Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 2
Stjórnmál Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir er orðin formaður allsherjar- og menntamálanefnd- ar. Áslaug Arna hristi upp í skóla- fólki þegar hún lýsti því yfir að það þyrfti að stytta tímann sem börn væru í skóla. „Við erum búin að stytta hann um eitt ár og ég held að við megum stytta hann um fleiri ár“ sagði formaðurinn fyrir kosningar. „Af því að heimurinn er fullur af fólki og peningum og alls konar, en við eigum ekkert nógan tíma. Og það er bæði gaman að vera barn en það er líka gaman að vera full- orðinn.“ | þká 2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. janúar 2017 Lægra verð í Lyfju lyfja.is Verð: 720 kr Hjarta-Aspirín á 20% afslætti út janúar. Verð áður: 899 kr afslátt ur 20% Afskriftir fyrirtækja tengdum Bjarna eru tæpir 82 milljarðar Afskriftir og skuldir félaga tengdum Bjarna Benediktssyni Tilgangur Afskriftir Skuldir Eignir BNT ehf. (Gjaldþrot) Móðurfélag N1 4.300 Fjárfestingarfélagið Átti í Icelandair, N1, 21.000 Máttur ehf. (Gjaldþrot) Vafningi og fleiri félögum Földungur ehf (áður Vafningur) Tók við lánum 47.748 118 (Á leið í þrot) frá Glitni og Sjóvá IAG ehf. (áður Naust ehf.) Átti í Icelandair 3.500 (Gjaldþrot) og Bílanaust N1 hf. (Yfirtekið af kröfuhöfum) Olíufélag 8.623 Umtak ehf. (Gjaldþrot) Fasteignafélag N1 20.574 Þáttur International ehf. (Gjaldþrot) Átti hlutabréf í Glitni 24.000 Samtals 81.997 47.748 118 *Skuldir í þúsundum milljóna Bjarni hætti sem stjórnarformaður BNT og N1 í lok árs 2008 með þeim orðum að það væri óheppilegt að hann væri virkur þátttakandi í viðskiptalífinu samhliða þingstörfum eftir „að bankanir komust í hendur ríkisins“. Skuldir félaganetsins sem hann kom að því að stýra námu þá á annað hundrað milljarða króna. Mynd | Hari Stjórnmál/Viðskipti Skuldir flestra fyrirtækja og félaga sem Bjarni Benediktsson kom að því að stýra fyrir hrun samhliða þingmennsku hafa verið afskrif- aðar. Gjaldþrotaskiptum er lokið á fimm fyrirtækjum. Eftir á að afskrifa nærri 50 milljarða króna skuld eignarhaldsfélagsins sem áður hét Vafningur. Bjarni gefur ekki kost á viðtali um málið. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Afskriftir hjá eignarhaldsfélögum og fyrirtækjum sem tilheyrðu BNT og N1 samstæðunni sem fjölskylda Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra átti og stýrði á árunum fyrir hrun nema samtals tæplega 82 milljörðum króna. Bjarni var stjórnarformaður olíufélagsins N1 og móðurfélags þess, BNT ehf., þar til í árslok 2008 samhliða starfi sínu á Alþingi Íslendinga og voru skuldir félaganna því að mestu tilkomnar þegar hann stýrði þeim. BNT og N1 áttu svo önnur félög sem stunduðu fjárfestingar í alls kyns fyrirtækjum en meðal þeirra var meðal annars fjárfestingarfélagið Máttur ehf. sem skildi eftir 21 milljarðs króna skuld- ir en Bjarni var stjórnarmaður í því félagi sem meðal annars átti hlut í N1. Þessi félög í N1 samstæðunni hafa orðið gjaldþrota eitt af öðru á síðastliðnum árum, allt frá hrun- inu árið 2008, og hefur skiptum á flestum þeirra verið lokið. Í síð- ustu viku var sagt frá skiptalokum fasteignafélags N1, Umtaks ehf., í Lögbirtingablaðinu en tæplega 21 milljarðs króna skuldir þess félags voru færðar niður í fjárhagslegri endurskipulagningu N1 árið 2011. Félagið fór svo í gjaldþrotameðferð sem lauk fyrir skömmu en þar sem búið var að afskrifa mest af skuld- um félagsins kom einungis fram að 70 þúsund kröfum hefði verið lýst í það - þá var búið að afskrifa skuld- ir þess. Ef skuldir eignarhaldsfélags- ins Földungs ehf. eru teknar með nema afskriftirnar nærri 130 millj- örðum króna. Földungur, sem með- al annars var í eigu Fjárfestingarfé- lagsins Máttar ehf., skuldar tæplega 48 milljarða króna en á einungis 118 milljóna króna eignir. Félagið var yfirtekið af skilanefnd Glitnis eftir hrunið 2008 en lánveitingar til félagsins voru notaðar í við- skiptafléttu sem hjálpaði föður- fjölskyldu Bjarna og eignarhalds- félaginu Milestone að halda hlutabréfum í Glitni og Sjóvá árið 2008 þegar þessi fyrirtæki misstu erlenda lánsfjármögnun sína í að- draganda íslenska efnahafshruns- ins. Skuldir félagsins hafa ekki enn verið færðar niður. Sú afskrift, þegar gengið verður frá henni form- lega, lendir því á þrotabúi Glitnis. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum kom Bjarni að viðskiptum Földungs ehf., áður Vafnings ehf., í febrúar árið 2008 þegar hann skrif- aði undir lánapappíra fyrir hönd föður síns og föðurbróður. Fréttatíminn spurði Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarkonu Bjarna, hvort blaðið gæti borið spurningar um skuldastöðu og af- skriftir umræddra fyrirtækja und- ir hann en ekki var orðið við þeirri beiðni um viðtal við forsætisráð- herra. Það blæs ekki byrlega fyrir nýrri ríkisstjórn. Stjórnmál Met í óvinsældum Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 35,0% í nýrri könnun MMR sem er mun minni stuðn- ingur en aðrar ríkisstjórnir hafa mælst með við upphaf stjórnar- setu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 24,6% stuðning en Vinstri græn með 22%. Píratar mælast með 13,6%, Samfylkingin 7%, Björt framtíð 7% og Viðreisn 6,8%. Áslaug Arna er komin yfir menntamálin í þinginu. Áslaug Arna sett yfir menntamálin Ferðamál Andvaraleysi ríkisins gagnvart ferðamannaiðnaðin- um hér á landi er orðin eins og rússnesk rúlletta með stærstu atvinnugrein landsins að mati Torfa G. Yngvasonar, fram- kvæmdastjóra fjárfestingafélags- ins Farvegs sem á og rekur fjölda fyrirtækja í ferðamannaiðnaði. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að tæplega 19% ferðamanna gagn- rýna ástand vega. Þá nefndi 16% svarenda að þeir væru ósáttir við skort á almenningssalernum. Torfi segir styrkingu krónunnar einnig hafa valdið miklum vandræðum í ferðaþjónustu síðasta hálfa árið og líkir henni við þöglan morðingja. „Stóri punkturinn er sá að skortur á framkvæmdum og fjár- festingum ríkisisins í ferðamanna- iðnaði á Íslandi er orðin eins og rússnesk rúlletta með almanna- hagsmuni,“ segir Torfi sem gagn- rýnir ríkið harðlega fyrir algjört aðgerðarleysi þegar kemur að upp- byggingu á innviðum í ferðamanna- iðnaðinum. Torfi segir ferðamannaþjón- ustu vera orðna stærstu atvinnu- grein landsins á Íslandi og að hags- munirnir séu miklir. „Ríkið hirðir tugi milljarða í gegnum ferðaþjónustuna án þess að leggja mikið til, en eina um- ræðan sem er í gangi er sú að auka gjaldtöku á ferðamannaiðnaðinn,“ segir Torfi sem þykir það töluvert ábyrgðarleysi að leggja ekki svo stórri atvinnugrein lið til þess að stækka og dafna. Hann segir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi almennt í góðum málum, og það sé ekki ríkinu að þakka. „Ís- lendingar eru góðir í ferðaþjónustu, því til stuðnings get ég nefnt að Ís- lensk ferðaþjónustufyrirtæki skora mjög hátt hjá Trip Advisor,“ segir Torfi. Hann segir annað vandamál hafa komið upp síðustu mánuði, sem er styrking krónunnar. „Það er svona „silent killer“ ef svo má að orði komast,“ segir Torfi sem telur að það geti orðið til þess að ferðamenn verði óánægðari með upplifun sína vegna verðlags. Spurður út í neikvæða umræðu í kringum ferðamannaiðnaðinn seg- ir hann hana ekki endurspegla álit ferðamanna. Honum til stuðnings þá má benda á að 95.5% svarenda í könnun Maskínu sögðu ferðalagið standast væntingar. Skortur á innviðum eins og rússnesk rúlletta með almannahag Torfi G. Yngva- son hefur verið starfandi í ferða- mannaiðnaði í um áratug með góðum árangri. Landbúnaður Matvælastofnun hefur svipt bónda á Norðurlandi nautgripum sínum vegna óviðun- andi aðbúnaðar og umhirðu. Í haust voru lagðar á hann dagsekt- ir en hann lét sér ekki segjast. Lagt var hald á 215 nautgripi, 45 voru fluttir í sláturhús, en 170 verða í vörslu Matvælastofnunar á bænum að uppfylltum tilteknum skilyrð- um. Veittur hefur verið skammur Bóndinn lét sér ekki segjast þrátt fyrir að lagðar væru á hann dagsektir. Myndin tengist ekki viðkomandi bæ. Nautgripir teknir af bæ vegna vanrækslu frestur til að uppfylla kröfur stofn- unarinnar um úrbætur. Skepnunum var ekki tryggður fullnægjandi aðgangur að drykkj- arhæfu vatni og fóðri spillt var með ágangi gripa og óhreinindum í fóð- urgangi. Þá var þröngt um nautgrip- ina og slösuðum dýrum ekki sinnt sem skyldi. | þká

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.