Fréttatíminn - 25.02.2017, Page 8

Fréttatíminn - 25.02.2017, Page 8
ersen sé rökfastasti og sjálfstæðasti armur Sjálfstæðisflokksins. Hún sé töffari, elski að vera umdeild og láti flokks- valdið ekki aftra sér. Eykur við breiddina „Ég er búinn að þekkja hana í 30 ár og er samstiga henni í ýmsu,“ seg- ir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kynntist henni í Menntaskólanum í Reykja- vík. „Hún var strax með ákveðnar skoðanir og lifandi áhuga á pólitík. Hún varð fljótt virk í starfi flokksins og óhrædd við að fara eigin leið- ir og tala hug sinn allan. Ég held að kynferði hafi ekki skipt megin- máli þegar Bjarni ákvað að velja hana í embætti heldur eykur hún við breiddina í ráðherraliðinu sem er gott.“ Birgir segir að Sigríður hafi alltaf þótt í hópi róttækustu þingmanna og þeirra sem eru lengst til hægri ef frjálshyggja sé mælikvarði á það. Hann segist þó ekki sammála samlíkingu við teboðshreyfinguna því áhersla hennar á trúmál og sið- ferðisgildi eigi ekki við í íslenskri pólitík. „Hún hefur tileinkað sér þann stíl að vera mjög beinskeytt og róttæk og stundum höfum við orðið ósammála,“ segir Birgir. „En það hefur alltaf verið í lagi. Hún hefur þann hæfileika að taka gagn- rýni ekki persónulega.“ „Helsti galli hennar er sá að hún er ekki nema 1.10 á hæð,“ seg- ir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Svo kemur hún stundum bratt á fólk þegar hún segir sínar meiningar afdrátt- arlaust, en mér finnst það frekar kostur en galli.“ Róttæk frjálshyggjukona Alger afneitun Sigríðar Á. And- ersen á jafnréttisbaráttu kynj- anna, ótrú á gagnsemi aðgerða gegn mengun í loftslagsmálum og ötul barátta fyrir einkabílnum og lægri sköttum á eldsneyti hefur vakið athygli. Sigríður flokkar ekki rusl, að eigin sögn, og þegar hjúkr- unarfræðingar voru í verkfalli til að krefjast hærri launa, komst hún í fréttirnar fyrir ummæli sín um að í þessu fælust tækifæri til einkavæðingar. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, prófessor í stjórnmálafræði, segist þó ekki sammála því að Sig- ríður sé lengst til hægri af þing- mönnum flokksins án þess að hann vilji gefa upp hver standi hægra megin við hana. „Ég held, að rangt sé að segja, að hún sé meðal 8 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 – gerir lífið bjartara Stækkunarglerslampar Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is · gloey@gloey.is Vandaðir stækkunar­ glerslampar í föndur og fína vinnu. Góð birta. kr. 14.990,- kr. 19.900,- kr. 39.990,- Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Það kom mörgum á óvart þegar Sigríður Á. And-ersen var gerð að dóms-málaráðherra en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virtist í tals- verðum vandræðum við að koma saman ríkisstjórn þar sem ekki hallaði að verulegu leyti á konur. Sigríður Á. Andersen er 45 ára, búin að starfa í flokknum alla sína tíð, bæði í ungliðastarfi flokksins og ötull boðberi frjálshyggjunnar sem einn stofnenda þjóðmálafé- lagsins Andríkis og ritstjórnarmeð- limur Vefþjóðviljans. Þá hefur hún verið þingmaður frá árinu 2015 en hún var varaþingmaður frá ár- inu 2007 og kom inn á þing þegar Pétur Blöndal féll frá. Fyrir síðustu kosningar skipaði hún fjórða sæti í Reykjavík suður. Sigríður er lögfræðingur, en foreldrar hennar eru Brynhildur Kristinsdóttir skrifstofumaður og Geir R. Andersen blaðamaður. Hún er gift Glúmi Jóni Björnssyni efna- fræðingi en þau eiga tvö börn. Þeir sem til þekkja segja að kjarninn í kringum Sigríði Á. And- Hægrisinnaðasti ráðherrann hægrisinnuð- ustu þingmanna f lokksins,“ seg- ir Hannes. „Hún er hins vegar tví- mæla laust með- al frjálslyndustu þingmannanna. Hún mun auðvit- að, eins og aðrir stjórnmálamenn, haga seglum eftir vindi, enda vand- séð, hvernig ella á að sigla. Ein sér breytir hún eflaust ekki öllu, enda ráðast breytingar af tíðaranda og að- stæðum frekar en einstökum mönn- um, en ég geri fast- lega ráð fyrir, að hún verði farsæll ráðherra, gætinn, en samt ákveðinn. Ég held, að bestu vinir hennar séu skattgreið- endur og neytendur, en hún er ótrauður talsmaður þessara tveggja hópa, sem oft eru vanræktir í stjórn- málum.“ „Hún er alveg öfgalaus, að mínu mati, og mjög tryggur flokksmaður,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Hann ber henni vel söguna og segir hana hafa gott skopskyn og vera blátt áfram í öllum samskiptum. Hún komi ekki í bakið á nein- um. „Hún er í frjáls- lyndari armi flokksins með sterkt gildismat hvað varðar frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Ég veit ekki „Hún var strax með ákveðnar skoðanir og lifandi áhuga á pólitík. Hún varð fljótt virk í starfi flokksins og óhrædd við að fara eigin leiðir og tala hug sinn allan. “ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að menn séu ekki dæmdir til að vera sammála um allt en það sé á ábyrgð allrar ríkisstjórnarinnar að leiða mál sem hún leggur fram til lykta. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófess- or í stjórnmálafræði, segist ekki sammála því að Sigríður sé lengst til hægri af þingmönnum flokksins. Sigríður Á. Andersen er almennt talinn sá stjórnarliði sem er lengst til hægri. Hún er róttæk frjálshyggjukona en málflutningur hennar þykir stundum ekki ósvipaður teboðshreyfingunni í Bandaríkjunum, allavega á frumbýlisárum hennar. Hún espar upp ráðherra samstarfsflokkanna í ríkisstjórn með því að viðra skoðanir á jafnréttismálum og umhverfismálum sem ganga í berhögg við stjórnarsáttmálann eða yfirlýsingar annarra ráðherra. Hún þykir þó varla líkleg til að ganga lengra en það enda kann hún vel við embættið.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.