Fréttatíminn - 25.02.2017, Qupperneq 47

Fréttatíminn - 25.02.2017, Qupperneq 47
7 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 FJÁRMÁLALÆSI Persónuleg bókhalds þjónusta Réttskil er bókhaldsþjónusta sem veitir einstaklingum aðstoð og ráðgjöf við skattskil. Það getur margborgað sig að láta fagaðila sjá um bókhaldið, bæði sparar maður tíma og fyrirhöfn. Unnið í samstarfi við Réttskil Bryndís Björk Karlsdótt-ir, bókari hjá Réttskilum, segir að aukin umsvif í samfélaginu kalli á aukna eftirspurn eftir bókhalds- þjónustu. „Við erum mikið með einstak- linga og lítil fyrirtæki sem eru að dafna og vaxa hratt,“ segir Bryndís en uppgangur í ferða- þjónustu og byggingariðnaði hefur ekki farið framhjá henni. „Leiðsögumenn, fólk með heimagistingu og fleiri tengdir ferðamannabransanum leita til okkar og sjáum við um öll skil til ríkisskattstjóra og lífeyrissjóða auk skattframtala þeirra.“ Rafræna byltingin Skattskil einstaklinga hafa stór- batnað á undanförnum árum og er það mikið til að þakka raf- rænum skilum sem hafa einfald- að margt varðandi skattskil. „Það eru ítarlegar upplýsingar inni á skattur.is og þar geta einstaklingar fylgst með skulda- stöðu sinni og inneign. Þá er allt Fræðsla um lífeyrisréttindi þegar líður að starfslokum Brú lífeyrissjóður hefur boðið upp á fróðleg námskeið fyrir sjóðfélaga sína sem nálgast starfslok og vilja kynna sér lífeyrisréttindi sín. Unnið í samstarfi við Brú lífeyrissjóð Það er að mörgu að hyggja þegar hilla fer undir lok starfsferils-ins. Fólk þarf að huga að sinni fjárhagslegu afkomu en það að eiga áhyggjulaust ævikvöld er eitthvað sem flesta dreymir um. Brú lífeyrissjóður er sjóð- ur fyrir fólk sem starfar hjá sveitarfélögunum. Sjóðurinn fékk nýtt nafn árið 2016 en hét áður Lífeyrissjóður starfs- manna sveitarfélaga. Sjóðurinn rekur þrjár samtryggingardeild- ir, A, V og B deild en auk þess eru Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyris- sjóður starfsmanna Kópavogs- bæjar í rekstrarumsjón hans. Þórdís Yngvadóttir er verk- efnastjóri hjá Brú lífeyrissjóði og hefur umsjón með starfs- lokanámskeiðum fyrir sjóðfé- laga ofangreindra sjóða. Þórdís segir að því miður hugsi fólk oftar en ekki lítið um lífeyrisréttindi sín fyrr en að líða fer að starfslokum. „Þá vakna upp spurningar sem snerta afkomu eftir starfslok en margir vita ekki hvar hægt er að finna upplýsingar um lífeyrisréttindi sín. Það er nú sem betur fer hægt að finna á einum stað, Lífeyrisgáttinni www.lifeyrisgattin.is, en þar eru upplýsingar um áunnin réttindi sem hafa verið samkeyrðar frá lífeyrissjóðum landsins,” segir Þórdís. „Á námskeiðunum er farið yfir helstu réttindi sjóðfé- laga, t.d. hvenær sjóðfélaginn geti byrjað á lífeyri, makalíf- eyri en mismunandi reglur gilda á milli sjóða. Þá er líka sýnt hvernig á að sækja um lífeyri hjá sjóðnum á umsóknargátt.“ Námskeiðin eru haldin að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann en þau eru kynnt á heimasíðu sjóðsins. Þá hafa sveitarfélög og stéttarfélög haldið starfslokanámskeið fyrir sitt fólk og boðið sjóðnum að flytja fræðsluerindi um lífeyr- ismál. „Sjóðfélagar eru að sjálf- sögðu alltaf velkomnir á skrif- stofu sjóðsins í Sigtúni 42 til að fá frekari upplýsingar um lífeyr- isréttindi sín.“ Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sjóðsins, www.lifbru.is. Þórdís Yngvadóttir, verkefnastjóri hjá Brú lífeyrissjóði, hvetur fólk til þess að sækja sér fræðslu um lífeyrisréttindi sín. Mynd | Hari komið inn á skattskýrsluna, laun og lán, en skattskýrslan getur verið flókin ef einstaklingurinn er með rekstur. Þá þarf að skila inn rekstrarskýrslu samhliða þínu persónulegu skattframtali og getur það vafist fyrir mörg- um hvernig það er gert. Eins ef um íbúðarkaup og sölu sum- arhúsa og eignar eins og bíla og fleira er að ræða,“ segir Bryndís. Aðspurð segir Bryndís að Ís- lendingar standi sig almennt mjög vel þegar kemur að skatt- skilum. Rafræn skil hafi einfald- að hlutina til muna og stór hóp- ur fólks vilji hafa allt sitt í lagi. Ef skýrslan sé rétt út fyllt komi engir bakreikningar frá skattin- um, enda geti fólk reiknað út skattana eftir að það hefur fyllt út skýrsluna. Fræðsla við unga fólkið Þó Íslendingar standi sig al- mennt vel þegar kemur að skattskilum telur Bryndís að þörf sé á aukinni upplýsingagjöf um fjármál. Sér í lagi fyrir ungt fólk. „Það ætti að kenna ungu fólki í skóla að geta lesið launaseðl- ana sína og vita hvers vegna þú ert að greiða í lífeyris- sjóð. Einnig hvað gjalddagi og eindagi reiknings er,“ segir hún. Bryndís segir að mikið hafi borið á því að ungt fólk stofni fyrirtæki samhliða fastri vinnu, eins og með leigu á gistiað- stöðu. „Það hugsar með sér að snið- ugt sé að leigja út íbúðina sína og hirða gróðann en því miður er það ekki svona einfalt og ætti unga fólkið að kynna sér út í hvað það er að fara áður en bakreikningur kemur frá ríkisfé- hirði upp á dágóða upphæð sem það hefur ekki staðið skil á. Það setur unga fólkið í slæma stöðu að þurfa að fara borga til ríkis- féhirðis vexti og gjöld sem það hefur ekki hugmynd um hvers vegna það þarf að greiða. Þetta er ekki eins einfalt eins og það lítur út fyrir að vera og er Rík- isskattstjóri með námskeið um þessi málefni. Lykilatriði í þessu öllu saman er fræðsla.“ Bryndís Björk Karlsdóttir hjá Réttskilum segir að fræðsla við ungt fólk sé afskaplega mikilvæg.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.