Fréttatíminn - 27.01.2017, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 27.01.2017, Qupperneq 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017 Í BEINU FLUGI FRÁ KEFLAVÍK BÚDAPEST WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá UNESCO, forna menningu og Spa/heilsulindir. Við bjóðum einnig uppá mjög góð heilsu/Spa hótel í Ungverjalandi allt árið, en flogið er tvisvar í viku. Ungverjar eru heimsþekktir fyrir sína heilsumenningu en upphaf hennar má rekja hundruð ár til forna. VERÐ 149.900.- per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri og rúta til og frá hóteli. 12. – 19. JÚNÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS! Letigarðurinn Hlaðvarpsþættir þar sem Helgi Selj- an kynnir sér lífið á öryggisfangels- inu Litla Hrauni. Tekin eru viðtöl við fanga og fanga- verði, velt er upp spurn- ingunum hvort fangar eru verri en ann- að fólk og hvað sé vinsælasta lesefni fanganna. The Road to Guantanamo Heimildar- myndin The Road to Gu- antanamo fjallar um fanga sem áttu að hafa átt aðild að Al-Quaeda. Mest hafa verið 750 fangar þar í varðhaldi og innilokaðir án dóms og laga og hafa fangarnir verið beittir pyntingum þó að slíkar aðferðir brjóti í bága við alþjóðasáttmála. Women Behind Bars (Lockup) Lockup er röð heimildaþátta um lífið í fangelsum Bandaríkjanna en þessi sérstaki þáttur fjallar um veruleika kvenna bakvið lás og slá. Við fáum að líta á líf kvenna og áskorarnir sem verða á vegi þeirra á meðan þær afplána vist sína. Shawshank Redemption Maður er ranglega ásakaður um morð og er dæmdur í fang- elsi. Myndin sýnir vegferð hans við að kljást við nýjan veruleika sem saklaus fangi og vináttu hans við sam- fanga sína. Behind Bars Hinn viðkunnalegi breski heimilda- gerðamaðuri Louis Therox fékk að fara í hið alræmda bandaríska fang- elsi, San Quentin. Þar ræðir hann við fanga um samfélagið innan fangelsisins. Meðal viðmælenda eru raðmorðingjar, fanga- verðir og meðlimir klíka. Ef þú getur ekki beðið eftir næsta Fanga-þætti... Á tímum hraða og Netflix þá er erfitt að bíða í heila viku eftir nýjasta Fanga- þættinum. Fréttatíminn tók saman efni sem getur skemmt þjóðinni milli þátta. Bestu snúðar bæjarins Björnsbakarí Hinn eini sanni venju- legi snúður. Hvort sem þú ert í stuði fyrir súkkulaði draum eða karmellu paradís þá er hinn venjulegi snúður fullkominn fyrir þig. Ef þú ert í ævintýrahug þá er einnig hægt að fá einn bleikann. Brauð og Co. Ef þú vilt lúxus þá er Brauð og Co. staðurinn. Þar getur valið úr Kanil snúðum, vanillu snúðum, pistasíu- og rúsínusnúðum og appelsínu- og möndlusnúðum, hvurslags úr- val! Ef þú vilt nýta daginn í flipp þá býður bakaríið upp á smördeigshorn eða croissant-snúða, þetta er ekki lygi. Allir hvattir til að prufa. Passion bakarí Hver hefur ekki látið sig dreyma um einn amerískan „cinnabon“- snúð? Nú geturðu látið drauminn rætast og skellt þér í Passion bakarí í einn ferskan cinnabon með hvítu glassúri og kanil. Bakaríið er einnig þekkt fyrir að vera með mikið vegan úrval svo endilega taktu einn dýravin með þér. Ömmusnúðar Gömlu góðu hörðu en yndis- legu ömmusnúðarnir. Ef krem eða glassúr heillar ekki og þú vilt bara hafa hlutina einfalda þá er ömmusnúðurinn kjörinn val- kostur fyrir þig og þína. Borðið Rjómaostakrem, þarf að segja eitthvað meira? Leikkonur mölva glerþak í Hollywood Þrír svartir leikarar tilnefndir í sama flokki í fyrsta skipti í sögu Óskarsverðlaunanna. Í vikunni voru tilkynntar tilnefn- ingar til óskarsverðlaunanna sem verða afhent í 89. skiptið nú í febrúar. Í fyrsta skipti frá upphafi eru þrír svartir leikarar tilnefnd- ir til verðlauna í sama flokki. Eru það leikkonurnar Viola Davis fyrir hlutverk sitt í myndinni Fences, Naomie Harris fyrir hlutverk sitt í myndinni Moonlight og Octa- via Spencer fyrir hlutverk sitt í myndinni Hidden Figures. Allar eru þær tilnefndar í flokki leik- kona ársins í aukahlutverki. Þetta eru miklar breytingar ef litið er til seinustu tveggja ára þar sem enginn svartur leikari var til- nefndur til verðlaunanna í flokki leikara.| hdó Hvort sem þú ert vegan eða grænmetisæta, gamall eða ungur, stór eða smár þá eru allar líkur á því að þér finnist gott að fá þér einn snúð af og til. Snúðar eru gersemar hverfisbakaríanna og koma þeir í allskonar formum. Fréttatíminn tók saman bestu snúða bæjarins til að auðvelda þér valið fyrir helgina. Leikonurnar Harris, Spencer og Davis mölva glerþakið á Óskarnum.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.