Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017
Kjóll
Verð: 8.990 kr
PÓSTSENDUM FRÍTT HVERT Á LAND SEM ER
Opið alla virka daga frá kl. 11-18
& Laugardaga frá kl. 11-16
Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is
KJÓLAR FYRIR
FERMINGUNA
Skoðaðu úrvalið á curvy.is eða
kíktu til okkar í Fákafen 9
Stærðir 14-26 eða 42-54
hvort hún er lengst til hægri en
þetta er stelpa með skýra pólitíska
sýn.“
Önnur nálgun á jafnrétti
Flokkskonur Sjálfstæðisflokksins
riðu ekki feitum hesti frá prófkjör-
um flokksins í síðustu kosningum
og Ólöf Nordal, vinsælasta stjórn-
málakonan, var ekki tiltæk vegna
veikinda en hún er nú látin. Unn-
ur Brá Konráðsdóttir kom ekki til
greina sem ráðherra en hún hafði
fallið í ónáð innan flokksins eftir
að hafa ein flokksmanna greitt at-
kvæði með þingrofi og kosningum
eftir að aflandseyjamál fyrri rík-
isstjórnar komust í hámæli. Hún
hafði þó unnið sig hratt í álit aft-
ur og var gerð að forseta þingsins,
mikil virðingarstaða, en fremur
eyrnamerkt þeim sem eru á útleið
úr pólitík.
Sigríður hefur talað gegn kynja-
kvóta líkt og mörgum öðrum jafn-
réttismálum. Hún var einnig eini
stjórnarþingmaðurinn sem greiddi
atkvæði gegn því að settur yrði á
fót sérstakur jafnréttissjóður í til-
efni af hundrað ára afmæli kosn-
ingaréttar kvenna og því má segja
að það sé kaldhæðnislegt að and-
stæð sjónarmið yrðu óbeint til að
gera hana að dómsmálaráðherra.
Útnefning hennar í ráð-
herraembætti vakti mikla athygli
og einnig hrifningu þeirra sem eru
lengst til hægri í flokknum. Og Sig-
ríður hefur ekki valdið aðdáendum
sínum vonbrigðum. Eftir einungis
sex vikur í embætti hefur hún náð
að marka sér afgerandi sér-
stöðu innan stjórnarinnar.
Öfgalaus að mínu mati
„Ég myndi ekki segja að
hún væri ekki hlynnt
jafnrétti, en hún hefur vissulega
aðra nálgun á jafnréttisbaráttuna
en ýmsir aðrir, til að mynda ég,“
segir Unnur Brá Konráðsdóttir,
forseti Alþingis. „Hún gengur út
frá því að allir hafi jöfn tækifæri og
eigi jafna möguleika á því að láta
að sér kveða.“
Hún segir að það hafi ekki bein-
línis komið á óvart að Sigríður
yrði ráðherra. „Svarið er bæði já
og nei. Aðferðafræðin kom mest á
óvart. Síðast skipaði Bjarni einung-
is oddvita á lista, við áttum aldrei
séns sem lentum neðar á lista. Það
var nýtt að manneskja í fjórða sæti
á lista kæmi til greina. En sem
einstaklingur er hún vel að emb-
ættinu komin.“
Brynjar Níelsson var ofar en
Sigríður á lista flokksins og lög-
fræðingur, eins og hún. Hann
var enda oftar en einu sinni orð-
aður við dómsmálin í ríkisstjórn.
Hann segir að formaður flokksins
hafi staðið frammi fyrir því að rík-
isstjórnin þyrfti að endurspegla
bæði kynin og hann hafi verið
heppinn að hafa Sigríði enda hafi
hún dýrmæta reynslu og þekkingu
í embættið.
Kunnugir segja að ráðherraemb-
ætti hafi hinsvegar komið Sigríði
sjálfri mest á óvart og hún sé enn
að fagna ásamt félögum sínum í
Andríki. Hún komi til með að halda
reglulegar flugeldasýningar til að
halda fólki á tánum og friða stuðn-
ingsmenn sína í harðlínuliðinu en
hún muni ekki ganga lengra og
ekki gera neitt sem geti raunveru-
lega ógnað stöðu hennar
innan ríkisstjórnar-
innar.
Þannig haf i
hún komið með
sínum hætti í
umræður um
launamun kynj-
anna. Hún hafi
náð að stuða marga,
ekki síst úr
samstarfsflokkunum í ríkisstjórn.
Hún gæti þess hinsvegar vandlega
að bjóða ekki upp á umræður um
málið eða svara gagnrýni frá félög-
um sínum í stjórnarliðinu.
Ótrú á jafnlaunavottun
Ríkisstjórn Sjálfstæðisf lokks,
Bjartrar framtíðar og Viðreisnar
hefur nú verið við völd í 6 vikur
og þegar slegið met í óvinsældum
en aldrei hefur nein ríkisstjórn átt
jafn litlu fylgi að fagna í upphafi
ferils síns. Stjórnarandstæðingar
hafa slegið upp ágreiningi innan
stjórnarinnar og af nógu er að taka
og þar hefur Sigríður Á. Andersen
ekki látið sitt eftir liggja. Hún hef-
ur meðal annars lýst yfir vantrú
á því að kynbundinn launamunur
sé til staðar og ótrú á jafnlauna-
vottun ríkisstjórnarinnar sem þó
er í stjórnarsáttmála og í raun eina
málið þar sem samstarfsflokkurinn
Viðreisn hafði náð að merja í gegn.
Birgir Ármannsson segist þó
halda að Sigríður greiði atkvæði
með þessu máli í þinginu líkt og
öðrum málum sem ríkisstjórnin
hefur komið sér saman um. „Það
er heilbrigt að takast á um mis-
munandi sjónarmið, menn eru
ekki dæmdir til að vera sammála
um allt en það er á ábyrgð allrar
ríkisstjórnarinnar að leiða mál
sem hún leggur fram til lykta,“
segir Birgir.
Unnur Brá Konráðsdóttir segist
ekki telja að sýn Sigríðar á jafn-
réttismál komi til með að skapa
vandamál í stjórnarsamstarfinu
en það verði sjálfsagt margir
ósáttir.
Brynjar Níelsson segist
hafa svipaða skoðun á
jafnréttismálum og Sig-
ríður. „Hún er í eðli sínu
mikill jafnréttissinni en
hefur sínar skoðanir á því
hvaða leiðir eru bestar til
að uppræta mismunun.
Hún lítur á jafnlaunavott-
un og kynjakvóta sem mis-
munun.“
Fleiri þingmenn
í stjórnarliðinu
eru ósammála jafnlaunavottun og
vegna þess hve meirihluti stjórnar-
innar er naumur myndi frumvarp
um slíkt vart hafa brautargengi
nema með stuðningi stjórnarand-
stöðunnar. Það er því viðkvæmt
að ráðherra blandi sér í hóp gagn-
rýnenda.
„Það er nú ekkert frumvarp
komið fram enn um jafnlaunavott-
un,“ segir Unnur Brá. „Það er dá-
lítið snemmt að fara að velta því
fyrir sér hvernig atkvæði falli um
mál sem er ekki búið að koma
fram. Það er vissulega fjallað um
það í stjórnarsáttmálanum en það
skiptir máli hvernig það lítur út í
endanlegri mynd. En ég á ekki von
á öðru en að allir ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar muni bakka það
upp.“
Mikil útivistarkona
Björt framtíð fer með umhverfis-
málin. Björt Ólafsdóttir um-
hverfisráðherra lýsti því yfir strax
í upphafi að stóriðjustefnunni væri
lokið. Ekki yrðu gerðir fleiri íviln-
andi samningar við stóriðju.
En umhverfismálin hafa ekki
farið varhluta af fréttaflutningi
um sérstæðar skoðanir nýja dóms-
málaráðherrans. „Hún er einfald-
lega að velta upp nýjum fleti á
umhverfismálunum, hvar mesti
vandinn í losun gróðurhúsaloft-
tegunda liggur. Hún virkar mjög
sannfærandi á mig,“ segir Brynjar
Níelsson.
Sigríður hefur verið ötul við
að benda á að framræst land sé
stærsta uppspretta losunar gróð-
urhúsalofttegunda hér á landi en
gert minna úr áhrifum stóriðju og
mengunar frá umferð enda geti
fyrirtæki og einstaklingar kolefn-
isjafnað starfsemi sína með endur-
heimt votlendis. Þá hefur hún
haldið því á lofti að mikil vernd sé
fólgin í skýrum nýtingar- og eignar-
rétti einstaklinga á landi og auð-
lindum.
„Eitt af því sem kom mér á óvart
við Sigríði, þegar við fórum að
vinna saman, er hvað hún er mik-
il útivistarkona,“ segir Unnur Brá
Konráðsdóttir. „Ég hafði einhvern-
veginn aldrei tengt hana við neitt
áhugamál utan stjórnmálanna. En
hún er mikill náttúruunnandi og
gengur á fjöll í öllum sínum frí-
stundum,“ segir Unnur Brá. „Hún
hefur líka gríðarlega mikinn áhuga
á umhverfismálum og hefur talað
mikið um það frá því ég hitti hana
fyrst. En hún hefur aðra nálgun en
þeir sem hafa hæst í þessum mál-
um, það er alveg rétt.“
Engin bylting
Mikill styrr hefur staðið um mál-
efni hælisleitenda og hafa á undan-
förnum árum sett ráðuneytið í nei-
kvætt ljós. Brynjar Níelsson segist
telja að einnig þar sé breytinga að
vænta. „Ég hugsa að hún reyni að
bæta vinnubrögðin í kringum af-
greiðslu hælisumsókna og stuðla
að því að vinnubrögð Útlendinga-
stofnunar verði hraðari, gagnsærri
og betri.“
Hörðustu stuðningsmenn Sig-
ríðar Á. Andersen eru almennt
stuðningsmenn þess að herða
frekar reglur um hælisleitendur og
útlendinga en hitt. Hún er meira
óskrifað blað í þeim efnum. Það
má þó ganga að því nokkuð vísu
að hún styðji ekki aukin opinber
framlög til málaflokksins.
„Ríkisstjórnin ætlar ekki að láta
það átölulaust að menn misnoti
velvild Íslendinga gagnvart stríðs-
hrjáðu fólki, með tilhæfulausum
hælisumsóknum.“
Þetta sagði hún í viðtali við RÚV
og átti þá við hælisleitendur frá
Makedóníu og Albaníu. Hún sagði
þó að Íslendingar hefðu svigrúm til
að taka á móti fleiri flóttamönnum
frá stríðshrjáðum löndum en gert
hefur verið til þessa en nauðsyn-
legt væri að hraða málsmeðferð, til
að stemma stigu við tilhæfulausum
hælisumsóknum.
Birgir Ármannsson segir að
stærsta málið framundan hjá
dómsmálaráðuneytinu sé að
koma á fót sérstöku millidómstigi
en undirbúningur þess hafi tek-
ið mörg ár, Hann segist halda að
það sé ærið verkefni. „Ég held ekki
að það verði neinar grundvallar-
breytingar í málaflokknum. Það
er hvorki stefna hennar né ríkis-
stjórnarinnar að snúa ráðuneytinu
á hvolf. Hún mun ekki standa að
neinni byltingu þar.“
Í sama streng tekur Unnur
Brá Konráðsdóttir. „Ég held að
þessi mál þurfi mikla athygli og
alúð. Dómsmálin snúast ekki um
byltingar en millidómstigið verður
grundvallarbreyting á dómskerfi
landsins.“
Mikil áhersla hefur verið lögð
á að ná þverpólitískri samstöðu
um frumvarp um millidómstig.
Áhersla Sigríðar í jafnréttismálum
varð hinsvegar til þess að frum-
varpið var afgreitt úr nefndinni í
ágreiningi. Meirihlutinn neitaði að
fallast á kröfu minnihlutans um að
áréttingu um að gætt yrði jafnræð-
is við skipan dómara. Ástæðan er
ummæli ráðherrans um að hún
telji að aukin áhersla á kynjasjónar-
mið við skipan dómara leiði ekki til
velfarnaðar.
Unnur Brá segist telja að Sigríður
Á. Andersen geti náð lengra innan
flokksins ef hún gegni þessu emb-
ætti vel og hafi trú á því sem hún
er að gera. „Já, ég held að henni
gætu orðið allir vegir færir innan
flokksins.“
Í sama strengt tekur Birgir Ár-
mannsson sem segir hana að öllum
líkindum eiga framundan langt líf í
pólitík. Hversu langur ráðherrafer-
illinn verður innan þessarar rík-
isstjórnar sem haltrar áfram með
eins manns meirihluta við tak-
markaðan fögnuð landsmanna,
verður tíminn að leiða í ljós, Það
er allavega ljóst að það verður
engin lognmolla í kringum Sigríði
Á. Andersen.
Unnur Brá Konráðsdóttir,
forseti Alþingis, segist ekki
telja að skoðanir Sigríðar á
jafnréttismálum
muni skapa
vandamál en
vafalaust
verði ein-
hverjir
ósáttir.
Kunnugir segja að ráðherraembætti hafi hinsvegar
komið Sigríði sjálfri mest á óvart og hún sé enn að fagna
ásamt félögum sínum í Andríki. Hún komi til með að
halda reglulegar flugeldasýningar til að halda fólki á tán-
um og friða stuðningsmenn sína í harðlínuliðinu en hún
muni ekki ganga lengra og ekki gera neitt sem geti raun-
verulega ógnað stöðu hennar innan ríkisstjórnarinnar.
Brynjar Níelsson,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins,
segir að Sigríður
sé öfgalaus
manneskja.