Ljósið - 15.05.1917, Síða 17

Ljósið - 15.05.1917, Síða 17
LJOSIÐ 15 Trúarflokkum fjölgar, þeim herrum líka, sem rífast um laun og launahækkun. Metorða- og maga-pólitík er það rétt nefnd, sem nú er sózt eftir af fjölda af fulltrúum þjóðar vorrar. Þó eru til heiðarlegar undantekningar. Þú, vitringurinn, sem of margir blindast af, og það sumir ágætismenn landsins, — þú ert vantrúarpostuli sá mesti! gerir tilraun til að vekja upp dauða, hafa sam- tal við þá burt förnu. Þetta er siðleysis-hjátrúar heimska, argasti heiðindómur. Sannfæring íyrir eilífu lífl og trú á drottins náð og varðveizlu — hún á að vera í sál hvers manns. Slík trú og kærleíksopinberun, sem fyrsti réttkristni maðurinn, Jesús frá Nasaret, færði heiminum, fæst ekki með slíkri vantrú á hann eins og þú og þínir fylgjendur hafa. Jesús Kristur er ljós og líf heimsins. Frá honum kemur blessun, friður og sæla. Truarbrögð heiðingja og Gyðinga voru óhrein og flók- in, full af röngum hugmyndum um þá kærleiksriku há- tign, sem var laus við lesti og syndir manna. Þess vegna er það mesta óvitaverk miðaldamanna, að þeir hafa bygt kirkju drottins vors Jesú Krists á grund- velli heiðindóms og gyðingdóms. Af slíkum óvitaskap eru nú ávextirnir sýnilegir í öllum hinum nafnkristna heimi. Maðurinn sanni, Jesús, valdbauð ekki erfðakenn- ingar, bókfestar trúarskoðanir. Nei. Hann kendi lærisvein- um sínum guð föður sem miskunnsaman, alvitran lækni, en ekki eins og typtunarmeistara, reiðan, grimman, hefnigjarnan. Kirkjan, sem kend er við ýmsa vilta menn í um- heiminum og eins hér, er ekki samfélag heilagra, því að allar þessar kirkjur eru ekki réttar. Þær eru fullar meira og minna af óþörfum kreddum, eigingjörnum og veraldlegum mótsögnum við anda og eðli gleðiboðskapar drottins, er bauð að kasta hneykslunum. Vér íslendingar getum orðið sú Iangfrægasta þjóð í beimi, ef við nú vöknum af svefnmóki vanans og fast- heldni við rangt mál og. rangar trúarsetningar. Það er sannleikur og frelsi kristindómsins, sem bjarg-

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.