Ljósið - 15.05.1917, Side 44

Ljósið - 15.05.1917, Side 44
42 LJÓSIÐ Launaðir brjóta lögboð sín lærðir menn á láði. Á Fróni slæm er fyrirmynd fégjörn yfirvöldin; þau mest ala sína synd. Sér það upplýst öldin! Það má vita þjóðin svinn — því ei finnast varnir —, mest hér brjóta landslögin landssjóðsómagarnir! Það er skömm og þjóðar raun — það mun enginn hrekja —, þeir, sem hæstu þiggja laun, — þeir flest hneyksli vekja! Kristnu’ í landi »kírúrgus« Kristi betur þjóni. Piltur sá sem Pílatus plötur slær á Fróni! Vinir landssjóðs villast nú veginum á breiða, kæfa eru kærleikstrú, kristindómi eyða! Ráðherrar með refaslægð risnu sýna vinum. Þannig véla þeir með hægð þarft lífsbrauð trá hinum. Góðir bræður sannleik sjá. Satt talar guðs lærisveinn: Þrjá ráðherra þjóð nú á; það var nóg, það væri einn.

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.