Fréttatíminn - 11.03.2017, Qupperneq 43

Fréttatíminn - 11.03.2017, Qupperneq 43
Hafa haft jafnræði að leiðarljósi Samskip fengu gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC í fyrrasumar. Fengu gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC Samskip hlutu um mitt síðasta sumar gullmerki jafnlaunaúttektar PwC, en hún staðfestir að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar hjá félaginu. Úttektin leiddi í ljós að hvorki þurfti að gera úrbætur né breytingar á launastefnu fyrirtækisins til þess að veita vottunina. Í jafnlaunaúttekt PwC er bæði tekið tillit til grunnlauna, fastra launa og heildarlauna, auk annarra þátta sem hafa áhrif á laun fólks, svo sem menntun þess og starfsaldur. Við afhendingu viðurkenningarinnar sagði Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa þau hjá félaginu vera stolt af gullmerkinu. „Því það er mikilvæg staðfesting á því að launastefna Samskipa byggir á þeim sjálfsögðu og eðlilegu gildum að greiða konum og körlum sömu laun fyrir sömu störf,” sagði hann, en hjá Samskipum starfa um 500 manns við fjölbreytt störf víðsvegar um landið. Frá veitingu gullmerkis PwC í fyrrasumar. Á myndinni eru Hafsteinn M. Einarsson frá PwC, Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, Bára Mjöll Ágústsdóttir mannauðsstjóri og Þorkell Guðmundsson frá PwC. Unnið í samstarfi við Samskip. Samkvæmt meginreglu jafnréttislaga ber launa-greiðendum að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Samskip eru í hópi þeirra fyrirtækja sem borið geta höfuðið hátt í umræðu um kynbundinn launamun, því hafi hann einhvern tímann verið til staðar hjá félaginu, þá hefur honum verið útrýmt. „Við höfum ávallt haft það að leiðarljósi að jafnræði sé með- al starfsmanna Samskipa, óháð kyni, uppruna eða trúarbrögðum. Meðal starfsmanna sem við erum með í vinnu hjá okkur er fólk af sextán þjóðernum,“ segir Bára Mjöll Ágústsdóttir, forstöðumaður mannauðsdeildar Samskipa. Í fjöl- mennum hópi starfsfólks sé því að finna allan þann fjölbreytileika sem mögulega þurfi að taka tillit til. „Við horfum á störfin sjálf en ekki einstaklingana sem sinna þeim.“ Þessi nálgun Samskipa hefur svo gert það að verkum að mögu- leg vandamál vegna kynbundins launamunar hafa ekki komið upp. Í fyrrasumar var þetta svo stað- fest þegar félagið fékk gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC. „Vottun- in var unnin þannig að PwC fékk aðgang að launabókhaldi okkar og gerði þar sína úttekt á launum allra starfsmanna.“ Bára Mjöll segir það hafa gert þau hjá Samskipum óendanlega stolt að félagið skyldi ná að fá gullmerkið í fyrstu atrennu. „Ég var reyndar sannfærð um að það yrði þannig, en mörg fyrirtæki hafa þurft að gera að þessu margar atrennur og vinna mjög markvisst í því að breyta þessu hjá sér.“ En vegna nálgunarinnar sem viðhöfð var hjá Samskipum þurfti ekki að gera neinar sérstakar ráðstaf- anir, heldur fá svör hjá óháðum aðila að vel væri að málum staðið hjá félaginu. „Það er mikilvægt að fá það staðfest að við vinnum eftir ákveðnum ferlum og að þeir standist skoðun óháðra aðila.“ Fljótlega eftir veitingu gullmerk- isins fór fram reglubundin vinnu- staðagreining hjá Samskipum. Hún er framkvæmd annað hvert ár og felst meðal annars í því að starfs- menn eru spurðir álits á fjölda þátta, svo sem vinnuaðstæðum og aðbúnaði. „Út úr þessu fáum við ákveðna einkunn sem hægt er að bera saman á milli kannana og niðurstöðurnar sýna með skýr- um hætti að afstaða starfsmanna gagnvart launamun kynjanna hefur breyst töluvert í þá veru að starfmenn telja ólíklegra að það sé munur á launum kynjanna, eftir að við fengum þennan óháða aðila til að taka þetta út hjá okkur. Það er eins og með úttektir, vottanir og stimplanir, það er meiri trú- verðugleiki að fá þriðja aðila til að skoða málin.“ Og þótt gullmerkið og niður- staðan hafi verið fagnaðarefni fyrir Samskip þá segir Bára Mjöll að því stefnt að greina þessar tölur áfram með reglulegum hætti. „Þetta er eins og með aðra endurskoðun og úttektir á gæðamálum, þeim verk- efnum er aldrei lokið. Við höldum áfram að kanna málin og passa upp á að við förum ekki út af spor- inu í að gæta jafnræðis á meðal starfsmanna. Það þýðir ekkert að státa sig af gömlum sigrum heldur fáum staðfestingu á þessu reglu- lega.“ Bára Mjöll Ágústsdóttir, mannauðsstjóri hjá Samskipum, segir félagið stolt af árangri sem þar hafi náðst í að gæta jafnræðis meðal starfsfólks. Kynbundinn launamun sé ekki að finna hjá félaginu. Við höfum ávallt haft það að leiðarljósi að jafn- ræði sé meðal starfs- manna Samskipa, óháð kyni, uppruna eða trúarbrögðum. Meðal starfsmanna sem við erum með í vinnu hjá okkur er fólk af sextán þjóð- ernum. Hér á myndinni fyrir neðan má sjá það ferli sem fyrirtæki ganga í gegnum þegar þau innleiða Jafn- launastaðalinn ÍST 85:2012. Ef fyrirtæki vill innleiða Jafnlauna- staðalinn þarf það setja upp verk- áætlun og gera stöðumat til þess að sjá hvaða þættir, sem staðallinn gerir kröfur um, séu til staðar og hvaða umbætur þarf að gera. Ef fyrirtækið telur að það uppfylli kröfur Jafnlaunastaðalsins þá hef- ur það um þrjá kosti að velja. 1 Að lýsa því yfir að það uppfylli þau skilyrði sem staðallinn set- ur fram. 2 Að fá fulltrúa starfsmanna sinna (t.d. stéttarfélags) til þess að staðfesta jafnlaunakerfi sitt. 3 Að fá vottun frá faggildri vott- unarstofu um að það fullnægi skilyrðum staðalsins. Þau fyr- irtæki sem þetta gera fá Jafn- launamerkið. Heimild: Velferðaráðuneytið INNLEIÐING JAFNLAUNASTAÐALS Verkáætlun Verklagsreglur skjölun o.s.frv. Vottun af faggiltri vottunarstofu Staðfesting hagsmuna- aðila Yfirlýsing Skipulag verkefnis innan vinnustaðar Stöðumat Framkvæmd verkáætlunar Innri úttekt eða forúttekt Námskeið I: Kynning á jafnlaunastaðlinum Námskeið II: Starfaflokkun Námskeið III: Launagreining Námskeið IV: Skjölun Innleiðing Jafnlaunastaðals ÍST85:2012? Upphaf Rá ðg ja fi að lá ni Námskeið V: Gerð verklagsreglan Innleiðingarferli Jafnlaunastaðalsins af hendi um leið og komið væri á opinbert ferli við vottun, sam- kvæmt jafnlaunastaðlinum. Slíkt ferli er nú að komast á og hefur VR því hætt að bjóða jafnlauna- vottun félagsins. Þau fyrirtæki sem gert hafa þriggja ára samning um Jafnlaunavottun VR munu þó klára sína samninga, að því Ólafía segir. Um þessar mundir er verið að huga að næstu skrefum og hefur ráðherra jafnréttismála kallað eftir samstarfi við aðila á vinnu- markaði, bæði launþegahreyf- inguna og atvinnurekendur. „Ef við komum okkur saman um lausn sem við teljum að geri ver- kefnið betur í stakk búið til að skila þeim árangri sem það á að skila þá mun ráðherra taka tillit til þess,“ segir Ólafía. „Þá erum við meðal annars að líta til kjara- samninga á vinnumarkaði en það er brýnt að verkalýðshreyfingin eigi aðkomu að þessu verkefni.“ Er einhugur á vinnumarkaði um að innleiða þetta? „Nei, ég get ekki sagt það. Þeir hafa nú ekki verið alveg sáttir við þetta, atvinnurekendur. En þeir eru tilbúnir til þess að leita leiða með okkur. Við þurfum alltaf að leita lausna, öðruvísi komumst við ekkert áfram. Og ef við finnum réttu lausnina hljótum við að geta komist að einhverju samkomulagi um útfærslu hennar.“ Þessi nýi veruleiki kemur mis- vel við fyrirtæki landsins. „Sum fyrirtæki hafa kvartað yfir því að þetta sé of íþyngjandi. Við gerum okkur grein fyrir því að fyrirtæki eru misjafnlega í stakk búin til að innleiða jafnlaunastaðalinn. Sum standa vel að vígi en önnur ekki og það tekur óhjákvæmilega lengri tíma fyrir fyrirtæki sem eru ekki komin á það þroskastig í mannauðsstýringunni að geta innleitt svona staðal.“ Ólafía ítrekar að jafnrétti sé eitt mikilvægasta baráttumál verka- lýðshreyfingarinnar og barátt- unni sé langt í frá lokið. „Jafnrétti til launa er einfaldlega sjálfsögð mannréttindi,“ segir Ólafía. Hún fagnar því að baráttan hafi þó skilað okkur á þann stað sem við erum í dag, en ítrekar að ekki sé tímabært að láta staðar numið. „Þegar takmarkinu er náð hætt- um við að beita þessum þrýstingi. En ef stjórnvöld taka ekki á þess- um málum af þeim myndugleika sem við teljum að þurfi til munum við halda áfram. Við höfum gert það í tugi ára og munum gera það áfram, ef á þarf að halda.“ Jafnrétti til launa er einfald- lega sjálfsögð mannréttindi. 7 LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 LAUNAJAFNRÉTTI

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.