Ljósið - 15.05.1917, Page 61

Ljósið - 15.05.1917, Page 61
LJÓSIÐ 59 kirkjunnar að leita frétta af framliðnum á þann hátt, sem gert er? Flest er nú leyft á þessum vantrúartímum. Eg veit, að slíkt vantrúarfálm eykur ekki trúnaðartraustið á sanna manninum, er færði oss barnaréttinn. Ég vil, að kristindómurinn sé tekinn úr bókstafsfjötrunum. Eg bið þig um svar. Það mætti vera hverjum kristnum guðstrúarmanni ljóst, að kristindóminn þarf að skýra og kasta úr hon- um mótsögnum. Þrætuepli er hann orðinn hér á landi sem annars staðar í kristna heiminum. Að kvelja og deyða spámanninn frá Nazaret var synd, en ekki syndakvtttun. Ivristur alheimsins er sama og drottinn almáttugur, þvi að dauðinn vinnur ekki sigur á ódauðleika vorum. Jörðin fær sin efni og himininn sín. Helvítið og rang- lætið á jörð vorri er villumanna verk. Villumenn eiga að deyja út fyrir rétt kristnum mönnum. Það á að siða menn, en eklci deyða þá. Friður á jörð verður, þá er kristindómurinn fullkomnast. Vertu sáttgjarn og hrein- skilinn biskup, Jón Helgason! Guð er mönnum góður, trúr. Guð sannur mig styður. Herrann ei fór holdi úr helvítis til niður. Elskum góða guðmanninn. Guð einn dýrka lærum. Brjótuin heiðna bókstaflnn. Börnum kjarnann færum. Fáðu góða sálarsjón. Sannur maður vertu. Barna frelsi, biskup Jón, brautryðjandi sértu!

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.