Fréttablaðið - 03.02.2018, Side 24

Fréttablaðið - 03.02.2018, Side 24
A lda Hrönn Jóhanns-dóttir er komin aftur til starfa til lög-reglunnar á Suður-nesjum. Þar starfaði hún áður en hún var lánuð yfir til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð lög- reglustjóri embættisins. Síðustu ár hennar í starfi hafa ein- kennst af átökum í kjölfar mikilla breytinga sem gerðar voru á verklagi og skipulagi lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Þá sérstaklega í málum sem varða heimilisofbeldi, kynferðisbrot og mansal. Alda Hrönn segist stolt þegar hún lítur yfir farinn veg. Og þótt hún hafi oft á ferlinum verið alveg að niðurlotum komin vegna álags og mótlætis þá sé starfið henni mikilvægt. Það hafi aldrei komið til greina að gefast upp, það brenni á henni að gera samfélag okkar betra, fyrir alla. Grunnurinn lagður í byrjun Alda Hrönn var laganemi við Háskóla Íslands þegar hún fékk starf í sumarafleysingum hjá lögreglunni í Hafnarfirði. „Eldri bróðir minn var sumarafleysingamaður hjá lög- reglunni og mér fannst þetta spenn- andi. Svo þótti þetta eftirsóknarvert starf með lögfræðinámi. Þetta var skemmtilegasta vinna sem ég hafði unnið,“ segir Alda Hrönn sem hóf störf hjá lögreglunni sumarið 1999. „Maður fékk eiginlega að gera allt. Á þessum tíma var töluvert af ómenntuðu fólki við störf. Ég fór því í útköll og fékk að spreyta mig í aðstæðum á vettvangi. Ég man vel eftir fyrstu útköllunum og þegar ég horfi til baka þá held ég að grunnurinn hafi verið lagður þarna þegar ég byrjaði. Ég þurfti stundum að fara inn á heimili fólks í erfiðar aðstæður og það snerti mig,“ segir hún. Misboðið og sagði upp Alda Hrönn hóf strax störf hjá sýslumanninum í Hafnarfirði eftir útskrift, þar starfaði hún í nokkur ár þar til leið hennar lá til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það var um áramótin 2006-2007 en þá var sam- eining embættanna á höfuðborgar- svæðinu. Á þessum tíma var verið að stofna kynferðisbrotadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ég var lögfræðingur þeirrar deildar. Ég hafði mikinn metnað fyrir þróun deildarinnar og starfaði að henni í níu mánuði. Ég var hins vegar ekki ánægð með þær skipulagsbreytingar sem urðu þar, þannig að ég ákvað að hætta. Ég sagði bara upp,“ segir Alda Hrönn. Hvað var það sem truflaði þig svo mikið að þú ákvaðst að hætta? „Við vorum tvær í nýrri deild, svokall- aðri rannsóknareiningu ákærusviðs, sem sögðum upp því okkur var mis- boðið. Vorum mikið búnar að vera í samræðum við nýjan lögreglustjóra, Stefán Eiríksson, um þróun deildar- innar. Við vorum þrjár konur og tveir karlar sem vorum reynslumest í deildinni. Stefán sagði okkur að sennilega yrði flatt skipurit, enginn yfir öðrum. Ef breyting yrði á myndi verða auglýst í þær stöður svo allir hefðu möguleika á að sækja um. Þegar á reyndi var það ekki þann- ig. Það var búið að ákveða að karl- mennirnir tveir fengju stöðurnar sem voru í boði. Við þrjár, konurnar í deildinni, fengum þær ekki og ekki heldur möguleika á að sækja um þær. Stöðurnar voru ekki auglýstar. Við vorum tvær sem sögðum upp. Í framhaldinu var skipulagi á ákæru- sviði breytt.“ Á þessum tímapunkti ætlaði Alda Hrönn að hætta alfarið í lögreglunni. „Ég hafði val. Vildi ég sætta mig við ákvörðun lögreglustjóra eða ekki? Ég ákvað að hætta og sótti um ýmsar stöður. Einhvern veginn heillaði ekkert mig nógu mikið. Þá fékk ég tilboð frá lögreglunni á Suður- LÖKE-málið tók á Öldu Hrönn Jóhannsdóttur var gefið að sök að hafa misbeitt lög- regluvaldi við rannsókn LÖKE-málsins. Málið var fellt niður að rann- sókn lokinni. Málsmeðferðin gekk henni nærri. Hún lýsir mótstöðu og kvenfyrirlitningu sem hún mætti í starfi sínu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún starfar nú hjá lögreglunni á Suðurnesjum Alda Hrönn segir þörf á gagngerum breytingum á menningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún lýsir mótstöðu við innleiðingu á breyttu verklagi og megnri kvenfyrirlitningu. FréttAblAðið/SteFán Dómurinn varð einn sá þyngsti sem féll í kynferðisbrotamáli á Íslandi á þessum tíma. Þessi mál eru alltaf erfið og reyna á,“ segir hún. Stór og þung mál Annað eftirminnilegt mál er stórt mansalsmál sem tengdist glæpa- samtökum í Litháen og kom upp árið 2009. Alda Hrönn og félagar hennar í lögreglunni á Suðurnesj- um unnu sleitulaust að rannsókn málsins. Nítján ára litháísk stúlka fylltist ofsahræðslu í flugvél á leið til Íslands. Í ljós kom að hún var svipt frelsi af mönnunum sem fluttu hana til landsins og hýstu í því skyni að notfæra sér hana kynferðislega eða að selja hana í vændi. Málið var gríðarlega stórt í sniðum og krafðist alþjóðlegs samstarfs. Á endanum voru fimm Litháar dæmdir, einn í fimm ára fangelsi og fjórir í fjögurra ára fangelsi, fyrir mansal. Þetta er fyrsti og eini dómurinn hér á landi þar sem sakfellt hefur verið fyrir mansal. „Það var mjög mikil vinna sem fór í þetta mál hjá okkur öllum, skýrslur og upplýsingar að utan komu gjarn- an á kvöldin og það þurfti að vinna úr þeim. Þarna sannaðist hversu góður mann aflinn var á Suður- nesjum, samstilltur hópur. Á þessum tíma lærðum við mikið, Sigríður Björk var þá komin til Suðurnesja og var lögreglustjóri. Hún lagði mikið upp úr endurmenntun og sendi mig til dæmis áður en þetta mál kom upp á mína fyrstu ráðstefnu um mansal í Vín. Það kom sér vel.“ Hvað varð um stúlkuna sem var þolandi? „Ég veit ekki nákvæmlega hvar hún er í dag. Það er erfitt að vinda ofan af svona ofbeldi og áföll- um. Síðast þegar ég frétti af henni, þá voru það góðar fréttir. En maður lærir líka að sleppa tökunum. Mestu máli skipti á þessum tíma að bjarga lífi hennar hreinlega, henni og fleiri nesjum og ég ákvað að slá til,“ segir Alda Hrönn frá. Hún hafði mikinn metnað til að bæta verklag í kynferðisbrotamál- um á þessum tíma sem hún vann að þróun deildarinnar á höfuðborgar- svæðinu. „Ég sá tækifæri til að láta gott af mér leiða. Á þeim mánuðum sem ég hafði starfað í nýrri kyn- ferðisbrotadeild breyttum við verk- lagi. Til dæmis fórum við að nota gæsluvarðhald með virkum hætti. Ég hafði löngun til að halda áfram þessari vegferð og þess vegna fannst mér heillandi að fara til starfa hjá lögreglunni á Suðurnesjum,“ segir Alda Hrönn. Góður mannafli á Suðurnesjum Þegar Alda Hrönn fór til starfa á Suðurnesjum var sameining emb- ætta nýafstaðin. „Slíkt er alltaf erfitt í byrjun en á Suðurnesjum græddum við á því. Mannaflinn þar er mjög góður. Það er líklega vegna þess að í teyminu starfar mikið af fólki sem býr á svæðinu. Því þykir vænt um Suðurnesin og er tilbúið að leggja mikið á sig. Þetta er ekki fjölmennt lögreglulið en getur flest. Það er öðruvísi að starfa í litlu samfélagi, hluttekningin er meiri. Nálægðin skiptir máli.“ Margt stendur upp úr frá tíma Öldu Hrannar á Suðurnesjum á þessum árum. Kreppan lék Nesin grátt. Félagslegur vandi varð meiri. Á þessum árum tókst Alda Hrönn á við þung og stór mál. „Mál föður sem braut á dóttur sinni var erfitt. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ég ber ekki kala til neins. Ég ætla Hins vegar ekki að vera með virk með þeim aðilum sem sýna af sÉr svona Hegðun eða sýna konum fyrirlitningu. LÖKE-málið Hvað er lÖKe? LÖKE er málaskrárkerfi lög- reglunnar. Lögreglumenn eiga að bera þagnarskyldu um atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfsins og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna. Leki úr LÖKE-málaskrárkerfinu er litinn alvarlegum augum. Um hvað snerist málið? LÖKE-málið varðaði meint brot lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE. Í upphafi var lögreglumaðurinn ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum kvenna og deilt í lokuðum hópi á Facebook og einnig fyrir að hafa deilt upplýsingum um þrettán ára dreng. Saksóknari hjá embætti ríkis- saksóknara greindi frá því að ekki hefði verið hægt að útiloka að í meirihluta tilvika hafi upp- flettingar tengst starfi lögreglu- mannsins. Því var fallið frá hluta ákæruliða. Verjandi lögreglu- mannsins sakaði Öldu Hrönn um rangar sakargiftir í málinu. Lögreglumaðurinn var sak- felldur fyrir þann ákærulið sem varðaði uppflettingu á deilingu á upplýsingum úr LÖKE um ungl- ingsdrenginn. Hann hafði haft afskipti af honum í starfi og sendi tölvupóst til annars manns með nafni og lýsingu á drengnum. Honum var ekki gerð refsing. Öldu Hrönn var gert að stíga til hliðar á meðan héraðssaksóknari rannsakaði störf hennar. Henni var gefið að sök að hafa mis- beitt lögregluvaldi við rannsókn málsins. Málið gegn Öldu Hrönn var fellt niður að rannsókn lokinni. Garðar Steinn Ólafsson, lögmað- ur tveggja einstaklinga í málinu, segir samt að úr niðurstöðunni megi lesa að Alda hafi verið ábyrg fyrir ágöllum á rannsókninni þó að henni hafi ekki verið refsað fyrir það. 3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r24 H e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 4 -C D F 8 1 E E 4 -C C B C 1 E E 4 -C B 8 0 1 E E 4 -C A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.