Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Frábært föndur fyrir fjölskylduna Það er skemmti- legt að búa öskudags- búningana til heima. Heimatilbúnir öskudagsbún- ingar þurfa ekki að taka langan tíma og gerð þeirra er skemmti- leg samverustund fyrir fjöl- skylduna. Í næstu viku eru hinir vinsælu bollu-, sprengi-, og öskudagur með tilheyrandi veisluhöldum sem lífga upp á og skóla og vinnustaði. Ýmislegt tilstand getur þó fylgt því að finna hinn rétta öskudags- búning fyrir börnin og búðir kepp- ast við að selja ýmsa búninga og fígúrur sem geta kostað fúlgur fjár. Það getur því verið frábær skemmt- un að búa búningana til heima fyr- ir með börnunum og leyfa þeim að ráða förinni. Þá verða búningarnir margskonar og örva ímyndunarafl bæði barna og fullorðinna. Það er heldur alls ekki nauðsyn- legt að vera flinkur í höndunum eða eyða miklum peningum í föndrið heldur getur einfaldur pappakassi breyst í sjónvarp, tening eða vél- menni með smá málningu. Stórar gosflöskur má klæða gömlu efni eða álpappír og fá þá nýtt hlutverk sem súrefniskútar fyrir unga geimfara og kafara. Að lokum er hægt að setja efni inn í stóra sokka, sauma þá við gamla peysu og þá ertu kominn með káta könguló. Börnin geta líka komið með frumlegar og skemmti- legar hugmyndir og breytingar á búningunum, en það er um að gera að láta ímyndunaraflið leika laust. Einfalt, skemmtilegt og frábær skemmtun um helgina. | bsp Konurnar á bak við leiðakerfi Strætós Valgerður og Ragnheiður sitja sveittar allar daginn og grúska í tölum og gögnum til að auðvelda sem flestum að geta ferðast með strætó. Það er að mörgu sem þarf að huga þegar leiðakerfi strætó er hannað. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Valgerður Gréta Benediktsdótt- ir og Ragnheiður Einarsdóttir eru konurnar á bak við leiðakerfi Strætós og sjá um að auðvelda þús- undum farþega að komast leiðar sinnar. Þær sjá um að skipuleggja leiðakerfi, tímatöflur og áætlanir fyrir 27 leiðir á höfuðborgarsvæð- inu og annað eins á landsbyggð- inni. „Þetta er krefjandi og skemmti- legt verkefni og er allt gert í sam- ráði við sveitarfélögin. Það flækir kerfið að vagnarnir þurfi að hittast á nokkrum stöðum svo fólk geti auðveldlega skipt um leiðir,“ út- skýrir Ragnheiður sem unnið hef- ur hjá Strætó í tæp þrjú ár, en Val- gerður hóf störf síðasta sumar. Nota minnst, kvarta mest Þær segjast vera mjög gott teymi og eru nú á kafi í að vinna að næstu leiðakerfisbreytingu sem tekur gildi í maí. En miðað er við að gerðar séu breytingar á kerfinu tvisvar á ári. „Breytingar á leiða- kerfinu eru síður en svo einfaldar og því er hagkvæmt að gera sem flestar breytingar í einu,“ segir Ragnheiður. En hvernig fá þær allar þessar tímasetningar til að passa? „Þetta getur verið mjög snúið en tíminn sem er á tímatöfl- unum er áætlaður tími. Oftast er tíminn nokkuð réttur en umferðin er breytileg sem gerir það að verk- um að stundum getur brugðið út af,“ segir Valgerður. „Við mælum með að fólk noti appið til að sjá hvar vaginn er,“ bætir Ragnheiður við, sposk á svip. Þær nota ýmsar tölur og gögn við skipulagningu á leiðakerf- inu. Einnig fá þær ýmiskonar ábendingar frá farþegum. Fólk deilir með þeim bæði já- kvæðri og neikvæðri upplifun af þjónustunni, en það er þeirra reynsla að fólkið sem kvartar mest, það notar Strætó oft lítið eða ekkert. „Það átta sig ekki allir á því að leiðakerfið hefur breyst mikið undanfarin ár, leiðakerfið er í sí- felldri þróun.“ Kunna ekki kerfið utan að Þær nota strætó báðar töluvert. „Við förum stundum saman á fundi í strætó. Fórum meira að segja á fund á Selfossi með strætó um daginn,“ segir Ragnheiður. „Það er mjög gott að upplifa leiðakerfið í praxís og það hjálpar til við að betrumbæta það,“ bætir Valgerður við. Aðspurðar segja þær vini og vandamenn lítið stóla á þær hvað tímatöfluna varðar en það vek- ur þó yfirleitt athygli þegar þær segja hvað þær starfa við. „Þegar ég er að spjalla við fólk, til dæm- is í partíum, þá hefur það alltaf einhverja skoðun. Fólk getur alltaf sagt eitthvað um strætó.“ Valgerður tekur undir þetta. „Þetta skapar oft skemmtilegar umræður þar sem maður kemur.“ Happ Höfðatorgi | 105 Reykjavík | happ.is Við skrifum upp á betri heilsu með hollum mat úr fersku hráefni

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.