Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 www.bjarmaland.is sími 770 50 60 bjarmaland@bjarmaland.is ÚT Í HEIM MEÐ OKKUR! Gullni þríhyrningurinn + strandir GOA 339 000 kr. INDVERSKT SUMAR UM HAUST 11 nætur 14.-25. nóvember ÆVINTÝRALJÓMI TRANSILVANÍU 8 nætur 19. - 26. maí 161 700 kr. Rúmenía - í fótspor Drakúla greifa Moskva-Pétursborg 298 000 kr. SIGLING KEISARALEIÐIN 30. júlí - 09. ágúst 10 nætur Paulo Macchiarini kærður fyrir dýraníð Heilbrigðismál Eitt stærsta hneykslismál evrópskra og ís- lenskra læknavísinda, plastbarka- málið, vindur enn upp á sig. Sænsku dýraverndarsamtök- in Djurens rätt hafa kært ítalska skurðlækninn Paulo Macchiarini fyrir dýraníð. Frá þessu er sagt í sænska blaðinu Dagens Nyhet- er. Macchiarini framkvæmdi umdeildar skurðaðgerðir á þremur einstaklingum á Karol- inska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi á árunum 2011 til 2013, meðal annars á Andemariam Beyene sem búsettur var á Íslandi. Ekki var búið að reyna aðgerðarformið á dýrum áður en það var prófað á mönnum og virkuðu plast- barkarnir sem settir voru í þessa einstaklinga ekki og dóu tveir þeirra, meðal annars Andem- ariam. Aðgerðaformið var hins vegar prófað á rottum eftir á og snýst kæra samtakanna um að rotturnar hafi verið sveltar áður en þær voru notaðar sem til- raunadýr; þær misstu 45 prósent af líkamsþyngd sinni en mega samkvæmt reglum aðeins missa 10 prósent. Aðgerðatæknin virk- aði ekki heldur á rottur og dóu þær líka. | ifv Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, sést hér með eldislax frá fyrirtækinu. Skurðlækn- irinn Paulo Macchiarini hefur verið kærður fyr- ir dýraníð vegna til- rauna sinna á rottum. Stjórnmál Í eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki er þeim grundvallarspurningum ekki svarað af hverju ríkið eigi ekki að eiga banka og af hverju ríkið eigi að selja eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að eignarhald ríkisvaldsins geti grafið undan samkeppni og ríkið vanti fé til að greiða niður skuldir. Íslenska ríkið heldur samt eftir stórum hlut í einum banka til að tryggja stöðugleika í bankakerfinu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra segist telja að það sé „beinlínis óæskilegt“ og óþarft að ríkisvaldið eigi fyrirtæki eins og banka sem standi í samkeppni við einkarekin fyrirtæki. Bene- dikt segir að þetta sé óæskilegt bæði vegna samkeppnissjónar- miða og ríkisaðstoðarreglna sem haldið er á lofti af stjórnvöldum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Þess vegna sé vænlegra að ríkið selji bróðurpartinn af eignarhlut- um sínum í fjármálafyrirtækjum. Benedikt segir að þetta eigi við í samfélagi eins og á Íslandi í dag þar sem ekki eru „markaðsbrestir“ en með því á hann meðal annars væntanlega við aðstæður eins og sköpuðust á Íslandi í hruninu um haustið 2008 þar sem íslenska ríkið tók stóru viðskiptabankana þrjá yfir. Þetta kemur fram í svari frá Benedikt við fyrirspurn Fréttatím- ans um af hverju hann telji að ís- lenska ríkið eigi að selja hlutabréf sín í Íslandsbanka og Arion og eins meirihluta þess hlutafjár sem ríkið á í Landsbankanum, þó halda eigi eftir rúmlega þriðjungshlut eða meira í þeim banka. Í drögum að eigendastefnu rík- isins fyrir fjármálafyrirtæki, sem kynnt var í febrúar, er þeirri lyk- ilspurningu ekki svarað af hverju ríkið ætli sér að selja þessi hluta- bréf sem það á í þremur stærstu viðskiptabönkum landsins. Í eigendastefnunni stendur meðal annars: „Ríkið stefnir ekki að því að eiga meiri hluta í fjármálafyr- irtækjum á almennum markaði til lengri tíma.“ Þessi niðurstaða er hins vegar ekki útskýrð í skjalinu þar sem eigendastefnunni er lýst. Þá er heldur ekki útskýrt af hverju íslenska ríkið ætli sér að selja alla eignarhluti sína í Arion banka og Íslandsbanka. Um seinni bankann stendur aðeins: „Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þegar hag- felld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi.“ Hins vegar eru gefnar forsend- ur fyrir því af hverju ríkið ætti að halda eftir hlutabréfum í Lands- bankanum og er vísað til mikil- vægis þess að tryggja stöðugleika í bankakerfinu: „Stefnt er að því að ríkið eigi verulegan eignarhlut, 34- 40%, í bankanum til langframa til að stuðla að stöðugleika í fjármála- kerfinu og tryggja nauðsynlega innviði þess.“ Af þessum sökum óskaði Frétta- tíminn eftir útskýringum Bene- dikts á forsendum bankasölunnar þar sem ástæður hennar koma ekki nægjanlega vel fram í um- fjöllun eigendastefnunnar. Ljóst er að Benedikt og ríkisstjórnin telja að ríkisvaldið hafi það hlutverk að tryggja stöðugleika í fjármála- kerfinu með því að selja ekki öll hlutabréf sín í öllum bönkum og ætlar því að halda eftir kjölfestu- hlut í Landsbankanum. Miðað við svar Benedikts og eigendastefnuna er þetta ekki „óæskilegt“ en það væri „óæskilegt“ ef ríkið ætti stóra eignarhluti í öllum bönkunum. Ríkisstjórnin er því ekki fráhverf því í sjálfu sér að ríkisvaldið eigi stóra eignarhluti í að minnsta kosti einum banka. Þá segir Benedikt einnig í svari sínu að eignarhlutir ríkisins í bönkunum séu eignir sem auðvelt sé að selja og þar með grynnka á skuldum ríkissjóðs: „Vaxtagjöld ríkissjóðs eru 70 milljarðar króna á ári og þriðji stærsti útgjaldalið- ur ríkisins. Lækkun skulda skapar rými fyrir útgjöld, fjárfestingar og skattatilslakanir. Bankarnir eru stærstu seljanlegu eigirnar á hendi ríkisins nú.“ Ein af forsendum bankasölunnar er því líka mikil- vægi þess að greiða niður skuldir ríkisins. „Óæskilegt“ ef ríkið er í sam­ keppni við einkarekna banka Benedikt Jóhannesson segir að ekki sé æskilegt að ríkið standi í samkeppni við einkaðila í fyrirtækjarekstri, meðal annars á fjármálamarkaði, og er þetta ein helsta forsendan fyrir því af hverju hann telur að selja eigi hlutabréf ríkisins í bönkunum. Laxeldi Ný norsk skýrsla sýnir fram á dauða 19 prósent alls eldislax meðan hann er í ræktun. Talan er talsvert lægri á Íslandi. Um fimm prósent eldislaxa sem ræktaðir eru við Íslandsstrend- ur drepast árlega í laxeldinu sem stundað er á Íslandi. Þetta segir Höskuldur Steinarsson fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Í nýrri skýrslu Dýralæknasamtaka Noregs kem- ur fram að 53 milljónir eldislaxa hafi drepist í laxeldinu þar í landi í fyrra eða samtals um 19 prósent af framleiðslunni. Laxalús er ein aðalástæðan fyrir þessum miklu afföllum í Noregi. Höskuldur segir að þetta sé vegna umfangs eldisins í Noregi en árlega framleiðsla þar er um 1,3 milljónir tonna á meðan framleiðslan er á milli 10 og 20 þúsund tonn á Íslandi. | ifv Meiri laxadauði í Noregi en á Íslandi út af lúsinni Sakamál Lögreglan í Vestmanna-eyjum segist þurfa að ná tali af 45 ára konu sem varð fyrir alvarlegri ofbeldisárás í september til að hægt sé að ljúka rannsókninni. Maðurinn sem lögreglan hefur grunaðan í málinu hefur neitað sök en framburður vitna og önnur sönnunargögn benda sterklega til sektar hans. Konan dvelur á Spáni og hefur ekki fengist til að snúa heim. Hún átti erfitt með að dvelja í sama þorpi og maðurinn og fór því burt. „Ég hef skilning á því að fórnarlömbum svona ofbeldis líði illa að vita af ofbeldismanninum í næsta nágrenni,“ segir Tryggvi Heiðar Páll Halldórsson, vinur konunnar, sagði við Frétta- tímann í gær að það væri skítt að fórnarlambið þyrfti að flýja af vettvangi eftir glæpinn. Lögregla þarf frekari vitnisburð konunnar Ólafsson, lögreglumaður í Eyjum. „Það er hinsvegar ekkert sem lögreglan getur gert. Ekki nema hann taki upp á því að áreita fórn- arlambið, þá er hægt að fara fram á nálgunarbann. Hann segir að rannsóknin hafi dregist á langinn þar sem konan dvelur erlendis. Hann vill þó ekki gefa upp hvað standi út af borðinu. Ef konan fæst ekki til að koma til landsins verður málið samt sent ríkissaksóknara sem ákveður hvort ákært verði. Tryggvi sagðist ekki treysta sér til þess að segja hversu mikilvægur þessi vitnisburður konunnar væri fyrir málatilbúnað lögreglu. | þká

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.