Fréttatíminn - 25.02.2017, Page 22
seinnipartinn, segir Gestur, þegar
búðin fylltist af vinum og kunningj-
um í spjall og kaffi. Ungur tónlist-
armaður, Haraldur Guðmundsson
bassaleikari, var að gefa út plötu.
Hann kom í gær með bunka, heitar
úr pressunni. Platan heitir Freaks of
Funk sem Sigurður Guðmundsson
mixaði. Hún var tekin í umboðssölu
í búðinni eins og margar aðrar plötur
eftir íslenska tónlistarmenn.
Því fer fjölgandi tónlistarfólkinu
sem gefur út efni sitt á föstu formi,
segir Gestur, og á þá við vínyl,
kasettur og geisladiska þegar hann
talar um fast form. „Í dag er kasett-
an handhægasta, þægilegasta og
ódýrasta formið til þess að geyma
músík. Á síðasta ári komu út 40 ís-
lenskir titlar á kasettum og að jafn-
aði komu út 300 nýir íslenskir titlar
á föstu formi,“ segir Gestur. „Það er
hátt í plata á dag og þetta hefur bara
aukist á síðustu árum.“ Gestur segir
söluna góða enda væru þeir ekki að
reka búðina ef það væri ekki mark-
aður fyrir vörurnar þeirra.
„Hljómsveitirnar fá lítið inn af sín-
um tekjum í dag þegar allir eru að
hala niður,“ segir Gestur. „Þú sýnir
ekkert „support“ með því að mæta
ekki á tónleika en hanga heima og
hala niður.
Ég vil halda á hlutunum
Gestur er bæði með geislaspilara og
kasettutæki í bílnum sínum (óhjá-
kvæmilega veltir maður fyrir sér
hvernig bíl hann keyrir) og þrjá
plötuspilara heima hjá sér. „Ég les
mikið og les þá bækur af því að ég
vil fá að halda á hlutunum. Og ég
nota takkasíma, segir hann og tekur
upp lítinn svartan síma. „Kannski er
þetta einhver andspyrna. „Call me
old fashion“. Ég vil sitja með fólkinu
sem ég tala við og halda á bókinni
sem ég les. Ég er kominn yfir fer-
tugt en hef aldrei notað kreditkort,
hvorki tekið bílalán né námslán.
Fólk er komið í eigu bankanna og
Visa og með sífelldar áhyggjur um
hver mánaðamót.“
„Viðskiptavinir okkar eru að
koma hingað af sömu ástæðum
og ég. Þeir vilja tengja græjurnar,
standa upp og snúa við. Kannski
er þetta nostalgía en þetta er líka
athöfn gagnstætt þessu hérna sem
er ekki nein athöfn,“ segir Gestur og
mundar puttann eins og hann sé að
fletta á skjá. „Það er athöfn að fara í
bíó, fara á staðinn sitja með fólki og
borða popp. Og það er himinn og
haf á milli þessara athafna en það
er til fólk sem lifir í hliðarveruleika
og fer ekki úr húsi. Það halar nið-
22 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017
Brahms
Ein deutsches Requiem
Söngsveitin Fílharmónía
28. febrúar kl. 20:00 í Norðurljósasal Hörpu
Miðar á www.harpa.is
Einsöngvarar:
Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Ágúst Ólafsson baritón
Alda Lóa Leifsdóttir
aldaloa@frettatiminn.is
Hlemmur er áningar-staður notenda al-menningsvagna og á milli vagna er hægt að skreppa í Rauða kross
búðina og næla sér í bol með áletr-
uninni „I am not a morning per-
son.“ Það er líka hægt að panta Pad
Thai í austurlensku matarbúðinni
Mai Thai og fórna næstu strætóferð.
Hinsvegar er enginn svikinn af því
að ganga fyrir hornið út á Rauðar-
árstíg. En skáhallt á móti utanríkis-
ráðuneytinu er búðin Lucky Records
með vínylplötur, diska og hljóð-
snældur og ókeypis kaffi.
Lucky records við Hlemm
Gestur Baldursson, starfsmaður
Lucky Records til margra ára, opn-
ar búðina klukkan 10 á hverjum
morgni. Í þessum febrúar morgun-
gráma býður fyrsti kúnni dagsins
eftir inngöngu í musterið. „Hann
kemur hingað reglulega,“ upplýsir
Gestur. Fastakúnninn veit hvað og
hvar í búðinni hann finnur sínar vör-
ur og gengur rakleitt að sínum rekka
og velur fimm notaða geisladiska
sem reynast vera að megninu til
þýsk dægurlagamúsík. Maðurinn
borgar fyrir diskana og keyrir burt
tíu mínútum síðar.
Gestur hefur aldrei halað niður af
netinu. Hvorki músík né myndum.
Hann segir líkt komið fyrir mörg-
um sem koma í Lucky Records og
sér sjálfum að þau nota hvorki Net-
flix né Vod. „Fólk sem kemur hingað
í myndaleit, er oft í leit að íslensk-
um myndum eða myndum með ís-
lenskum textum. Eða jafnvel diskum
með aukaefni sem fylgir myndun-
um. Aukaefni sem þú finnur ekki á
netinu þegar þú halar niður mynd.“
Gefa út á föstu formi
Mesta fjörið í Lucky Records er
Raunheimar í föstu formi
fást í plötubúð á Hlemmi
Vínylaðdáendur í Reykjavík leggja gjarnan leið sína í plötubúðina
Lucky Records við Rauðarárstíg. Flestir þeirra eru hvorki haldnir
fortíðarþrá né ganga þeir fyrir rómantík. En vínylaðdáendurnir hafna
drasli og hraða nútímans sem rænir þá peningum og tíma og kjósa þess
í stað traustan lífsstíl sem byggist á raunverulegu efni.
Gestur vill sitja með fólkinu sem
hann talar við og halda á bókinni
sem hann les.
Það er hryllingur að sitja uppi með rispaðan geisladisk, það þekkja allir. En ef þú
ert með rispaða plötu þá stendur þú bara upp og lyftir nálinni yfir rispuna, segir
Ýmir, eigandi Vínyl á Hverfisgötu.
Qing Zhou kom til
Íslands að skoða norð-
urljósin og kynna sér
skandinavíska músík.
Myndir | Alda Lóa