Ljósið - 15.05.1917, Síða 66

Ljósið - 15.05.1917, Síða 66
64 LJÓSIÐ Lygin fer um land vort kalt. Lygi prestar tala. Það finst mörgum kenning klúr: Klerkar skamta náinn, segja, guð einn, góður, trúr, gröf í færi dáinn. Víst er beittur penni Páls. Presta’ á kaunum stingum. Klerkar gamlar syndir Sáls selja íslendingum. Sannleikur er mergur máls. Merginn prestar éta. Með rammheiðnu sinni Sáls synd þeir útbreitt geta. Börn í neti festa fót fljótt á breiðum vegi. Herrar kenna hneyksli Ijót hér á björtum degi. Hróp mitt fer um heimsins höf. Heiðrist málið sanna. Forðum ekki fór í gröf frelsisguðinn manna. Málið kröftugt mæla kann Messías hinn nýi. Sálin elskar sannleikann. Sálin hatar lygi.

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.