Fréttatíminn - 27.01.2017, Page 44

Fréttatíminn - 27.01.2017, Page 44
Hvað er meistaramánuður? Meistaramánuður var fyrst haldinn árið 2008. Þá voru þátttak- endur aðeins tveir en þátttekendafjöldi og umfang mánaðarins óx ár frá ári og voru þáttakendur vel á annan tug þúsunda víðsvegar um heiminn árið 2014. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þáttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, hætta að drekka áfengi og fara fyrr á fætur en aðra daga. Upphafsmenn Meistaramánuðar voru þeir Magnús Berg Magnússon, Þorsteinn Kári Jónsson og Jökull Sólberg Auðunsson. 4 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2017 HEILSA Unnið í samstarfi við Icecare. Íris Ásmundardóttir er á fullu í framhaldskólanámi og æfir ball-ett í rúmlega tuttugu klukku-stundir á viku ásamt því að vinna sem aðstoðarkennari í ballett fyrir þau sem eru að taka fyrstu sporin. „Þegar ég lærði að stærsti hluti ónæmiskerfisins væri í meltingar- færunum ákvað ég að gera eins vel og ég gæti til að styðja við og halda þeim í sem bestu standi. Ég ætla mér langt í ballettinum og mér hefur undanfarin tvö ár hlotnast sá heiður að fá að stunda nám við sumarskóla Boston Ballet ásamt því að hafa tekið tíma bæði í Steps on Broad- way og í London. Til þess að geta stundað þetta allt saman af fullum krafti tek ég Bio-Kult á hverjum degi til að styrkja ónæmiskerfið og koma í veg fyrir að ég fái allskonar um- gangspestir sem ég má ekkert vera Margrét Alice heilsumarkþjálfi mælir heilshugar með meltingargerlunum frá Bio-Kult. að því að eyða tímanum í,“ segir Íris. Henni finnst Bio-Kult gera sér gott samhliða heilsusamlegu matar- æði. „Ég er allavega mjög hraust, sjaldan þreytt, með góða ein- beitingu og hlakka nær undantekn- ingarlaust að takast á við verkefni dagsins.“ Bio-Kult fyrir alla Innihald Bio-Kult Candéa-hylkj- anna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape seed extract. Bio-Kult Candéa hylk- in virka sem vörn gegn candida- -sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla og sem vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæð- um hjá konum. Candida-sveppasýk- ing getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki svo sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveifl- ur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál. Bio-Kult Original er einnig öflug Styrkir ónæmiskerfið og meltinguna Hreysti og betri einbeiting fyrir tilstuðlan Bio-Kult. Íris Ásmundardóttir ballerína er mjög hraust, sjaldan þreytt og með góða einbeitingu. blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. Bio-Kult Candéa og Bio-Kult Original henta vel fyrir alla, einnig fyrir barnshaf- andi konur, mjólkandi mæður og börn. Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota vörurnar. Mælt er með Bio- Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Camp- bell-McBride. Upplýsingasími: 530 3000 skidasvaedi.is Opið Virka daga: kl. 14–21 Helgar: kl. 10–17 PI PA R\ TB W A • S ÍA OPIÐ KL. 10–17 UM HELGINA Í BLÁFJÖLLUM KOMDU Í FJÖLLIN DAGSKORT FÁST Á N1 ÁRTÚNSHÖFÐA, STÓRAHJALLA, LÆKJARGÖTU HAFNARFIRÐI OG MOSFELLSBÆ Vinsælt og nothæft námskeið fyrir einstkalinga og pör sem ég hef verið með í 25 ár. Námskeiðið byggist upp á slökunarnuddi á bak, háls og handleggi með sérvöldum ilmkjarnaolíum. Djúp- og þrýstipunktanuddi ásamt svæðameðhöndlun. Farið í ilmolíur og góðar uppskriftir. Ath! Námskeiðið er þessa tvo daga, laugardaginn 4. febrúar frá kl. 11.00-15.00 og fimmtudaginn 9 febrúar frá kl. 17.00 - 21.00 Verð: kr. 33.000 innifalið í verði ilmolíuflaska og mappa. Ath! aðeins 6 manns í hóp. Nánari upplýsingar: heilsusetur.is og 896-9653 Baknudds- námskeið Helgina 30. apríl - 1. maí næstkomandi. Verð 32.000 kr. með olíu og bæklingi. BAKNUDDNÁMSKEIÐ Skráning og nánari upplýsingar í síma 552 1850 / 896 9653. netfang: thorgunna.thorarinsdottir@gmail.com. Meistaramánuður endurvakinn í febrúar Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og fyrrum körfuboltakappi, er andlit og aðalskipuleggj- andi Meistaramánaðar sem verður haldinn í febrúar. Á annan tug þúsund Íslendingar tóku þátt árið 2014 og nýr skipu-leggjandi stefnir að því að fá sem flesta með í ár. Meistaramánuður verður endur- tekinn í febrúar eftir að hafa legið í dvala um tveggja ára skeið. Að þessu sinni verður fyrrum körfu- boltakappinn Pálmar Ragnarsson andlit og aðalskipuleggjandi Meist- aramánuðar og Íslandsbanki er bakhjarl verkefnisins. Pálmar hefur farið mikinn í kynningu á Meistaramánuði síð- ustu vikuna, hefur mætt í viðtöl í fjölmarga útvarpsþætti og lýst því yfir að hann sé svo mikill keppnis- maður að hann ætli að fá metþátt- töku í ár. Það er ekki lítið verk því síðast þegar Meistaramánuður var haldinn, árið 2014, tóku vel á annan tug þúsund Íslendinga þátt víðsvegar um heiminn. Fram til þessa hefur Meistaramánuður verið haldinn í október en Pálmar segir að hann hafi verið færður í stysta mánuð ársins vegna þess að algengt sé að fólk setji sér markmið í janúar en gefist svo upp á þeim í febrúar. „Við viljum með þessu hvetja fólk til þess að halda áfram að reyna vera besta útgáfan af sjálfu sér,“ var haft eftir honum hjá Nú- tímanum. Eins og fyrr verður hægt að búa til eigið markmiðadagatal inni á heimasíðu Meistaramánaðar og prenta það út. Það er hverjum og einum í sjálfsvald sett hver mark- miðin eru; hvort þau snúa að heilsu eða öðru sem fólk vill bæta í eigin fari. Sjálfur sagði Pálmar frá því í útvarpsviðtali að hann setti sér fjögur markmið; að sofa í átta tíma á nóttunni í febrúar, hætta að nota enskuslettur, skrifa eina sögu í hverri viku og að reyna að fá sem flesta til að taka þátt í Meistara- mánuði. Allar nánari upplýsingar má finna á www.meistaramanud- ur.is og á Facebook. Hægt er að fylgjast með á samfélags- miðlum með því að nota myllumerkið #meistaram.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.