Fréttatíminn - 11.03.2017, Síða 44
8 LAUGARDAGUR 11. MARS 2017LAUNAJAFNRÉTTI
Unnið í samstarfi
við Landsbankann.
Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Lands-bankans, segir að ákveðið hafi verið að undirgangast úttekt-
ina haustið 2014 til að greina
stöðuna almennilega og fag-
lega. „Við réðumst í þessa vinnu
vegna þess að við höfðum ekki
mikið af tækjum eða tólum til
þess að skoða málið almennilega
sjálf. Við höfðum gert kannanir
á launamun kynjanna frá árinu
2012 sem gáfu okkur ákveðna
mynd af stöðunni. Okkur fannst
samt mikilvægt - í raun miklu
sterkara að - fá utanaðkomandi
aðila til að framkvæma grein-
inguna og fá þannig staðfestingu
á því að við værum að greiða
konum og körlum jöfn laun fyrir
sömu eða jafnverðmæt störf. Út-
tektin leiddi líka í ljós einstaka
atriði sem þörfnuðust úrbóta og
við réðumst strax í það,“ segir
Baldur.
Landsbankinn er stærsta fyr-
irtækið á Íslandi sem hefur hlotið
gullmerki jafnlaunaúttektarinn-
ar en um 1000 manns starfa hjá
bankanum. Kynjahlutfallið innan
bankans er þannig að þar starfa
66% konur en 33% karlar. Að-
spurður hvort jafnlaunaúttektin
hafi skipt bankann miklu máli seg-
ir Baldur engan vafa leika á því.
„Landsbankinn er með skýra
jafnréttisstefnu. Í þeirri stefnu er
kveðið á um að konur og karl-
ar skuli hafa jafna möguleika
til starfsframa og njóta sömu
réttinda í starfi. Einnig kemur
fram að Landsbankinn stefni að
jöfnu hlutfalli kynja meðal starfs-
manna, að hjá bankanum skuli
störf ekki flokkast sem karla- eða
kvennastörf og að konum og körl-
um skuli greidd sömu laun fyrir
jafnverðmæt störf. Við erum stolt
af því að það er jafnt kynjahlutfall
í framkvæmdarstjórn okkar. Mikil
áhersla hefur verið lögð á jafnrétti
og jafnréttismál innan bankans og
jafnlaunavottunin var liður í því
að fá staðfestingu á að við værum
á réttri leið. Við vildum sýna að
árangur í jafnrétti eru ekki orðin
tóm hjá Landsbankanum,“segir
Baldur.
Er mikil vinna að fá jafnlauna-
úttektina?
„Þetta var talsverð vinna í fyrsta
skiptið. Það er segin saga að
þegar maður tekur upp nýtt
verkfæri, þá tekur við ákveðið
lærdómsferli sem þarf að komast
í gegnum. Við þurftum að gera
ákveðna tiltekt í kerfunum hjá
okkur. Í seinna skiptið sem út-
tektin var framkvæmd gekk allt
saman miklu betur. Það leikur
enginn vafi á að sú vinna sem
lögð var í jafnlaunaúttektina
hefur margborgað sig og skilað
sér margfalt til baka. Þessi vinna
var að mínu mati á engan hátt
íþyngjandi fyrir rekstur Lands-
bankans,“ segir Baldur.
Er jafnlaunaúttekt öflugt vopn í
jafnréttisbaráttunni?
„Já, ég tel að svona jafnlaunaút-
tekt sé mjög jákvæð aðgerð sem
gerir hverju fyrirtæki kleift að
skoða, meta og jafna laun kynj-
anna. Því fleiri fyrirtæki sem geta
með þessum hætti sýnt fram á
að hafa hlutina á hreinu, því meiri
ætti jöfnuðurinn að verða í sam-
félaginu almennt. Það er búið
að eyða allt of miklum tíma í að
spjalla og spekúlera og bíða eftir
að eitthvað breytist. En þó svo að
okkur sýnist staða jafnréttismála
vera að batna, eru framfarirnar
að mínu mati allt of hægar.
Það þarf að ýta á eftir hlutun-
um þannig að þetta fari að ganga
miklu hraðar fyrir sig, konum,
körlum og samfélaginu öllu til
hagsbóta. Það gerist ekkert af
sjálfu sér. Þess vegna tel ég að
aðgerðir á borð við jafnlaunaút-
tektina séu nauðsynlegar, rétt
eins og þegar kynjakvótar voru
teknir upp í stjórnum. Sú krafa
kom hreyfingu á hlutina og hafði
jákvæð áhrif. Við lítum svo á að
þessi viðurkenning sé mikilvæg
staðfesting á stöðu jafnréttismála
í bankanum og hún er jafnframt
hvatning til að viðhalda þeirri
stöðu til framtíðar,“ segir Baldur.
Klara Steinarsdóttir og Kristín Berta Sigurðardóttir starfsmenn mannauðsdeildar
Landsbankans. Mannauður upplýsir starfsmenn regluglega um stöðu jafnréttismála á
vinnustaðnum.
Landsbankinn hefur hlotið gullmerki
jafnlaunaúttektar PwC undanfarin tvö ár.
Landsbankinn
er með skýra
jafnréttisstefnu.
Í þeirri stefnu er
kveðið á um að
konur og karlar skuli
hafa jafna möguleika
til starfsframa og
njóta sömu réttinda í
starfi.
Jafnlaunaúttektin mikilvæg
staðfesting á stöðu jafnréttismála
í Landsbankanum
Árið 2015 hlaut Landsbankinn gullmerki jafnlaunaúttektar PwC, fyrstur banka á Íslandi.
Landsbankinn hlaut viðurkenninguna aftur á síðasta ári. Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC
veitist fyrirtækjum þar sem launamunur kynjanna er innan við 3,5%.