Fréttatíminn - 11.03.2017, Síða 48
12 LAUGARDAGUR 11. MARS 2017LAUNAJAFNRÉTTI
„Í anda jafnréttis
rekum við fyrirtækið“
Hýsing vöruhótel sérhæfir sig í öllu sem kemur að lagerhaldi,
afgreiðslu og vörumerkingum á fatnaði og annarri smávöru.
Unnið í samstarfi við
Hýsingu vöruhótel
Vöruhótelið er til húsa að Skútuvogi 9 og hefur einstaklega stóran og glæsilegan lager sem er
um 11 þúsund fermetrar að stærð
að meðtöldum hæðunum sem eru
í húsinu.
Ekkert annað vöruhótel á
Íslandi líkist Hýsingu þar sem
8 km af hillum og um 10 km af
fataslám eru notaðar til að geyma
fatnað og aðra smávöru. Í raun
má segja að um stærsta fataskáp
landsins sé að ræða.
Hýsing er einnig eitt af örfáum
fyrirtækjum á Íslandi sem gefa
sig út fyrir að sjá um innihalds-
merkingar á vörum fyrir önnur
fyrirtæki og hefur eftirspurn eftir
þeirri þjónustu aukist mjög á
síðustu árum.
Hjá Hýsingu starfa 32 starfs-
menn af 6 þjóðernum með fjöl-
breyttan uppruna og mjög ólíkan
bakgrunn en flestir koma frá Ís-
landi eða Póllandi. Hlutfall kvenna
á vinnustaðnum er mjög hátt en
þær eru um 72% af starfsfólkinu.
Þórdís Arnardóttir er rekstrar-
stjóri hjá Hýsingu vöruhóteli.
Hvers vegna ákváðuð þið að
taka upp jafnlaunavottun?
„Til að byrja með var það VR sem
átti frumkvæðið að því að fyrir-
tæki fóru af stað með þessa vinnu
í samvinnu við BSI á Íslandi. Það
má í raun og veru segja að við
höfum unnið í þessum anda allt
frá stofnun fyrirtækisins.
Þegar okkur bauðst að fá vott-
un samkvæmt jafnlaunavottunar-
staðalinn ÍST 85:2012 þá reyndist
það okkur mjög auðvelt. Okkur
finnst skrýtið að fólk setji það
fyrir sig að leggjast í þessa vinnu,
árið er 2017 og ekkert eðlilegra
en kynin fái sömu laun fyrir sömu
vinnu,“ segir Þórdís.
Var þetta mikil vinna fyrir
fyrirtækið að fara í gegnum?
„Nei, ég get ekki sagt það,
auðvitað þurfti að fara í gegnum
ýmis konar pappírsvinnu til að
uppfylla skilyrði staðalsins, en
þar sem þetta voru engar gagn-
gerar breytingar á því hvernig fyr-
irtækið var rekið þá hefur þessi
vinna bara í raun auðveldað okkur
hlutina. Eitt af því mikilvægasta
var að skilgreina hvert og eitt
starf eftir mikilvægi, ábyrgð og
menntunarkröfum. Þegar það
var komið þá var orðinn til skýr
rammi sem við gátum unnið eftir.
Við horfum ekki á störfin eftir
kynjum og það skiptir okkur ekki
máli hvort það er kona eða karl
sem vinnur þau því fyrir ákveðið
starf er bara ákveðið greitt, sama
hvort kynið á í hlut. Þetta hjálpar
okkur ekki síst þegar við erum að
ráða inn nýtt starfsfólk, þá höfum
við þennan skýra starfaramma og
þannig getum við verið samkvæm
sjálfum okkur,“ segir Þórdís.
Þannig að þetta hefur nýst
ykkur sem gott tæki?
„Já, ekki spurning, þetta hefur
gert okkur kleift að starfa í þeim
anda sem við viljum vinna.
Allar fréttir segja að það halli
frekar á konur, þessu er frekar
öfugt farið hjá okkur því þegar við
fórum í gegnum síðustu úttekt
var útskýrður kynbundinn launa-
munur 2,7% konum í hag,“ segir
Þórdís.
En er tilfinning Þórdísar fyrir
því að jafnlaunavottunin sé öflugt
vopn í jafnréttisbaráttunni?
„Já, tvímælalaust. Þetta finnst
mér mjög öflugt vopn. Ég get ekki
séð að hlutur kvenna á vinnu-
markaði leiðréttist af sjálfu sér.
Það þarf einhverjar róttækar að-
gerðir,“ segir Þórdís
Talið berst að kvenna- og
karlastörfum og Þórdís segir:
„Ég get alveg sagt þér að þegar
ég tók við starfinu mínu hér hjá
Hýsingu, sem rekstrarstjóri, að
margir litu á það sem algjört
karlastarf að stýra lager. Við erum
ekki margar konurnar í þessum
bransa en þeim fer fjölgandi, sem
betur fer. Það skemmtilega er að
hér hjá Hýsingu hafa bara verið
konur í rekstrarstjórahlutverk-
inu. Það er mjög sterk fyrirtækja-
menning hjá okkur og í anda
jafnréttis rekum við fyrirtækið
og við höfum alltaf unnið í þess-
um anda. Hér hjá okkur eru allir
jafnir, hér sérðu konur keyra um á
lyfturum og þar fram eftir götun-
um. Umræðan um kvenna- og
karlastörf á því ekki við hjá okkur
þó að víða í samfélaginu megi
vekja fólk betur til umhugsunar
um þessi mál.“
Þegar ég tók við starfinu mínu hér hjá
Hýsingu, sem rekstrarstjóri, litu margir
á það sem algjört karlastarf að stýra
lager, segir Þórdís Arnardóttir.
Myndir | Hari
Hjá Hýsingu starfa 32 starfsmenn af 6
þjóðernum með fjölbreyttan uppruna
og mjög ólíkan bakgrunn en flestir
koma frá Íslandi eða Póllandi. Hlutfall
kvenna á vinnustaðnum er mjög hátt.