeyttir) Laun Birnu verða eftir breytinguna rúmar 2 millj- ónir með fastri yfirvinnu og álagi. (Tjöldin dregin fyrir) II þáttur. Birna kemur fasmikil inn á sviðið og bankastjórnin í humátt á eftir henni. (Fiðlutónlist) Birna segist vera ákaflega dugleg í vinnunni og hafi meðal annars einu sinni verið valin viðskiptafræðingur ársins. (Trumbusláttur) Tilkynnt er að úr- skurður kjararáðs um laun Birnu hafi engin áhrif því laun hennar verði færð undan kjararáði 1. júlí. Birna heyri ekki undir kjararáð og hafi aldrei átt að heyra undir kjara- ráð. Kjararáð hneigir sig og bakkar út af sviðinu. (Leiktjöld falla) Boðskapur verksins er sá að ef þjóðin á banka og rekur sérstakt kjararáð sem ákveður að lækka laun bankastjórans, er henni bara sagt dingla sér. Ef þjóðin á Alþingi og ákveður að lækka laun 63 fulltrúa sinna, er henni sagt að ákvarðanir kjararáðs séu yfirnáttúrulegar og ekki á færi dauðlegra að grípa inn í. Og ef einhver vill frekari útskýr- ingar, svarar kjararáð ekki í símann. Þóra Kristín LAUN BIRNU Eyvindur Runólfsson og kærasta hans, Karen Gígja Agnarsdóttir, urðu fyrir alvarlegri líkamsárás ókunnugs fólks í Hafnarstræti um helgina. Fékk heilablæðingu eftir tilefnislausa líkamsárás Sumargleði á Sikiley sp ör e hf . Sumar 11 Sólríka eyjan Sikiley er undurfögur. Fornar minjar bera vitni um 3.000 ára sögu hennar og hvísla um menningu þeirra þjóða sem hér ríktu í gegnum tíðina. Ásamt því að skoða Palermo verður farið til Monreale, Ragusa sem er barokkprýði eyjarinnar, forngrísku borgarinnar Sýrakúsa, Modica sem frægust er fyrir súkkulaðigerð sína og Catania sem stendur við rætur eldfjallsins Etnu, sem við skoðum auðvitað nánar. 7. - 21. ágúst Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 338.300 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Mér fannst þetta liggja nokkuð ljóst fyrir „Pabbi, loksins er komið að því!“ Sævar Cicielski barðist ötullega fyrir endurupptöku allt frá því um miðjan tíunda áratuginn. Endurupptökunefnd hefur úrskurðað að heimilað sé að taka upp öll dómsmál sem tengdust hvarfi og morði á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einars- syni. Hins vegar var ekki fallist á að taka upp mál Erlu Bolladóttur og aðra dóma um rangar sakar- giftir. „Við systkinin getum loksins fagnað því að mann- orð þitt verður hreinsað,“ sagði Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, á Facebook skömmu eftir að úrskurðurinn var birtur. 43 árum eftir að Geirfinnur Einarsson hvarf frá heimili sínu í Keflavík og 37 árum eftir að dómar voru kveðnir upp yfir sex sakborningum í Guð- mundar- og Geirfinnsmálum, hefur endurupp- tökunefnd kveðið upp þann dóm að forsendur séu til þess að taka málið upp að nýju. Fimm manns hlutu dóma fyrir að eiga hlut í dauða Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar en lík þeirra fundust aldrei. Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson, Albert Klahn Skaftason, Tryggvi Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson. Erla Bolladóttir hlaut einungis dóm í málinu fyr- ir rangar sakargiftir. Hafnað er beiðni um end ur- upp töku dóms Hæsta réttar hvað varðar sakfellingu hennar, Krist jáns Við ars Viðarsson og Sæv ars Mar- inós Ciesielski fyrir að hafa borið rangar sakir um hlutdeild í dauða Geirfinns Einarssonar, á Einar Gunnar Bolla son, Magnús Leó polds son, Sig ur björn Eiríks son og Valdi mar Olsen. Sævar reyndi að fá málið endurupptekið árið 1994 en því var hafnað. 1997 viðurkenndi Hæsti- réttur að Sævar hefði sætt harðræði í Síðu- múlafangelsinu en taldi skilyrðum til endurupp- töku þó ekki fullnægt. Árið 2011, sama ár og Sævar Ciesielski lést, skipaði Ögmundur Jónasson, þáver- andi innanríkisráðherra, starfshóp til að fara yfir málið í heild sinni. Árið 2013 skilaði starfshópurinn skýrslu um að veigamiklar ástæður væru til að taka málið upp að nýju. Árið 2014 skilaði Davíð Þór Björgvinsson áliti sínu um að forsendur væru til að endurupptaka málið. Málið var sent til endurupptökunefndar sem hefur nú komist að niðurstöðu. Úrskurður nefndarinnar er endanlegur og ekki hægt að áfrýja honum. Fimmmenningarnir, eða af- komendur þeirra, verða nú að snúa sér til dómstóla vilji þeir taka málið upp að nýju. Tveir eru látnir, þeir Tryggvi Rúnar Leifsson og Sævar Ciesielski. „Faðir okkar barðist alla ævi fyrir sannleikanum í þessum málum og að sakleysi hans yrði viður- kennt,“ segir Hafþór, sonur Sævars. „Mannshvörf tveggja manna voru misnotuð af rannsóknaraðil- um. Við vildum óska þess að pabbi væri með okkur í dag en svo er því miður ekki.“ Einar Bollason segist kominn yfir hatur og reiði. Erla Bolladóttir fær mál sitt ekki endurupptekið. Aðstoðarmaður Óttarrs Proppé segir að ekki liggi fyrir hvenær ákvörðun um hið einkarekna sjúkrahús Klíník- urinnar liggi fyrir. Óttarr undir feldi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra liggur enn undir feldi og íhugar hvaða ákvörðun hann eigi að taka varðandi einkarekna sjúkrahúsið sem Klíníkin vill opna í Ármúlan- um. Þetta segir aðstoðarmaður Óttarrs, Unnsteinn Jóhannsson, aðspurður um stöðu málsins. Ákvörðunin er komin inn á borð til Óttarrs, eins og Fréttatím- inn greindi frá í lok janúar, eftir að Embætti landlæknis komst að þeirri niðurstöðu að rekstur Klíníkurinnar á fimm daga legu- deild fyrir sjúklinga uppfyllti faglegar kröfur. Ákvörðunin er fordæmalaus í sögu íslenska heilbrigðiskerfisins þar sem sá möguleiki hefur aldrei áður verið fyrir hendi að einkarekið sjúkrahús opni á Íslandi. | ifv

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.