Ljósið - 15.05.1917, Page 9
Kvæði
orlit aí
M'ag'iuigi sál. Jochumssyni
Íii-íð 180».
Þú kærleikans eilífl Kristur guðs son!
Ivom þú í náð til vor manna
og glæð vora heilögu, hjartgrónu von
um himneska lífsfrelsið sanna.
Þá hverfur sem reykur sú kveljandi trú,
er kirkju guðs skelfir í heimi,
að andskoti’ í helvíti eigi stór-bú,
sem útreknar mannssálir geymi.
Lesi nú guðfróðir lögmálsins bók,
lesi’ hana sannkristinn maður,
ef boðorðin skoðast í kring og í krók,
hver verður sálnanna staður?
Ef hrint verður öllum í helvítis bál,
er halda eigi guðs föður boðin,
æ! djöfull fær of marga dýrkeypta sál;
dyljast mun örfáum voðinn.
Nei! Fyrir tímanleg boðorðabrot
Belzebub enga sál hlýtur,
því kærleikans almætti kemst ekki’ í þrot,
hvað oft sem mannskepnan brýtur.