Fréttatíminn - 27.01.2017, Page 1

Fréttatíminn - 27.01.2017, Page 1
Staðfesting Landlæknis á að Klíníkin geti opnað einkarekið sjúkrahús felur ekki í sér að af því verði. Klíníkin þarf að gera samn- inga við Sjúkratryggingar Íslands út frá stefnumörkun Óttarrs Proppé heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson, forstjóri LSH, er mótfallinn því að sjúkrahúsið opni. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Óttarr Proppé, þingmaður Bjartr- ar framtíðar og heilbrigðisráð- herra, ræður því á endanum hvort fyrsta einkarekna sjúkrahúsið opni á Íslandi. Þetta er ljóst út frá gild- andi lögum um sjúktratryggingar. Landlæknir og forstjóri Landspít- alans hafa þann skilning á málinu. Eins og kom fram í fjölmiðlum hef- ur landlæknir samþykkt beiðni einkarekna heilbrigðisfyrirtækis- ins Klíníkurinnar um að fá að opna legudeild í Ármúla. Opnun slíkrar legudeildar fel- ur í sér að í fyrsta skipti verð- ur sjúkrahúsþjónusta veitt í einkarekstri utan ríkisrek- inna sjúkrahúsa á Íslandi. Þjónustan verður greidd af ríkinu. Í svari frá Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, kemur fram að í kjölfar ákvörðunar Land- læknis þurfi Sjúkratryggingar Ís- lands að gera samning við Klíníkina um þjónustuna sem veitt verður á legudeildinni og sem kostuð verður af ríkinu og er það heilbrigðisráðu- neytið sem ákveður stefnumörkun- ina í málinu: „Enda þótt embætti landlæknis telji þjónustuna upp- fylla faglegar kröfur, er um pólitíska ákvörðun að ræða.“ Birgir Jakobs- son landlæknir sagði við Fréttatím- ann í desember að á endanum væri það heilbrigðisráðherra sem þyrfti að ákveða hvort heimila ætti þessa „eðlisbreytingu“ á rekstri Klíník- urinnar þar sem ákvörðunin væri pólitísk. Páll Matthíasson segist mótfall- inn þessari hugmynd um einka- rekstur sjúkrahúsþjónustu: „Enda þótt fjölbreytt rekstrarform sér- hæfðrar sjúkrahúsþjónustu kunni að henta erlendis, verður að hafa í huga að Íslendingar eru fámenn þjóð og að dreifa dýrmætum kröft- um víða er ekki til hagsbóta fyr- ir heildina og það er mitt mat að áform sem þessi dragi úr möguleik- um Landspítala að rækja hlutverk sitt.“ Fréttatíminn leitaði eftir svörum Óttarrs um málið en ráðherrann náði ekki að svara spurningum fyrir prentun blaðsins. Fyrir kosningarn- ar í haust sagðist hann vera fylgj- andi „fjölbreytni“ í veitingu heil- brigðisþjónustu og þar með talið væru „fjölbreytt rekstrarform“. Hvað hann gerir í þessu fordæm- isgefandi máli er hins vegar óljóst. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 7. tölublað 8. árgangur Föstudagur 27.01.2017 22 34 12 Nútímalegur lífsstíll snýst um að deila veraldlegum gæðum. Bls 20Mynd | Hari Óttarr ræður hvort Klíníkin fái að opna einkarekið sjúkrahús Matargerð Sigmundar Davíðs smitar út frá sér Kjúklingatartar komið í tísku Fitness- drottn- ing frá Ungverja- landi Tók u-beygju til Íslands Þrír menn þurfa ekki nema einn bíl Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Þrennar mikilvægar þingkosningar framundan Hætti að borða skyndibita Söngkonan Hildur Kristín skipti yfir í hreint mataræði. Heilsa fylgir Fréttatímanum 26 Vertíð framundan hjá kvikmyndaunnendum Brjálaðar myndir í bíó Bestu snúðarnir í bænum 36 KRINGLUNNI ISTORE.IS Lagerhreinsun á Phantom 3 drónum Frá 69.990 kr. iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreingaraðili DJI á Íslandi Phantom 4 Lækkað verð 149.990 kr. Phantom 4 Pro Frá 219.990 kr. Inspire 2 Frá 449.990 kr. Vaxtalaus kortalán til allt að 12 mánaða á öllum drónum.* * 3.5% lántökugjald

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.