Ljósið - 15.05.1917, Síða 60
58
LJÓSIÐ
Allir eigum vér, kristnir bræður, að elska Krist svo
heitt og innílega, að vér sýnum það í orði og verkum,
að ást til drottins, vors guðs, útreki óttann, því að ótt-
inn er heiðindómur. 10 boðorð Gyðinga, rituð á steina,
— þau reynast of þung, eru því brotin af æðstu vald-
höfum heims þessa.
Frelsis- og kærleiksboðorð meistarans góða frá Nazaret
— þau setti alheims-barnatræðarinn, sanni maðurinn,
Kristur, ekki í neina dauða bók. Frelsi guðs barna á að
þroskast innra í sálum voruin eins og guðsrikishug-
myndin.
Nú áttu, æðsti kristindómsfræðari landsins, Jón biskup
Helgason, að sýna almenningi, livað sú nýja guðfræði
er frábrugðin þeirri gömlu, er faðir þinn sálugi kendi
þér og öllum tilheyrandi börnum þjóðkirkjunnar á ís-
landi.
Þú, biskup Jón Helgason, reiddist mér, þá er ég, frjáls,
kristinn trúmaður, talaði það í áheyrn þína og annara,
að kver föður þíns, Helga sáluga, mundi fyrnast og
falla úr gildi, því að útskúfunarkenning kirkjunnar væri
í sáluhjálparfræði barna.
Þú reyndir að ná af mér prentfrelsi, en gazt það ekki.
Hugsunarfrelsi, málfrelsi og prentfrelsi á að vera i landi
voru.
Þú ert farinn að kenna sama og ég, að sannur guð
vor og herra, Jesús Kristur, hafi ekki dáið á krossinum
forðum. 1 gröf ráðherrans Jósefs fór drottinn vor ekki.
Drottinn vor fór til föðursins, er hann sagði að væri á
himnum. Ritningin öll er dautt málverk, en ekki lifandi
maður. Það áttu að vita, lærður guðfræðingur! Og þora
áttu að kenna sannleikann, en hrinda lyginni. Lygin er
djöfull, sem lærðir menn hafa kent saklausum börnum
og jafnframt vilja, að almenningur launi sig og sæmi
heiðursorðum og titlum fyrir ljóta, vonda fræði.
Ertu, biskup þjóðkirkjunnar Jón Helgason, með eða
móti »spíritista«-tilraunum Einars Kvarans og prófessors
Haralds Níelssonar?
Er slíkt ekki fyrir utan verksvið kristindómsins og