Fréttatíminn - 11.03.2017, Qupperneq 2
2 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017
Allar tölur á verðlagi desember 2016
20% afsláttur
af öllum vörum
til 17. júní
Túnika
kr. 3000
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Mikið
úrval
skart,
skór, túnikur,
gallabuxur og
yfirhafnir
MIKIÐ ÚRVAL
AF SKARTI
TUNIKA
KR 3.900
OPIÐ TIL
16:00 Í DAG
TUNIKA
KR 3.900
TUNIKA
KR 3.900
SKÓR
KR 9.900
TASKA
KR 5.900
20% afsláttur
af öllum vörum
til 17. jú í
Túnika
kr. 3000
Bláu húsi axafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum up n r vörur da lega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háa í
mittinu
r. 5500.
Tökum u p nýj r vörur daglega
280cm
98cm
Húseigendur éta upp
kaupmátt leigjenda
Mannshvarf Artur Jarmosz ko, 26
ára, virðist hafa horfið sporlaust
en enginn hefur séð hann frá
1. mars. Fjölskylda hans óttast
um hann og hafði samband við
lögreglu á miðvikudag. „Ég óttast
að honum hafi verið gert eitthvað,“
segir Róbert, yngri bróðir hans.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Ekki er vitað um ferðir Art urs síð-
an rétt fyr ir miðnætti 1. mars síðast-
liðins en þá var hann staddur í mið-
borginni. Hann er búsettur á Íslandi
ásamt tveimur bræðrum sínum en
foreldrar hans búa í Póllandi.
Artur bjó í Breiðholti ásamt vinnu-
félaga sínum og vann á veitinga-
staðnum Saffran í Glæsibæ. Hann
hætti skyndilega störfum fyrir
mánuði, síma hans var lokað fyrir
skemmstu og hann hefur ekki farið
inn á Facebook-síðuna sína um hríð,
þá hefur öllum myndum af síðunni
verið eytt. „Þegar ég fór heim til
hans til að leita að honum tók her-
bergisfélagi hans á móti mér. Mér
fannst mjög óþægilegt að hann var í
fötum bróður míns,“ segir hann. „Ég
var ennfremur mjög reiður að hann
hefði ekki látið vita að bróðir minn
hefði ekki sést frá því um mánaða-
mótin. Hver lætur ekki vita ef besti
vinur hans hverfur skyndilega? Ég
tók fartölvu bróður míns og síma-
númerabókina hans en hann hafði
ekki tekið þetta frekar en fötin sín.
Eina sem ég fann ekki var vegabréfið
hans og debetkortið.“
Hann segist ekki óttast að bróðir
sinn hafi framið sjálfsmorð. „Hann
hefði ekki gert neitt slíkt án þess að
skilja eftir bréf eða einhverja kveðju.
Ég óttast frekar að hann hafi verið
myrtur en mér er illa við að segja
það upphátt.“
„Hann er hreinlega horfinn af yf-
irborði jarðar,“ segir Szymon Karol
Landowski, sem er giftur frænku
Arturs. Hann segir að fjölskyldan
hafi heyrt eftir á að hann hafi verið
í vondum félagsskap, drykki mikið
og notaði fíkniefni. En þau hafi ekki
haft neina vitneskju um það sjálf.
Óttast að honum hafi verið gert mein
Artur er 186 sm hár og með græn augu
og stutt dökkt hár. Hann er tal inn vera
klædd ur í svarta úlpu eða mittisjakka,
blá ar galla bux ur og hvíta striga skó. Þeir
sem hafa orðið hans varir eru beðnir
um að hafa samband við lögreglu.Stundum finnst manni tíma Alþingis varið í óttaleg smá-mál sem gera þingmennina stóra í augum einhverra
kverúlanta úti í bæ sem í staðinn
hafa látið sig hafa það að sleikja frí-
merki á kosningapóstinn. Hvern-
ig geta margir þingmenn talað
kafrjóðir í framan af æsingi og
af sjaldgæfum eldmóði um hvort
það eigi að selja áfengi í búðum og
ef ekki, þvílík frelsisskerðing það
sé? Það er ekki verið að elta ólar
við raunverulega þræla sem eru
látnir halla sér eftir 18 tíma vinnu-
dag í aflóga verksmiðjum eða
heilsuspillandi iðnaðarhúsnæði.
Og það er ekki verið að ræða frels-
isskerðingu þeirra barna sem eru
á götunni ásamt foreldrum sínum
af því ekkert húsnæði stendur
til boða, eða sjúklinga sem sofa
í kaffistofum eða bílageymslum
Landspítalans, af því ekki var rúm
fyrir þá „í gistiheimilinu.“
En við fáum þá stjórnmálamenn
sem við eigum skilið.
Þjóðin sem kaus yfir sig þing-
mennina virðist líka hugsa smátt.
Ef það örlar á kaldlyndi eða fálæti
í stóru samfélagslegu óréttlæti,
hleypa önnur mál af stað stríði,
þar sem margir liggja sárir eftir.
Þannig var þegar nokkrar
manneskjur sem töldu sig jaðar-
settar stofnuðu félagið, Truflandi
tilvist. Félagið vakti enga athygli
heldur spunnust fjörlegar um-
ræður um hvort þulurinn á Stöð
2 væri hugsanlega jaðarsettur.
Skömmu seinna var hann kallaður
epalhommi á Facebook og þá var
fjandinn laus. Öll lyklaborð lands-
ins iðuðu af lífi, kjálkarnir gengu
nýsmurðir í öllum kjaftaþáttum.
Epalkommar vígbjuggust gegn
epalhommum og létu skína í víg-
tennurnar. Síðan gátu báðar fylk-
ingar fallist hlæjandi í faðma yfir
fallegum hommum í velheppnaðri
og krúttlegri auglýsingu frá Epal.
Félagið Truflandi tilvist féll hins-
vegar í gleymskunnar dá eða var
jaðarsett í kyrrþey, eins og ein-
hver orðaði það.
Einhvernveginn held ég samt
ekki að við spyrjum hvert annað
eftir 20 ár: Hvar varst þú þegar
Sindri Sindrason var kallaður
epalhommi.
Þóra Kristín
SMJÖRKLÍPU-
ÞJÓÐIN
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Húsnæðismál Ef við tökum þrjú
ímynduð dæmi af einstæðu for-
eldri sem er í dag með 400 þúsund
krónur í mánaðartekjur og býr í 55
fermetra, tveggja herbergja, íbúð
í vesturhluta Reykjavíkur þá hafa
ráðstöfunartekjur heimilisins, eftir
skatta og húsaleigu, dregist saman
um tíu þúsund krónur á mánuði
þótt launatekjurnar hafi hækkað
um heilar 77 þúsund krónur síðustu
fjögur árin.
Ríkið tekur mikið
Ef við gerum ráð fyrir að efnahag-
ur þessarar fjölskyldu, foreldri með
eitt barn undir sjö ára aldrei, hafi
sveiflast eins og íslenska hagkerf-
ið að meðaltali frá 2012 hafa laun-
in hækkað um 77 þúsund krón-
ur. Tekjuskattur og launatengdar
greiðslur hafa hækkað á sama tíma
um 27 þúsund krónur, bæði vegna
þess að persónuafsláttur hefur
hvorki fylgt verðlagi né launaþró-
un og vægi afsláttarins því minnk-
að með hærri launum.
Til viðbótar hafa barnabæt-
ur líka lækkað, sé miðað við fast
verðlag, um 4 þúsund krónur. Rík-
ið hefur því tekið til sín 31 þúsund
krónur af þeim 77 þúsund krónum
sem tekjur fjölskyldunnar hækk-
uðu.
Húseigandinn tekur mest
Eftir skatt fær fjölskyldan í dag 46
þúsund krónum meira útborgað en
fyrir fjórum árum. Húsaleigan hef-
ur hins vegar hækkað um meira en
það, eða um 49 þúsund krónur, sé
miðað við meðalverð íbúðarleigu á
55 fermetra tveggja herbergja íbúð
í vesturhluta Reykjavíkur. Þessi
fjölskylda hefur því horft upp á
að ríkissjóður og íbúðareigandinn
éta upp alla kaupmáttaraukningu
umliðinna ára, tímabils sem kallað
hefur verið mesta kjarabótatímabil
sögunnar.
Þessu til viðbótar þá hafa
húsaleigubætur lækkað. Í desem-
ber 2012 hefði þessi fjölskylda feng-
ið 28 þúsund krónur í húsaleigu-
bætur á núvirði, en fær í dag
aðeins 21 þúsund krónur. Niður-
staða þessara fjögurra ára er því
10 þúsund krónur minni ráðstöf-
unartekjur en í árslok 2012.
Kjarabætur hafa farið fram hjá
þessari fjölskyldu. Hún skilur ekk-
ert hvað ráðamenn eru að tala um
þegar þeir vísa látlaust í bættan
hag allra landsmanna.
Sama sagan
Niðurstaðan er svipuð ef við skoð-
um einstakling í smærri íbúð með
eilítið lægri tekjur eða einstætt
foreldri með meiri tekjur í stærri
íbúð. Ráðstöfunartekjur einstak-
lingsins hefur lækkað um 15 þús-
und krónur en foreldrið með börn-
in tvö hefur í dag um þrjú þúsund
krónum meira til ráðstöfunar. Og á
ábyggilega jafn erfitt og hinir með
að skilja allt þetta tal um bættan
hag.
Samhliða lágri verðbólgu og
nokkrum launahækkunum hafa
bætur úr skattkerfinu verið lækk-
aðar og persónuafslætti haldið
niðri. Þetta leiðir til þess að kjara-
bæturnar verða minni því lægri
sem laun fólks eru. Skattalækkan-
ir hafa verið eilitlar, en aðeins á
hærri laun. Í þessu umhverfi hefur
gríðarleg hækkun húsaleigu virk-
að eins og efnahagslegar hamfar-
ir, komið mörgum fjölskyldum á
vonarvöl. Eins og sést af þessum
dæmum eru þær hamfarir ekki
aðeins afleiðing ráðaleysis stjórn-
valda til að höndla húsnæðismark-
aðinn heldur allt eins breytingar á
skattkerfinu, sem hefur þrengt að
hinum tekjulægri barnafjölskyld-
um og sérstaklega leigjendum.
Desember 2012:
Tekjur:
282 þús. kr
Frádráttur:
62 þús. kr.
Útborgað:
220 þús. kr.
Húsaleiga:
77 þús. kr.
Húsaleigubætur:
16 þús. kr.
Ráðstöfunartekjur:
166 þús. kr.
Desember 2016:
Tekjur:
350 þús. kr
+68 þús. kr.
Frádráttur:
77 þús. kr. -15 þús. kr.
Útborgað:
263 þús. kr.
+43 þús. kr.
Húsaleiga:
123 þús. kr. -46 þús.
Húsaleigubætur:
11 þús. kr. -15 þús.
Ráðstöfunartekjur:
151 þús. kr. -15 þús. kr
Einstaklingur í 35
fermetra stúdíóíbúð
Desember 2012:
Tekjur:
323 þús. kr
Frádráttur:
80 þús. kr.
Barnabætur:
29 þús. kr.
Útborgað:
272 þús. kr.
Húsaleiga:
110 þús. kr.
Húsaleigubætur:
28 þús. kr.
Ráðstöfunartekjur:
180 þús. kr.
Desember 2016:
Tekjur:
400 þús. kr +77 þús. kr.
Frádráttur:
107 þús. kr. -27 þús. kr.
Barnabætur:
25 þús. kr. -4 þús. kr.
Útborgað:
318 þús. kr.
+46 þús. kr.
Húsaleiga:
159 þús. kr.
+49 þús. kr.
Húsaleigubætur:
21 þús. kr.
Ráðstöfunartekjur:
170 þús. kr. -10 þús. kr.
Einstætt foreldri eins barns í 55
fermetra tveggja herbergja íbúð
Launafólk á leigumarkaði hefur ekki notið neinnar kaupmáttaraukningar á umliðnum
árum, tímabili sem sagt hefur verið tímabil fordæmalausra kjarabóta. Að hluta til hefur
hærra skatthlutfall og lækkaðar bætur út úr skattkerfinu dregið úr kjarabótunum en mest
munar um hækkun húsaleigu, sem hefur verið langt umfram verðlag og launaþróun.
Í Fréttatímanum í gær lýsti Jóhann
Már Sigurbjörnsson, fyrrum formað-
ur leigjendasamtakanna, áralangri
baráttu sinni við að fá stjórnvöld til að
bregðast við bráðum vanda á húsnæð-
ismarkaði. Mynd | Hari
Desember 2012:
Tekjur:
363 þús. kr
Frádráttur:
97 þús. kr.
Barnabætur:
51 þús. kr.
Útborgað:
317 þús. kr.
Húsaleiga:
157 þús. kr.
Húsaleigubætur:
34 þús. kr.
Ráðstöfunartekjur:
194 þús. kr.
Desember 2016:
Tekjur:
450 þús. kr
+87 þús. kr.
Frádráttur:
128 þús. kr. -31 þús. kr.
Barnabætur:
47 þús. kr. -4 þús. kr.
Útborgað:
369 þús. kr.
+52 þús. kr.
Húsaleiga:
197 þús. kr.
+40 þús. kr.
Húsaleigubætur:
25 þús. kr.
Ráðstöfunartekjur:
197 þús. kr. +3 þús. kr.
Einstætt foreldri tveggja barna í 75
fermetra þriggja herbergja íbúð