Fréttatíminn - 11.03.2017, Page 10

Fréttatíminn - 11.03.2017, Page 10
EINELTI VANDAMÁL SAMFÉLAGSINS 10 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 Breytti öllu þegar unnið var með gerendum Selma Björk hefur samanburð úr tveimur grunn- skólum þar sem tekið var á einelti með ólíkum hætti. Selma Björk Hermannsdóttir er tvítug, en hún upp- lifði fyrst einelti þegar hún var á leikskóla í Danmörku þar sem hún var skilin útundan vegna þess að hún leit öðruvísi út, en hún fæddist með skarð í vör. Eineltið fylgdi henni í grunnskólann í Danmörku og svo til Ís- lands, allt upp í menntaskóla. Þetta voru mismunandi gerendur, en á hverjum stað var hópur einstaklinga sem lét hana ekki í friði. Á fyrsta ári í menntaskóla var henni hins vegar nóg boðið og ákvað hún að tjá sig opinberlega um reynslu sína af einelti í grein sem birtist á bleikt.is. Grein- in vakti mikla athygli og í kjölfarið sagði Selma sögu sína víðar. Það þróaðist svo út í að hún fór að halda fyrirlestra um einelti í skólum ásamt föður sínum. Það að ræða opinberlega um reynsluna hafði því mjög jákvæð áhrif á líf Selmu og varð meðal annars til þess að eineltið hætti. Selma hefur samanburð á því úr tveimur grunn- skólum hvernig tekið var á eineltinu með ólíkum hætti. „Þó að ég hafi verið ung í þeim fyrri þá man ég eftir að hafa hugsað að mér þótti aðferðin ekki vera að virka. Það var þessi klassíska aðferð, sem ég held að sé því miður allt of oft notuð, þar sem gerandi og þolandi eru teknir inn á skrifstofu, látnir horfast í augu, takast í hendur og biðjast afsökunar. Svo er það bara búið en gerandinn heldur áfram í næstu frímín- útum.“ Selma skipti síðan yfir í einkarekinn grunnskóla þar sem voru töluvert færri krakkar og hún upplifði það þannig að skólinn hefði efni á að beita persónu- legri aðferðum til að uppræta eineltið. „Þá var talað við mig í einrúmi og gerendur í einrúmi og foreldra okkar. Svo vorum við öll látin hittast. Það fór mikill tími í að sjá til þess að öllum liði vel. Þau hættu ekki fyrr en þetta var komið. Þannig að báðir aðilar gátu hvor í sínu lagi sagt að þeim liði betur og þeim þætti vandamálið ekki lengur til staðar. En eineltið hætti aldrei alveg. Ég hef aldrei verið í skóla þar sem ég er ekki lögð í einelti, en mér leið tíu sinnum betur í einkaskólanum, af því að í hvert skipti sem eitthvað kom fyrir þá var tekið á því. Það breytti svo miklu að finna að skólayfirvöld nenntu þessu. Í gamla skólan- um þá var ég bara skömmuð fyrir að vera alltaf að koma inn á skrifstofu. Það vantaði allan metnað.“ Selma segir mikilvægt að komast að rót vandans og telur að það sé ekki hægt með sífelldum skömmum eða predikunum. „Það er svo algengt að talað sé við nemendur og sagt að þetta og hitt líðist ekki, en ef þú ert gerandi og þér líður það illa að þú leggur aðra í einelti, þá er ólíklegt að þú takir það til þín. Í einskól- anum var talað meira við einstaklingana og það skipti öllu máli. Þar var minna verið að segja einstaklingum að hætta að gera eitthvað og meira verið að spyrja af hverju. Þegar þú kemst að ástæðunni, þá ertu komin að rót vandans og getur gert eitthvað í málunum.“ Það hafði mjög jákvæð áhrif á líf Selmu að tjá sig opinber- lega um eineltið. Madeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróðursæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Á eyjunni ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn hafa eyjarskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Léttganga á Madeira er skemmtilegur valkostur sem sameinar góða útivist í hressandi göngutúrum svo og tíma til að njóta lífsins eins og hver og einn óskar eftir. Göngurnar eru fjölbreyttar og ýmist gengið meðfram rennandi lækjum, um gróðursæla dali og tignarleg fjöll. Farið verður í 6 stuttar en áhugaverðar gönguferðir um eyjuna og svo eru 4 frjálsir dagar að hætti hvers og eins, þá er einnig innifalin kvöldferð og kynnisferð um Funchal. Gönguferðir á Madeira eru gjarnan meðfram gömlum árveituskurðum sem heimamenn nefna „Levadas“ en hluti af þessum árveituskurðum eru allt frá 16. öld. Þeir voru notaðir til að flytja regnvatn frá fjöllunum í norðri til suðurhlutans sem er mun sólríkari og þurrari en sá nyðri. Miðað er við að göngurnar séu á bilinu 3-4 klst og um það bil 4-6 km. Gengið er á þægilegum stígum og umhverfið er stórkostlegt umvafið laufskógum og litríkur gróðurinn og blómaangan setur sterkan svip sinn á leiðina. Gist verður á góðu 3* hóteli í Funchal. Léttganga á Madeira er sannarlega spennandi valkostur á þessari fallegu eyju. Frá kr. 209.900 m/morgunmat & gönguferðum 15.000 kr. bókunarafsláttur á mann Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 80 72 9 Léttganga á MADEIRA 23. apríl í 11 nætur Frá kr. 209.900 m/morgunmat, gönguferðum o.fl. Netverð á mann frá kr. 209.900 m.v. 2 í herbergi. Fararstjóri: Niels Rask Vendelbjerg – fáðu meira út úr fríinu Upplifun Daníels Þórs var sú að skólinn skýldi sér á bak við and- leg veikinda geranda Daníel Þór Marteinsson fór að verða skotmark skólafélaganna í fjórða eða fimmta bekk, en hann er 29 ára í dag. Í fyrstu beindist áreitið helst að því að hann væri með gleraugu. Félagslega út- skúfunin fylgdi fljótlega í kjölfar- ið. Hann fékk ekki að vera með í leikjum og var ekki boðið í afmæli. „Þetta stigmagnaðist svo bara, en inni á milli voru einhverjir sem reyndu að vera almennilegir við mig. Það entist þó aldrei. Á endan- um náðu skemmdu eplin að smita út frá sér.“ Í áttunda bekk fór hann svo í annan skóla og þar voru krakk- arnir voru farnir að fikta við að reykja og drekka. Daníel var ekki spenntur fyrir því. „Ég var var bara tölvulúði og hafði gaman af tölvuleikjum, útiveru og venjuleg- um hlutum. Ég fór alveg inn í skel og var mjög mikið einn með sjálf- um mér. Ég held að ég hafi átt einn vin. Ég var farinn að skrópa í skól- anum og þykjast vera veikur.“ Það var einn gerandi sem var mest áberandi í hópnum en hinir fylgdu honum. Aðrir þóttust ekk- ert sjá. „Lausnin hjá foreldrum mínum var að tala við kennarana en þeir voru hálf ráðþrota. Ger- andinn fékk tiltal og þá kannski róaðist allt í viku, en byrjaði svo aftur. Mér fannst skólayfirvöld skýla sér svolítið á bak við það að hann ætti við geðræn vandamál að stríða en þá hefði hann auðvitað átt að fá viðeigandi hjálp. Það voru bara engin slík úrræði í boði þá.“ Í tíunda bekk var Daníel kom- inn á mjög slæman stað andlega og hugsaði um að láta sig hverfa. Svipta sig lífi. En hann fékk sig þó ekki til þess. Eineltið fylgdi honum út grunn- skólann og því linnti ekki fyrr en hann byrjaði í framhaldsskóla. Á öðru ári sínu þar fór hann eignast vini og komst í inn í vinahóp sem hann átti eftir að vera hluti af um tíma. Þó að Daníel sé ekki í miklu sambandi við hópinn í dag á hann sína vini og telur sig vera á góðum stað. Daníel segir gerendur reglulega hafa fengið tiltal, en það dugði skammt. Mynd | HariHugsaði um að svipta sig lífi

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.